Nær fullkominn hálfleikur bjargaði mögulega Evrópumótinu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. janúar 2024 13:31 Strákarnir okkar fagna eftir sigurinn í gær. Vísir/Vilhelm Það var nóg af flottum tölum hjá strákunum okkar í seinni hálfleik í sögulegum sigri liðsins á Evrópumótinu í handbolta í gær. Ísland á enn möguleika á Ólympíusæti eftir 35-30 sigur á Króötum í gær en til þess þurftu strákarnir okkar að spila sinn langbesta hálfleik á mótinu. Íslenska liðið gekk til hálfleiks í gær tveimur mörkum undir og eftir að hafa tapað síðustu mínútum fyrri hálfleiksins 5-1. Það þurfti átak og miklu betri frammistöðu og hún leit svo sannarlega dagsins ljós í seinni hálfleiknum. Íslenska liðið vann hálfleikinn með sjö mörkum og þar með leikinn með fimm mörkum. Þetta var aðeins annar sigur íslenska liðsins á mótinu og sá fyrsti frá sigri á móti Svartfellingum í síðustu viku. Eftir þrjá tapleiki í röð var ljóst að ekkert nema sigur í gær héldi lífi í voninni um að komast í umspilið fyrir Ólympíuleikana. Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi um hversu góður hálfleikur þetta var hjá íslenska liðinu. Óðinn Þór Ríkharðsson fagnar einu af sex mörkum sínum í leiknum.Vísir/Vilhelm 75 prósent skotnýting Íslensku strákarnir nýttu 19 af 25 skotum sínum í seinni hálfleiknum sem var meira en tuttugu prósent betri skotnýting en hjá Króötum á sama tíma (54,5 prósent). Báðir hornamennirnir með 100% skotnýtingu Hornamennirnir hafa farið illa með færin sín á mótinu en bæði Óðinn Þór Ríkharðsson og Bjarki Már Elísson nýttu 5 af 5 skotum sínum í hálfleiknum. Það gekk allt upp á þessum kafla og íslensku strákarnir á bekknum höfðu mjög gaman af öllu saman.Vísir/Vilhelm Héldu hreinu í átta og hálfa mínútu Króatar skoruðu 25. markið sitt þegar 46 og 38 sekúndur voru liðnar af leiknum en 26. mark króatíska liðsins kom ekki fyrr en eftir 55 mínútur og 8 sekúndur. Íslenska vörnin og Björgvin í markinu héldu því hreinu í átta og hálfa mínútu. 6-0 sprettur Íslenska liðið gerði út um leikinn með því að breyta stöðunni úr 25-25 í 31-25 en þá voru aðeins fimm mínútur eftir af leiknum. Elvar Örn Jónsson búinn að vinna boltann og íslenskt hraðaupphlaup komið af stað.Vísir/Vilhelm 8 þvingaðir tapaðir boltar Íslenska vörnin þvingaði fram átta tapaða bolta hjá Króötum á þessum þrjátíu mínútum í seinni hálfleik. Í sex tilfellanna stálu íslensku varnarmennirnir boltanum, einu sinni fiskuðu þeir ruðning og einu sinni voru dæmd skref. 9 mörk úr hraðaupphlaupum Íslenska liðið var líka fljótt að refsa Króötum fyrir mistökin því níu af nítján mörkum íslenska liðsins komu úr hraðaupphlaupum þar af níu af fyrstu þrettán mörkum hálfleiksins. Íslenska liðið búið að vinna boltann einu sinni sem oftar í seinni hálfleiknum. Björgvin Páll vill fá tvær mínútur fyrir að trufla hraðaupphlaup.Vísir/Vilhelm 43% markvarsla Vörnin var ekki aðeins að þvinga fram tapaða bolta því Björgvin Páll Gústavsson var líka í stuði og varði níu skot í seinni hálfleiknum. Hann bauð því upp á 45 prósent markvörslu á þessum þrjátíu mínútum en sjö af vörðu skotunum níu komu í návígi það er úr gegnumbroti (4), úr horni (2) eða af línu (1). Bjó til sjö mörk Framtíðarstjarnan Haukur Þrastarson átti flotta innkomu undir lok leiksins og skoraði ekki bara þrjú mörk úr aðeins fjórum skotum heldur gaf hann einnig fjórar stoðsendingar. Strákurinn kom inn á til að framkvæma hlutina og það var gaman að sjá. Haukur Þrastarson var mjög flottur á lokamínútum leiksins.Vísir/Vilhelm EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Sjá meira
Ísland á enn möguleika á Ólympíusæti eftir 35-30 sigur á Króötum í gær en til þess þurftu strákarnir okkar að spila sinn langbesta hálfleik á mótinu. Íslenska liðið gekk til hálfleiks í gær tveimur mörkum undir og eftir að hafa tapað síðustu mínútum fyrri hálfleiksins 5-1. Það þurfti átak og miklu betri frammistöðu og hún leit svo sannarlega dagsins ljós í seinni hálfleiknum. Íslenska liðið vann hálfleikinn með sjö mörkum og þar með leikinn með fimm mörkum. Þetta var aðeins annar sigur íslenska liðsins á mótinu og sá fyrsti frá sigri á móti Svartfellingum í síðustu viku. Eftir þrjá tapleiki í röð var ljóst að ekkert nema sigur í gær héldi lífi í voninni um að komast í umspilið fyrir Ólympíuleikana. Hér fyrir neðan eru nokkur dæmi um hversu góður hálfleikur þetta var hjá íslenska liðinu. Óðinn Þór Ríkharðsson fagnar einu af sex mörkum sínum í leiknum.Vísir/Vilhelm 75 prósent skotnýting Íslensku strákarnir nýttu 19 af 25 skotum sínum í seinni hálfleiknum sem var meira en tuttugu prósent betri skotnýting en hjá Króötum á sama tíma (54,5 prósent). Báðir hornamennirnir með 100% skotnýtingu Hornamennirnir hafa farið illa með færin sín á mótinu en bæði Óðinn Þór Ríkharðsson og Bjarki Már Elísson nýttu 5 af 5 skotum sínum í hálfleiknum. Það gekk allt upp á þessum kafla og íslensku strákarnir á bekknum höfðu mjög gaman af öllu saman.Vísir/Vilhelm Héldu hreinu í átta og hálfa mínútu Króatar skoruðu 25. markið sitt þegar 46 og 38 sekúndur voru liðnar af leiknum en 26. mark króatíska liðsins kom ekki fyrr en eftir 55 mínútur og 8 sekúndur. Íslenska vörnin og Björgvin í markinu héldu því hreinu í átta og hálfa mínútu. 6-0 sprettur Íslenska liðið gerði út um leikinn með því að breyta stöðunni úr 25-25 í 31-25 en þá voru aðeins fimm mínútur eftir af leiknum. Elvar Örn Jónsson búinn að vinna boltann og íslenskt hraðaupphlaup komið af stað.Vísir/Vilhelm 8 þvingaðir tapaðir boltar Íslenska vörnin þvingaði fram átta tapaða bolta hjá Króötum á þessum þrjátíu mínútum í seinni hálfleik. Í sex tilfellanna stálu íslensku varnarmennirnir boltanum, einu sinni fiskuðu þeir ruðning og einu sinni voru dæmd skref. 9 mörk úr hraðaupphlaupum Íslenska liðið var líka fljótt að refsa Króötum fyrir mistökin því níu af nítján mörkum íslenska liðsins komu úr hraðaupphlaupum þar af níu af fyrstu þrettán mörkum hálfleiksins. Íslenska liðið búið að vinna boltann einu sinni sem oftar í seinni hálfleiknum. Björgvin Páll vill fá tvær mínútur fyrir að trufla hraðaupphlaup.Vísir/Vilhelm 43% markvarsla Vörnin var ekki aðeins að þvinga fram tapaða bolta því Björgvin Páll Gústavsson var líka í stuði og varði níu skot í seinni hálfleiknum. Hann bauð því upp á 45 prósent markvörslu á þessum þrjátíu mínútum en sjö af vörðu skotunum níu komu í návígi það er úr gegnumbroti (4), úr horni (2) eða af línu (1). Bjó til sjö mörk Framtíðarstjarnan Haukur Þrastarson átti flotta innkomu undir lok leiksins og skoraði ekki bara þrjú mörk úr aðeins fjórum skotum heldur gaf hann einnig fjórar stoðsendingar. Strákurinn kom inn á til að framkvæma hlutina og það var gaman að sjá. Haukur Þrastarson var mjög flottur á lokamínútum leiksins.Vísir/Vilhelm
EM 2024 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Denver reka þjálfarann korter í úrslitakeppni Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport Afturelding mætir Val í undanúrslitum Handbolti Skytturnar skutu Evrópumeistarana í kaf Fótbolti Fleiri fréttir Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Sniðganga var rædd innan HSÍ Afturelding mætir Val í undanúrslitum Óðinn Þór byrjaði úrslitakeppnina með stæl „Við völdum okkur ekki andstæðinga“ Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Sjá meira