Gengur vel að aðstoða fólk með fíknisjúkdóm í apótekinu Sunna Sæmundsdóttir skrifar 23. janúar 2024 13:40 Sigríður Pálína Arnardóttir, lyfjafræðingur og eigandi Reykjanesapóteks, vill að skaðaminnkandi þjónusta verði tekin upp á landsvísu. Víkurfréttir Tugir hafa nýtt sér skaðaminnkandi þjónustu í Reykjanesapóteki þar sem fólki er bæði hjálpað við að draga úr neyslu og veitt aðstoð í viðhaldsmeðferð. Lyfjafræðingur segir fyrirkomulagið hafa gefið góða raun og vill að það verði tekið upp á landsvísu. Fyrir tæpum tveimur árum veitti heilbrigðisráðuneytið Reykjanesapóteki styrk til að ráðast í tilraunaverkefni sem nefnist Lyfjastoð og miðar að því að auka öryggi lyfjameðferðar og bæta meðferðarheldni sjúklinga. Þjónustan er að norskri fyrirmynd en Sigríður Pálína Arnardóttir, lyfjafræðingur og eigandi apóteksins, bjó og starfaði í Noregi um árabil. Í þjónustunni felst að fólk getur fengið leiðbeiningar um inntöku á áhættulyfjum og þá einnig um niðurtröppun ávanabindandi lyfja líkt og ópíóíða. „Stundum er það þannig að einstaklingur kemur inn og hefur áhyggjur af því að vera taka of mikið af verkjalyfjum og óskar þess innilega að vera að taka minna. Hann biður okkur þá um að gera tillögu að niðurtröppunarskema sem við gerum í samvinnu við lækni og gerum þá samkomulag sem fólk fer eftir og kemur síðan daglega og fær skammtinn sinn,“ segir Sigríður. „Við reiknum með að fólk hætti á lyfjunum en það er allt í lagi að trappa sig hægt niður og ná einhverjum viðhaldsskammti ef það hentar betur. Þannig við þurfum að vera opin fyrir því.“ Lyfjastoð er persónuleg viðtalsþjónusta sem fer fram í Reykjanesapóteki. Þar geta viðskiptavinir fengið aðstoð vegna ýmissa lyfja og einnig í sambandi við fíkni- og ávanalyf.vísir/Egill Tugir hafa nýtt sér úrræðið og Sigríður vill sjá fyrirkomulagið á landsvísu. „Það er of mikið álag á til dæmis Vog og meðferðarstofanir í dag. Fjöldinn sem þarf aðstoð er miklu meiri en þjónustan býður upp á og við þurfum að koma þessu í gang með fagfólki og teymisvinu. Við verðum að hjálpast að og horfa á sjúklingana með virðingu,“ segir Sigríður. Hún bendir á að öll apótek séu með viðtalsherbergi þar sem hægt sé að taka inn lyf óski fólk þess. Þjónustuna þurfi að veita í samstarfi við teymi sérfræðinga; lækna, hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafa og sálfræðinga. „Og svo þarf að vera húsnæðisúrræði fyrir einstaklingana og þannig er það gert í Noregi. Ég myndi vilja sjá að við lítum til reynslu þeirra og það ætti ekki að vera neitt því til fyrirstöðu.“ Sigríður mun fjalla um úrræðið á fræðslufundi lyfjafræðinga um skaðaminnkandi meðferð í kvöld. Ljóst er að áhuginn á málefninu er mikill en uppselt er á viðburðinn þar sem fjallað verður um úrræði og úrræðaleysi í viðhaldsmeðferð. Talsverð umræða hefur verið um ávísanir á sterkum verkjalyfjum en læknirinn Árni Tómas Ragnarsson sem hefur talað opinskátt um ávísanir til fólks með fíknisjúkdóm var nýverið sviptur réttinum til að ávísa lyfjum. Sigríður segir verkefnið í Reykjanesapóteki hafa verið unnið í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en að fólk sem hafi fengið ávísuð lyf hjá öðrum læknum hafi einnig leitað til þeirra. „Það er nú aðalatriðið að við grípum fólkið okkar. Einstaklingarnir eru sjúklingar og við þurfum að huga að réttindum þeirra og meðhöndla sjúkdóminn,“ segir Sigríður Pálína. Fíkn Lyf Reykjanesbær Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira
Fyrir tæpum tveimur árum veitti heilbrigðisráðuneytið Reykjanesapóteki styrk til að ráðast í tilraunaverkefni sem nefnist Lyfjastoð og miðar að því að auka öryggi lyfjameðferðar og bæta meðferðarheldni sjúklinga. Þjónustan er að norskri fyrirmynd en Sigríður Pálína Arnardóttir, lyfjafræðingur og eigandi apóteksins, bjó og starfaði í Noregi um árabil. Í þjónustunni felst að fólk getur fengið leiðbeiningar um inntöku á áhættulyfjum og þá einnig um niðurtröppun ávanabindandi lyfja líkt og ópíóíða. „Stundum er það þannig að einstaklingur kemur inn og hefur áhyggjur af því að vera taka of mikið af verkjalyfjum og óskar þess innilega að vera að taka minna. Hann biður okkur þá um að gera tillögu að niðurtröppunarskema sem við gerum í samvinnu við lækni og gerum þá samkomulag sem fólk fer eftir og kemur síðan daglega og fær skammtinn sinn,“ segir Sigríður. „Við reiknum með að fólk hætti á lyfjunum en það er allt í lagi að trappa sig hægt niður og ná einhverjum viðhaldsskammti ef það hentar betur. Þannig við þurfum að vera opin fyrir því.“ Lyfjastoð er persónuleg viðtalsþjónusta sem fer fram í Reykjanesapóteki. Þar geta viðskiptavinir fengið aðstoð vegna ýmissa lyfja og einnig í sambandi við fíkni- og ávanalyf.vísir/Egill Tugir hafa nýtt sér úrræðið og Sigríður vill sjá fyrirkomulagið á landsvísu. „Það er of mikið álag á til dæmis Vog og meðferðarstofanir í dag. Fjöldinn sem þarf aðstoð er miklu meiri en þjónustan býður upp á og við þurfum að koma þessu í gang með fagfólki og teymisvinu. Við verðum að hjálpast að og horfa á sjúklingana með virðingu,“ segir Sigríður. Hún bendir á að öll apótek séu með viðtalsherbergi þar sem hægt sé að taka inn lyf óski fólk þess. Þjónustuna þurfi að veita í samstarfi við teymi sérfræðinga; lækna, hjúkrunarfræðinga, félagsráðgjafa og sálfræðinga. „Og svo þarf að vera húsnæðisúrræði fyrir einstaklingana og þannig er það gert í Noregi. Ég myndi vilja sjá að við lítum til reynslu þeirra og það ætti ekki að vera neitt því til fyrirstöðu.“ Sigríður mun fjalla um úrræðið á fræðslufundi lyfjafræðinga um skaðaminnkandi meðferð í kvöld. Ljóst er að áhuginn á málefninu er mikill en uppselt er á viðburðinn þar sem fjallað verður um úrræði og úrræðaleysi í viðhaldsmeðferð. Talsverð umræða hefur verið um ávísanir á sterkum verkjalyfjum en læknirinn Árni Tómas Ragnarsson sem hefur talað opinskátt um ávísanir til fólks með fíknisjúkdóm var nýverið sviptur réttinum til að ávísa lyfjum. Sigríður segir verkefnið í Reykjanesapóteki hafa verið unnið í samstarfi við Heilbrigðisstofnun Suðurnesja en að fólk sem hafi fengið ávísuð lyf hjá öðrum læknum hafi einnig leitað til þeirra. „Það er nú aðalatriðið að við grípum fólkið okkar. Einstaklingarnir eru sjúklingar og við þurfum að huga að réttindum þeirra og meðhöndla sjúkdóminn,“ segir Sigríður Pálína.
Fíkn Lyf Reykjanesbær Mest lesið „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Innlent Svava Lydia komin í leitirnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Innlent Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Fleiri fréttir Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Myndavélarnar mikilvægar og upptökurnar góð sönnunargögn „Alvarlegt að saka ríkisendurskoðanda um að villa um fyrir Alþingi“ Norðurlöndin vinni með Bandaríkjunum svo þau fari ekki í „ranga átt“ Tímamót í opinberri heimsókn Höllu til Noregs ÍR kveikti á skiltinu án leyfis Vilja betri afkomutryggingu fyrir bændur sem verða fyrir uppskerutjóni Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Sjá meira