Ryan Gosling sársvekktur yfir Óskarstilnefningunum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 24. janúar 2024 08:31 Ryan Gosling á setti Barbie myndarinnar með þeim Margot Robbie og Gretu Gerwig. Jaap Buitendijk/Warner Bros. Pictures/AP Kanadíski leikarinn Ryan Gosling segist vera vonsvikinn og sársvekktur vegna þess að Greta Gerwig, leikstjóri Barbie og Margot Robbie, aðalleikkona myndarinnar, hafi ekki verið tilnefndar til Óskarsverðlauna líkt og hann sjálfur. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá leikaranum. Tilkynnt var í gær hverjir hefðu verið tilnefndir til Óskarsverðlauna. Barbie myndin hlaut alls átta tilnefningar. Í tilkynningu sinni tekur Gosling fram að hann væri himinlifandi með að vera tilnefndur í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt sem „plastdúkka að nafni Ken.“ Hann tók fram að hann væri ánægður fyrir hönd samleikara síns, America Ferrera, sem tilnefnd var í flokki leikkvenna í aukahlutverki. „En það er enginn Ken án Barbie og það er engin Barbie mynd án Gretu Gerwig og Margot Robbie,“ segir leikarinn í tilkynningunni. Hann segir þær stöllur bera mesta ábyrgð á myndinni og gríðarlegri velgengni hennar. „Það væri ekki hægt að veita neinum við gerð þessarar myndar viðurkenningu ef ekki hefði verið fyrir hæfileika þeirra og snilligáfu,“ segir leikarinn. Hann segir orð ekki ná utan um það hve svekktur hann er yfir því að þær hafi ekki verið tilnefndar. „Þvert á allar væntingar og með ekkert nema sálarlausar, fáklæddar og sem betur fer kloflausar dúkkur í farteskinu, fengu þær okkur til að hlæja, brutu hjörtu okkar og skráðu sig á spjöld sögunnar. Vinna þeirra ætti að hljóta viðurkenningu, líkt og allra hinna sem hlutu tilnefningu.“ Óskarsverðlaunin Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Fleiri fréttir Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá leikaranum. Tilkynnt var í gær hverjir hefðu verið tilnefndir til Óskarsverðlauna. Barbie myndin hlaut alls átta tilnefningar. Í tilkynningu sinni tekur Gosling fram að hann væri himinlifandi með að vera tilnefndur í aukahlutverki fyrir hlutverk sitt sem „plastdúkka að nafni Ken.“ Hann tók fram að hann væri ánægður fyrir hönd samleikara síns, America Ferrera, sem tilnefnd var í flokki leikkvenna í aukahlutverki. „En það er enginn Ken án Barbie og það er engin Barbie mynd án Gretu Gerwig og Margot Robbie,“ segir leikarinn í tilkynningunni. Hann segir þær stöllur bera mesta ábyrgð á myndinni og gríðarlegri velgengni hennar. „Það væri ekki hægt að veita neinum við gerð þessarar myndar viðurkenningu ef ekki hefði verið fyrir hæfileika þeirra og snilligáfu,“ segir leikarinn. Hann segir orð ekki ná utan um það hve svekktur hann er yfir því að þær hafi ekki verið tilnefndar. „Þvert á allar væntingar og með ekkert nema sálarlausar, fáklæddar og sem betur fer kloflausar dúkkur í farteskinu, fengu þær okkur til að hlæja, brutu hjörtu okkar og skráðu sig á spjöld sögunnar. Vinna þeirra ætti að hljóta viðurkenningu, líkt og allra hinna sem hlutu tilnefningu.“
Óskarsverðlaunin Bíó og sjónvarp Hollywood Mest lesið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf Sjóræningjar réðust á Íslendinga Lífið Þetta er ástæðan fyrir því að þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Lífið Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Lífið Fleiri fréttir Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Bað strax um verkjalyf eftir nefaðgerðina Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Sjá meira