Matur

Silkimjúkar súpur sem veita hlýju

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Kristjana Steingrímsdóttir, Jana, er dugleg að deila girnilegum og hollum uppskriftum.
Kristjana Steingrímsdóttir, Jana, er dugleg að deila girnilegum og hollum uppskriftum. SAMSETT

Kokkurinn og heildræni þjálfarinn Kristjana Steingrímsdóttir, Jana, er dugleg að deila ýmsum uppskriftum á heimasíðu sinni og Instagram. Nú í janúar hefur hún deilt girnilegum súpuuppskriftum sem henta vel í matinn fyrir kalda daga sem þessa. 

Flauelsmjúk súpa með grilluðum paprikum og sætum kartöflum:

2 msk. ólífuolía

1 meðalstór laukur, skorinn í bita

2 stórar sætar kartöflur, flysjaðar og skornar í teninga

2 rauðar paprikur, kjarnhreinsaðar og skornar í bita

3 hvítlauksrif, afhýdd

4 bollar grænmetissoð

2 fernur maukaðir tómatar med óreganó og basilíku (390 ml Änglamark)

1 ferna kókosmjólk (Änglamark)

1–2 tsk. reykt paprikukrydd

Safi úr ½ sítrónu

¼ tsk. þurrkaður chili-pipar, eða eftir smekk

Salt og pipar


Grillið grænmetið, laukinn, sætu kartöflurnar, papriku og hvítlauk með ólífuolíu, salti, pipar og chili, í 180°C heitum ofni í 25–35 mín., eða þar til allt er orðið mjúkt og gullið. Setjið grænmetið í blandara með grænmetissoði og maukuðum tómötum og maukið. 

Setjið í pott, bætið reyktri papriku, sítrónusafa og kókosmjólk út í. Látið suðuna koma upp og látið malla í 10–15 mín.

Smakkið til og bætið e.t.v. við salti, pipar og chili. Hellið kókósmjólk út í og stráið kókosflögum og svörtum pipar yfir í lokin.“

Gulrótar- og engifersúpa:

„1 msk ólífuolía

2 skallotlaukar, saxaðir

1 sellerí stöngull saxaður

1 msk collagen duft (má sleppa)

1/2 tsk sjávarsalt

3 hvítlauksrif

500 gr gulrætur, gróft saxaðar

Góður bútur engifer, saxað gróft (fer eftir hversu “Spicy” þú vilt hafa súpuna)

1 msk sítrónusafi eða eplaedik

750 ml grænmetissoð

nýmalaður svartur pipar

1 tsk akasíu hunang, valfrjálst

Skreytið með til dæmis kóríander/ kryddjurtum, goiji berjum og nýmöluðum pipar

Setjið olíu í meðalstóran pott og hitið. Bætið svo öllu í pottinn og fáið suðuna upp. Lækkið svo aðeins hitann og leyfið að malla í um 25-30 mínútur, hrærið af og til í.

Slökkvið undir súpunni og lofið að kólna áður en þið færið hana yfir í góðan blandara og blandið súpuna vel, það má líka nota töfrasprota við að mauka súpuna. Ef súpan er of þykk skaltu bæta við hana smá meira vatni.

Hitið súpuna og hellið í diska. Skemmtilegt er að toppa hana svo með ferskum kryddjurtum, goiji berjum og svörtum pipar.“

Hér er hægt að skoða fleiri uppskriftir frá Jönu. 


Tengdar fréttir

Ljúffengur fiskréttur að hætti Hrefnu Sætran

Ofurkokkurinn Hrefna Sætran segir að hvítur fiskur sé ótrúlegt hráefni sem maður ætti að borða eins oft og maður getur. Hún deilir hér uppskrift af skotheldum fiskrétti. 








×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.