Hann tekur við metinu af Mike Bryan, sem sat í efsta sæti heimslistans 41 árs gamall árið 2019.
Rohan Bopanna, ásamt liðsfélaga sínum Matthew Ebden, komst í gær í undanúrslit opna ástralska meistaramótsins í tvíliðaleik. Þar munu þeir mæta Tomas Machah og Zhang Zhizhen.
Bopanna mun verma efsta sæti heimslistans þegar hann verður uppfærður á mánudag, þeir Ebden eru jafnir að stigum en Ebden hefur spilað þremur mótum fleiri á tímabilinu.
Congratulations India !!!!
— Rishi Bagree (@rishibagree) January 24, 2024
Indian tennis ace player @rohanbopanna made history as the new World No. 1 in doubles!
At 43, he becomes the oldest first-time World No. 1 on the men's side.
Bopanna had made his debut more than 20 years ago. pic.twitter.com/PZdmLMeqEI
Bopanna varð á síðasta ári sá elsti til að vinna ATP meistaramót þegar hann og Ebden hömpuðu sigri á Indian Wells mótinu í mars 2023. Þar áður hafði hann unnið meistaramót í Monte Carlo 2017, Madríd 2015 og París 2011 og 2012.
Bopanna hefur verið atvinnumaður í tennis síðan árið 2003, í viðtali við BBC sagði hann ekkert brjósk eiga eftir í hnjánum en þökk sé jóga og sjúkraþjálfunar geti hann haldið áfram fram á háan aldur.
Þau elstu til að sitja í efsta sætinu í einliðaleik eru Serena Williams, 35 ára og Roger Federer, 36 ára. Novak Djokovic er einnig 36 ára og situr í efsta sæti heimslistans, hann mun líklega slá met Federer síðar á þessu ári.