Segja að mark Prandi hafi aldrei átt að standa: „Algjör skandall“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. janúar 2024 09:02 Elohim Prandi skoraði ótrúlegt mark sem kom Frökkum í framlengingu. Þó eru ekki allir sammála um að markið hafi átt að standa. Lars Baron/Getty Images Sænskir handboltaunnendur eru í sárum eftir að Svíar misstu af sæti í úrslitum Evrópumótsins er liðið mátti þola fjögurra marka tap gegn Frökkum í framlengdum leik í gær, 34-30. Svíar höfðu gert virkilega vel í síðari hálfleik og snúið taflinu sér í hag eftir að hafa verið sex mörkum undir í hálfleik. Sænska liðið virtist vera að tryggja sér tveggja marka sigur á lokasekúndum leiksins, en Jim Gottfridsson fékk dæmt á sig skref þegar um tíu sekúndur voru eftir af leiknum og Frakkar fengu því séns til að jafna. Þann séns nýtti franska liðið vel og Elohim Prandi reyndist hetja liðsins er hann kom Frökkum í framlengingu með ótrúlegu marki, beint úr aukakasti þegar venjulegum leiktíma var lokið. Franska liðið var svo sterkari aðilinn í framlengingunni og tryggði sér sæti í úrslitum með fjögurra marka sigri, 34-30. Eins og gefur að skilja voru Svíar í sárum eftir tapið og ekki eru allir sannfærðir um það að mark Prandi hafi verið löglegt. Prandi virðist í það minnsta lyfta fætinum sem hann stóð í þegar hann tók aukakastið og ætti sú hreyfing að ógilda markið. Sænska handknattleikssambandið hefur til að mynda sent inn formlega kvörtun til evrópska handknattleikssambandsins, EHF, vegna marksins. EHF confirms to @TV2SPORTdk that the Swedish Handball Federation has files a protest against the last goal of France.#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 26, 2024 Sænskir, danskir og norskir sérfræðingar eru í það minnsta handvissir um að markið hafi verið ólöglegt og Svíar þar með rændir sæti í úrslitum. Sænski miðillinn Aftonbladet tók saman nokkur ummæli sérfræðinga um markið. „Þið eruð að bulla í mér. Það er búið að taka upp myndbandsdómgæslu í þessari íþrótt. Hvernig er ekki hægt að nota hana þegar það er verið að ákveða hverjir fara í úrslit? Það er mér algjörlega óskiljanlegt,“ sagði Johanna Ahlm um markið og hinn norski Ole Everik hjá NRK tók í sama streng. „Það er algjörlega ótrúlegt að dómararnir skoði þetta ekki einu sinni,“ sagði Everik. Michael Apelgren, aðstoðarþjálfari sænska liðsins, og danski sérfræðingurinn Claus Møller Jakobsen hjá TV2 tóku dýpra í árina og sögðu það hreint út sagt skandal að markið hafi fengið að standa. „Þetta er virkilega ósanngjarnt. Okkur blöskrar þessi ákvörðun,“ sagði Apelgren. „Það er verið að spila um sæti í úrslitum Evrópumótsins og þarna eru tveir af bestu dómurum heims, en þeim finnst greinilega engin þörf á að kíkja í skjáinn til að ganga úr skugga um að þeir séu að taka rétta ákvörðun. Að mínu mati er þetta algjör skandall og ég er reiður fyrir hönd Svía,“ sagði Jakobsen. 🤯🤯#ehfeuro2024 #heretoplay #FRASWE pic.twitter.com/QrNo1kiCAi— EHF EURO (@EHFEURO) January 26, 2024 EM 2024 í handbolta Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti Fleiri fréttir Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima Sjá meira
Svíar höfðu gert virkilega vel í síðari hálfleik og snúið taflinu sér í hag eftir að hafa verið sex mörkum undir í hálfleik. Sænska liðið virtist vera að tryggja sér tveggja marka sigur á lokasekúndum leiksins, en Jim Gottfridsson fékk dæmt á sig skref þegar um tíu sekúndur voru eftir af leiknum og Frakkar fengu því séns til að jafna. Þann séns nýtti franska liðið vel og Elohim Prandi reyndist hetja liðsins er hann kom Frökkum í framlengingu með ótrúlegu marki, beint úr aukakasti þegar venjulegum leiktíma var lokið. Franska liðið var svo sterkari aðilinn í framlengingunni og tryggði sér sæti í úrslitum með fjögurra marka sigri, 34-30. Eins og gefur að skilja voru Svíar í sárum eftir tapið og ekki eru allir sannfærðir um það að mark Prandi hafi verið löglegt. Prandi virðist í það minnsta lyfta fætinum sem hann stóð í þegar hann tók aukakastið og ætti sú hreyfing að ógilda markið. Sænska handknattleikssambandið hefur til að mynda sent inn formlega kvörtun til evrópska handknattleikssambandsins, EHF, vegna marksins. EHF confirms to @TV2SPORTdk that the Swedish Handball Federation has files a protest against the last goal of France.#handball— Rasmus Boysen (@RasmusBoysen92) January 26, 2024 Sænskir, danskir og norskir sérfræðingar eru í það minnsta handvissir um að markið hafi verið ólöglegt og Svíar þar með rændir sæti í úrslitum. Sænski miðillinn Aftonbladet tók saman nokkur ummæli sérfræðinga um markið. „Þið eruð að bulla í mér. Það er búið að taka upp myndbandsdómgæslu í þessari íþrótt. Hvernig er ekki hægt að nota hana þegar það er verið að ákveða hverjir fara í úrslit? Það er mér algjörlega óskiljanlegt,“ sagði Johanna Ahlm um markið og hinn norski Ole Everik hjá NRK tók í sama streng. „Það er algjörlega ótrúlegt að dómararnir skoði þetta ekki einu sinni,“ sagði Everik. Michael Apelgren, aðstoðarþjálfari sænska liðsins, og danski sérfræðingurinn Claus Møller Jakobsen hjá TV2 tóku dýpra í árina og sögðu það hreint út sagt skandal að markið hafi fengið að standa. „Þetta er virkilega ósanngjarnt. Okkur blöskrar þessi ákvörðun,“ sagði Apelgren. „Það er verið að spila um sæti í úrslitum Evrópumótsins og þarna eru tveir af bestu dómurum heims, en þeim finnst greinilega engin þörf á að kíkja í skjáinn til að ganga úr skugga um að þeir séu að taka rétta ákvörðun. Að mínu mati er þetta algjör skandall og ég er reiður fyrir hönd Svía,“ sagði Jakobsen. 🤯🤯#ehfeuro2024 #heretoplay #FRASWE pic.twitter.com/QrNo1kiCAi— EHF EURO (@EHFEURO) January 26, 2024
EM 2024 í handbolta Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ Fótbolti Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Fótbolti Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Handbolti Fleiri fréttir Tekjur Handboltapassans tvöfaldist: „Mjög raunhæf áætlun“ Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Íslandsmeistararnir örugglega í undanúrslit Uppgjörið: Haukar - Fram 25-28 | Framarar í undanúrslit Ekki með gegn Ísrael þar sem hún er ólétt Ísland - Ísrael: Aðgengi fjölmiðla að íslenska liðinu til skoðunar „Höfum orðið þess áskynja að það sé mikil ólga útaf leiknum“ „Ferli sem fer í gegnum yfirvöld en ekki íþróttahreyfinguna“ Lögreglan bannar áhorfendur á leikjum Íslands gegn Ísrael Stórleikur Andra Más dugði ekki gegn Magdeburg Jón Halldórsson kjörinn formaður HSÍ Björgvin Páll lokaði markinu og Valsmenn komnir í 1-0 Melsungen enn með í titilbaráttunni „Beint upp í rútu og ná í annan sigur í dag“ Uppgjörið: Afturelding - ÍBV 32-30 | Mosfellingar unnu fyrsta slaginn FH og Fram byrjuðu úrslitakeppnina á sigri Elín Klara markadrottningin í ár en gaf líka flestar stoðsendingar Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Ómar Ingi markahæstur í sigri í Meistaradeildinni Súrt kvöld fyrir íslensku landsliðskonurnar „Eins og draumur að rætast“ Íslendingalið í átta liða úrslit Evrópudeildarinnar Þórey aftur inn í landsliðið: „Þurftum bara aðeins að hreinsa andrúmsloftið“ Valskonur fá seinni leikinn heima Sjá meira