Tjá sig ekki um þjóðerni hinna handteknu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 27. janúar 2024 12:02 Grímur Grímsson er yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglu. Vísir/Arnar Mennirnir þrír sem handteknir voru eftir aðgerð lögreglu við Fjölbrautarskólann í Breiðholti í vikunni hafa verið látnir lausir. Lögregla verst allra frétta af málinu. Það var á fimmtudaginn sem þrír voru handteknir í aðgerðum lögreglu við Fjölbrautarskólann í Breiðholti. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild staðfestir í samtali við fréttastofu að mennirnir hafi verið látnir lausir en að öðru leyti hefur lögregla varist allra frétta af málinu og ekki veitt fjölmiðlum viðtal. Einn var handtekinn vegna hótana um að ráðast inn í skólann en hinir tveir voru handteknir á vettvangi, eftir að lögregla sá þá sitja inni í bíl íklædda stunguvestum. Þeir reyndust einnig vera með leikfangabyssur í fórum sínum. Þeirra handtaka er þó ekki tengd hótuninni. Á samfélagsmiðlum hafa sögur verið á kreiki um atburðarásina, mennirnir meðal annars sagðir hælisleitendur. Þeir eigi að hafa gengið um skólann með leikfangabyssurnar á meðan nemendur hafi verið læstir inni í stofum sínum í tvo klukkutíma. Þetta hefur skólameistari FB þvertekið fyrir og segir engan mannanna hafa komið inn í skólann á neinum tímapunki. Grímur sagðist í samtali við fréttastofu ekki geta tjáð sig um þjóðerni mannanna, og að atburðarásin væri meðal þess sem til rannsóknar væri hjá lögreglu. Lögreglumál Reykjavík Framhaldsskólar Tengdar fréttir „Þetta er hreinasti skáldskapur“ Skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti segist ekkert skilja í sögusögnum sem fóru af stað í kjölfar lögregluaðgerðar við skólann í gær. Maður sem hótaði að gera árás í skólanum kom aldrei inn fyrir veggi hans þennan dag. 26. janúar 2024 18:40 Blæs á sögusagnir og segir algjöra ró hafa verið innan veggja skólans Skólastjórnendur Fjölbrautaskólans í Breiðholti segja allt hafa verið með kyrrum kjörum í skólanum í gær eftir að honum var lokað í kjölfar þess að stjórnendum bárust upplýsingar um að fyrrverandi nemandi hyggðist koma í skólann og valda miska. 26. janúar 2024 13:58 Hlupu upp til handa og fóta vegna manna með leikfangabyssur Lögregla var með mikið viðbragð við Fjölbrautaskólann í Breiðholti um klukkan 14. Tveir tvítugir menn voru handteknir á vettvangi og færðir á lögreglustöð. Þeir voru með leikfangabyssur og klæddir stunguvestum. Einn hafði áður verið handtekinn á heimili sínu eftir að hafa uppi alvarlegar hótanir um ofbeldi á samfélagsmiðlum. 25. janúar 2024 14:22 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
Það var á fimmtudaginn sem þrír voru handteknir í aðgerðum lögreglu við Fjölbrautarskólann í Breiðholti. Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild staðfestir í samtali við fréttastofu að mennirnir hafi verið látnir lausir en að öðru leyti hefur lögregla varist allra frétta af málinu og ekki veitt fjölmiðlum viðtal. Einn var handtekinn vegna hótana um að ráðast inn í skólann en hinir tveir voru handteknir á vettvangi, eftir að lögregla sá þá sitja inni í bíl íklædda stunguvestum. Þeir reyndust einnig vera með leikfangabyssur í fórum sínum. Þeirra handtaka er þó ekki tengd hótuninni. Á samfélagsmiðlum hafa sögur verið á kreiki um atburðarásina, mennirnir meðal annars sagðir hælisleitendur. Þeir eigi að hafa gengið um skólann með leikfangabyssurnar á meðan nemendur hafi verið læstir inni í stofum sínum í tvo klukkutíma. Þetta hefur skólameistari FB þvertekið fyrir og segir engan mannanna hafa komið inn í skólann á neinum tímapunki. Grímur sagðist í samtali við fréttastofu ekki geta tjáð sig um þjóðerni mannanna, og að atburðarásin væri meðal þess sem til rannsóknar væri hjá lögreglu.
Lögreglumál Reykjavík Framhaldsskólar Tengdar fréttir „Þetta er hreinasti skáldskapur“ Skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti segist ekkert skilja í sögusögnum sem fóru af stað í kjölfar lögregluaðgerðar við skólann í gær. Maður sem hótaði að gera árás í skólanum kom aldrei inn fyrir veggi hans þennan dag. 26. janúar 2024 18:40 Blæs á sögusagnir og segir algjöra ró hafa verið innan veggja skólans Skólastjórnendur Fjölbrautaskólans í Breiðholti segja allt hafa verið með kyrrum kjörum í skólanum í gær eftir að honum var lokað í kjölfar þess að stjórnendum bárust upplýsingar um að fyrrverandi nemandi hyggðist koma í skólann og valda miska. 26. janúar 2024 13:58 Hlupu upp til handa og fóta vegna manna með leikfangabyssur Lögregla var með mikið viðbragð við Fjölbrautaskólann í Breiðholti um klukkan 14. Tveir tvítugir menn voru handteknir á vettvangi og færðir á lögreglustöð. Þeir voru með leikfangabyssur og klæddir stunguvestum. Einn hafði áður verið handtekinn á heimili sínu eftir að hafa uppi alvarlegar hótanir um ofbeldi á samfélagsmiðlum. 25. janúar 2024 14:22 Mest lesið Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Innlent Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Erlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Fleiri fréttir Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri Sjá meira
„Þetta er hreinasti skáldskapur“ Skólameistari Fjölbrautaskólans í Breiðholti segist ekkert skilja í sögusögnum sem fóru af stað í kjölfar lögregluaðgerðar við skólann í gær. Maður sem hótaði að gera árás í skólanum kom aldrei inn fyrir veggi hans þennan dag. 26. janúar 2024 18:40
Blæs á sögusagnir og segir algjöra ró hafa verið innan veggja skólans Skólastjórnendur Fjölbrautaskólans í Breiðholti segja allt hafa verið með kyrrum kjörum í skólanum í gær eftir að honum var lokað í kjölfar þess að stjórnendum bárust upplýsingar um að fyrrverandi nemandi hyggðist koma í skólann og valda miska. 26. janúar 2024 13:58
Hlupu upp til handa og fóta vegna manna með leikfangabyssur Lögregla var með mikið viðbragð við Fjölbrautaskólann í Breiðholti um klukkan 14. Tveir tvítugir menn voru handteknir á vettvangi og færðir á lögreglustöð. Þeir voru með leikfangabyssur og klæddir stunguvestum. Einn hafði áður verið handtekinn á heimili sínu eftir að hafa uppi alvarlegar hótanir um ofbeldi á samfélagsmiðlum. 25. janúar 2024 14:22