Nefndin verði upplýst um grundvöll ákvörðunarinnar Vésteinn Örn Pétursson skrifar 28. janúar 2024 13:43 Þorgerður Katrín er formaður Viðreisnar og nefndarmaður í utanríkismálanefnd. Vísir/Vilhelm Formaður Viðreisnar segir mikilvægt að utanríkismálanefnd verði upplýst um á hvaða grundvelli ákvörðun var tekin um að fresta greiðslum Íslands til Palestínuaðstoðar Sameinuðu Þjóðanna. Yfirmaður stofnunarinnar hefur kallað eftir því að slíkar ákvarðanir verði dregnar til baka. Í gær var greint frá því að Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefði kallað eftir ítarlegri rannsókn á ásökunum á hendur tólf starfsmönnum Palestínuflóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, um að hafa aðstoðað Hamas-samtökin við árásirnar á Ísrael 7. október á síðasta ári. Þá kom fram að Ísland myndi fresta frekari greiðslum til stofnunarinnar þar til að loknu samráði við önnur Norðurlönd. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar og nefndarmaður í utanríkismálanefnd þingsins. „Þetta slær mig þannig að þetta sé stórt mál, og eflaust erfitt að taka þessa ákvörðun þegar þessar miklu hörmungar eru fyrir botni Miðjarðarhafs. Það sem skiptir mestu máli er að hjálpa fólki í þessari miklu neyð sem þar er,“ segir Þorgerður. Gera megi ráð fyrir að farið verði vel yfir málið á næsta fundi nefndarinnar, og afstaða ráðherra útskýrð nánar. „Það sem skiptir mestu er að upplýsa nefndarmenn í utanríkismálanefnd um þetta mál, það er það sem mér finnst kannski brýnast.“ Sjónarmið stofnunarinnar hljóti að vera skoðuð Í yfirlýsingu sinni í gær sagði Bjarni að skjót viðbrögð Philippe Lazzarini, forstöðumanns Palestínuhjálparinnar, við ásökununum væru vel metin og að starfsemi stofnunarinnar yrði að halda áfram á erfiðum tímum. Lazzarini hefur kallað eftir því að þau ríki sem tekið hafa ákvörðun um að fresta styrkjum til stofnunarinnar endurskoði þá ákvörðun. Meðal þeirra ríkja eru Finnland, Þýskaland, Bretland og Bandaríkin. Ekki ætti að refsa stofnuninni, þar sem um 13 þúsund manns vinna, fyrir mögulegar misgjörðir fárra starfsmanna. Þorgerður telur að þau sjónarmið hljóti að verða skoðuð fram þegar farið verður yfir málið. „Ég tel mestu skipta að við verðum upplýst um það á hvaða grundvelli þessi ákvörðun var tekin. Mér finnst líka skipta miklu máli að við séum í samfylgd með Norðurlöndunum þegar svona ákvörðun er tekin,“ segir Þorgerður Katrín. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Alþingi Viðreisn Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Í gær var greint frá því að Bjarni Benediktsson utanríkisráðherra hefði kallað eftir ítarlegri rannsókn á ásökunum á hendur tólf starfsmönnum Palestínuflóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna, um að hafa aðstoðað Hamas-samtökin við árásirnar á Ísrael 7. október á síðasta ári. Þá kom fram að Ísland myndi fresta frekari greiðslum til stofnunarinnar þar til að loknu samráði við önnur Norðurlönd. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er formaður Viðreisnar og nefndarmaður í utanríkismálanefnd þingsins. „Þetta slær mig þannig að þetta sé stórt mál, og eflaust erfitt að taka þessa ákvörðun þegar þessar miklu hörmungar eru fyrir botni Miðjarðarhafs. Það sem skiptir mestu máli er að hjálpa fólki í þessari miklu neyð sem þar er,“ segir Þorgerður. Gera megi ráð fyrir að farið verði vel yfir málið á næsta fundi nefndarinnar, og afstaða ráðherra útskýrð nánar. „Það sem skiptir mestu er að upplýsa nefndarmenn í utanríkismálanefnd um þetta mál, það er það sem mér finnst kannski brýnast.“ Sjónarmið stofnunarinnar hljóti að vera skoðuð Í yfirlýsingu sinni í gær sagði Bjarni að skjót viðbrögð Philippe Lazzarini, forstöðumanns Palestínuhjálparinnar, við ásökununum væru vel metin og að starfsemi stofnunarinnar yrði að halda áfram á erfiðum tímum. Lazzarini hefur kallað eftir því að þau ríki sem tekið hafa ákvörðun um að fresta styrkjum til stofnunarinnar endurskoði þá ákvörðun. Meðal þeirra ríkja eru Finnland, Þýskaland, Bretland og Bandaríkin. Ekki ætti að refsa stofnuninni, þar sem um 13 þúsund manns vinna, fyrir mögulegar misgjörðir fárra starfsmanna. Þorgerður telur að þau sjónarmið hljóti að verða skoðuð fram þegar farið verður yfir málið. „Ég tel mestu skipta að við verðum upplýst um það á hvaða grundvelli þessi ákvörðun var tekin. Mér finnst líka skipta miklu máli að við séum í samfylgd með Norðurlöndunum þegar svona ákvörðun er tekin,“ segir Þorgerður Katrín.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Utanríkismál Alþingi Viðreisn Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira