Lenti á Mars í síðasta sinn Magnús Jochum Pálsson skrifar 28. janúar 2024 23:32 Hér má sjá mynd af marsþyrlunni takast á loft. Hún gerir það aldrei framar. AP Marsþyrlan Ingenuity hefur sungið sitt síðasta og mun ekki fljúga aftur. Þyrlan átti eingöngu að fljúga fimm sinnum og virka í einn mánuð en hún fór langt fram úr væntingum vísindamanna og hefur haldist á lofti í þrjú ár og flogið 72 ferðir. Litla geimþyrlan Ingenuity flaug í fyrsta sinn á Mars 19. apríl 2021. Hún var flutt til plánetunnar um borð í vélmenninu Perserverance sem lenti á rauðu plánetunni í febrúar sama ár. Markmið vísindamanna með þyrlunni var að komast að því og sanna að hægt væri að fljúga á Mars. Hún var svo notuð um nokkurt skeið til að finna leiðir fyrir Perserverance í gegnum landslag plánetunnar. Ingenuity uppfyllti drauma vísindamannanna og langt umfram það. Í heildina flaug hún í rúmar tvær klukkustundir og virkaði í tæp þrjú ár, 35 mánuðum lengur en til stóð. Fór langt fram úr væntingum Nokkuð ljóst var þegar Ingenuity lenti í 72. sinn að þetta væri hennar síðasta lending. „Þegar hún kom niður til lendingar var að minnsta kosti einn af koltrefjaspöðunum skemmdur. Við erum að kanna þann möguleika að spaðinn hafi rekist í jörðina,“ sagði Bill Nelson, yfirmaður NASA, á blaðamannafundi um þyrluna. Þyrlan er fyrsta farartækið sem flýgur á öðrum hnetti með eigin afli. Andrúmsloftið á mars er mjög þynnra en andrúmsloft jarðarinnar en þéttleiki þess er í raun bara eitt prósent af því sem er hér á jörðinni. Á móti kemur að þyngdaraflið á Mars er einungis þriðjungur af þyngdarafli jarðar. Til þess að haldast á lofti þurftu þyrluspaðar Ingenuity að snúast 2400 sinnum á mínútu sem er um átta sinnum hraðar en hefðbundnar þyrlur á jörðinni. „Það sem Ingenuity áorkaði fór langt fram úr því sem við töldum mögulegt,“ sagði Nelson um þyrluna. Geimurinn Mars Bandaríkin Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira
Litla geimþyrlan Ingenuity flaug í fyrsta sinn á Mars 19. apríl 2021. Hún var flutt til plánetunnar um borð í vélmenninu Perserverance sem lenti á rauðu plánetunni í febrúar sama ár. Markmið vísindamanna með þyrlunni var að komast að því og sanna að hægt væri að fljúga á Mars. Hún var svo notuð um nokkurt skeið til að finna leiðir fyrir Perserverance í gegnum landslag plánetunnar. Ingenuity uppfyllti drauma vísindamannanna og langt umfram það. Í heildina flaug hún í rúmar tvær klukkustundir og virkaði í tæp þrjú ár, 35 mánuðum lengur en til stóð. Fór langt fram úr væntingum Nokkuð ljóst var þegar Ingenuity lenti í 72. sinn að þetta væri hennar síðasta lending. „Þegar hún kom niður til lendingar var að minnsta kosti einn af koltrefjaspöðunum skemmdur. Við erum að kanna þann möguleika að spaðinn hafi rekist í jörðina,“ sagði Bill Nelson, yfirmaður NASA, á blaðamannafundi um þyrluna. Þyrlan er fyrsta farartækið sem flýgur á öðrum hnetti með eigin afli. Andrúmsloftið á mars er mjög þynnra en andrúmsloft jarðarinnar en þéttleiki þess er í raun bara eitt prósent af því sem er hér á jörðinni. Á móti kemur að þyngdaraflið á Mars er einungis þriðjungur af þyngdarafli jarðar. Til þess að haldast á lofti þurftu þyrluspaðar Ingenuity að snúast 2400 sinnum á mínútu sem er um átta sinnum hraðar en hefðbundnar þyrlur á jörðinni. „Það sem Ingenuity áorkaði fór langt fram úr því sem við töldum mögulegt,“ sagði Nelson um þyrluna.
Geimurinn Mars Bandaríkin Mest lesið Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Mannlaus bifreið á miðjum vegi Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Innlent Fleiri fréttir Segir Rússa undirbúa langvarandi átök við NATO „Við erum að erfa útblásið bákn, þjakað af spillingu“ Webb sér alheiminn einnig þenjast út á vaxandi hraða Trump valinn manneskja ársins: „Pólitísk endurfæðing“ sem á sér enga hliðstæðu Búlgarar og Rúmenar fá inngöngu í Schengen Zuckerberg gefur milljón dala í embættistökusjóð Trumps Ætlar að berjast gegn ásökunum um landráð Neita fullyrðingum þingmanns um dróna frá „móðurskipi“ Íran Engin grið gefin þeim sem stóðu að pyntingum og morðum Forstjóri FBI hyggst stíga til hliðar Sífellt fleiri hoppa fyrir bíla í Afríku Uppreisnarleiðtogar funduðu í fyrsta sinn Skrifaði um að drepa „baunateljara“ Daníel fær 24 ára dóm til viðbótar fyrir barnaníð Eldsprengjur GRU hefðu getað grandað flugvélum DHL Ikea sakað um grænþvott: „Slökkvið á myndavélunum“ Áratugi í fangelsi fyrir að ráðast á dómara Spá veikri og skammlífri „stelpu“ í Kyrrahafi Þingmaður myrtur í Mexíkó Reyndi að svipta sig lífi í varðhaldi Dómari stöðvar sölu Infowars til The Onion Eiga yfir höfði sér dauðadóm fyrir að hylja ekki hár sitt Boða tíma „stöðugleika og friðar“ Öskraði þegar hann var leiddur í dómsal Féll í gólfið í hádegispásu í þinghúsinu „Síðasta manneskjan sem mann myndi nokkurn tímann gruna“ Fórnarlömb „TikTok-mannsins“ skáluðu í kampavíni Varar Repúblikana við að standa í vegi hans og Trumps Draga tennurnar úr næstu ríkisstjórn Sýrlands Öngþveiti við „sláturhús“ Assads Sjá meira