Sex úrskurðir nefndarinnar, sem kveðnir voru upp á fundi hennar þann 24. janúar, voru birtir á vef nefndarinnar í dag. Beiðnirnar sem úrskurðað var um voru allar um eiginnöfn og allar samþykktar.
Nefndin taldi ekki tilefni til að fjalla sérstaklega um neina þeirra og samþykkti þær allar á þeim grundvelli að nöfnin tækju íslenskri beygingu í eignarfalli og teldust að öðru leyti að öðru leyti uppfylla ákvæði laga um mannanöfn.
Að þessu sinni samþykkti nefndin fimm kvenmannsnöfn, Föld, Magnína, Nift, Pomóna og Vanja, og karlmannsnafnið Náttfari