Féllust á Annamaríu í seinni tilraun og nú má heita Emír Árni Sæberg skrifar 29. janúar 2024 16:45 Sjeik Tamim bin Hamad Al Thani er Emírinn í Katar. Nú er nafnbót hans eiginnafn hér á Íslandi. Simon Holmes/Getty Images Mannanafnanefnd hefur samþykkt eiginnafnið Annamaría, eftir að hafa áður hafnað beiðni um að það yrði fært í mannanafnaskrá. Nefndin hefur líka samþykkt nöfn á borð við Jóní og Siddý en hafnað nafninu Helgarut. Greint var frá því fyrr í dag að mannanafnanefnd hafi samþykkt allar beiðnir sem teknar voru fyrir á fundi nefndarinnar þann 25. janúar síðastliðinn. Það reyndist ekki alveg rétt þar sem nefndin hefur nú birt fleiri úrskurði sem kveðnir voru upp á fundinum. Að þessu sinni hafnaði nefndin aðeins einu nafni. Það var nafnið Helgarut og því var hafnað á sömu forsendu og nafninu Annamaría hafði áður verið hafnað. Annamaría í lagi en ekki Helgarut Í úrskurði mannanafnanefndar um eiginnafnið Helgarut segir að til þess að heimilt sé að samþykkja nýtt eiginnafn þurfa öll skilyrði laga um mannanöfn að vera uppfyllt. Skilyrðin eru: Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Ef litið sé á nafnið Helgarut sem samsett nafn myndað úr nöfnunum Helga og Rut þá reyni á skilyrði númer tvö og þrjú hér að ofan. Sem samsett nafn fari Helgarut gegn hefðbundnum nafnmyndunarreglum í íslensku. Fyrri liður þess sé nafnið Helga, í aukaföllum Helgu. Ekki sé hefð fyrir því að í samsettum orðum, sem mynduð eru af tveimur nafnorðum að fyrri liður samsetningarinnar beygist heldur aðeins sá síðari. Nafnið Helgarut(í eignarfalli Helgurut) brjóti þannig í bága við íslenskt málkerfi. Annar möguleiki væri að fyrri liður væri óbreyttur í beygingu (sbr. eignarfallsmyndina Helgurut). Sá möguleiki bryti einnig í bága við íslenskt málkerfi þar sem nefnifallsmyndir veikra kvenkynsorða (s.s. gata, lilja) mynda ekki fyrri lið í samsettum orðum; þar sé notað eignarfall (s.s. götuljós, liljuvöndur). Annamaría gat vísað í norræna vini Í úrskurði um endurupptekna beiðni um nafnið Annamaría segir að í upphaflegum úrskurði sé vísað til fjölda úrskurða nefndarinnar þar sem sams konar nöfnum er hafnað en bent á að nöfnin Annarósa og Annalísa hafi þó verið samþykkt en þá á þeim grunni að ekki væri um samsett nöfn að ræða heldur íslensk aðlögun á erlendri nafnmynd, samanber nöfnin Annerose og Annelise á dönsku mannanafnaskránni. Í endurupptökubeiðni hafi verið bent á að í dönsku mannanafnaskránni sé að finna nafnið Annamaria (og einnig Annamarie, Annemaria og Annemarie) og því sé hægt að líta svo á að nafnið Annamaría sé íslensk aðlögun á erlendri nafnmynd. Á þetta féllst nefndin og samþykkti Annamaríu og færði nafnið, með þeirri eignarfallsbeygingu, í mannanafnaskrá. Nú má heita Palma og Emír Auk kvenmannsnafnanna Föld, Magnína, Nift, Pomóna og Vanja, og karlmannsnafnsins Náttfari, sem greint var frá í dag samþykkti nefndin níu nöfn til viðbótar. Það voru kvenmannsnöfnin Annamaría, Bergveig, Jóní, Palma og Siddý, og karlmannsnöfnin Elling, Emír, Kleifar og Stari. Mannanöfn Börn og uppeldi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira
Greint var frá því fyrr í dag að mannanafnanefnd hafi samþykkt allar beiðnir sem teknar voru fyrir á fundi nefndarinnar þann 25. janúar síðastliðinn. Það reyndist ekki alveg rétt þar sem nefndin hefur nú birt fleiri úrskurði sem kveðnir voru upp á fundinum. Að þessu sinni hafnaði nefndin aðeins einu nafni. Það var nafnið Helgarut og því var hafnað á sömu forsendu og nafninu Annamaría hafði áður verið hafnað. Annamaría í lagi en ekki Helgarut Í úrskurði mannanafnanefndar um eiginnafnið Helgarut segir að til þess að heimilt sé að samþykkja nýtt eiginnafn þurfa öll skilyrði laga um mannanöfn að vera uppfyllt. Skilyrðin eru: Eiginnafn skal geta tekið íslenska eignarfallsendingu eða hafa unnið sér hefð í íslensku máli. Nafnið má ekki brjóta í bág við íslenskt málkerfi. Það skal ritað í samræmi við almennar ritreglur íslensks máls nema hefð sé fyrir öðrum rithætti þess. Eiginnafn má ekki vera þannig að það geti orðið nafnbera til ama. Ef litið sé á nafnið Helgarut sem samsett nafn myndað úr nöfnunum Helga og Rut þá reyni á skilyrði númer tvö og þrjú hér að ofan. Sem samsett nafn fari Helgarut gegn hefðbundnum nafnmyndunarreglum í íslensku. Fyrri liður þess sé nafnið Helga, í aukaföllum Helgu. Ekki sé hefð fyrir því að í samsettum orðum, sem mynduð eru af tveimur nafnorðum að fyrri liður samsetningarinnar beygist heldur aðeins sá síðari. Nafnið Helgarut(í eignarfalli Helgurut) brjóti þannig í bága við íslenskt málkerfi. Annar möguleiki væri að fyrri liður væri óbreyttur í beygingu (sbr. eignarfallsmyndina Helgurut). Sá möguleiki bryti einnig í bága við íslenskt málkerfi þar sem nefnifallsmyndir veikra kvenkynsorða (s.s. gata, lilja) mynda ekki fyrri lið í samsettum orðum; þar sé notað eignarfall (s.s. götuljós, liljuvöndur). Annamaría gat vísað í norræna vini Í úrskurði um endurupptekna beiðni um nafnið Annamaría segir að í upphaflegum úrskurði sé vísað til fjölda úrskurða nefndarinnar þar sem sams konar nöfnum er hafnað en bent á að nöfnin Annarósa og Annalísa hafi þó verið samþykkt en þá á þeim grunni að ekki væri um samsett nöfn að ræða heldur íslensk aðlögun á erlendri nafnmynd, samanber nöfnin Annerose og Annelise á dönsku mannanafnaskránni. Í endurupptökubeiðni hafi verið bent á að í dönsku mannanafnaskránni sé að finna nafnið Annamaria (og einnig Annamarie, Annemaria og Annemarie) og því sé hægt að líta svo á að nafnið Annamaría sé íslensk aðlögun á erlendri nafnmynd. Á þetta féllst nefndin og samþykkti Annamaríu og færði nafnið, með þeirri eignarfallsbeygingu, í mannanafnaskrá. Nú má heita Palma og Emír Auk kvenmannsnafnanna Föld, Magnína, Nift, Pomóna og Vanja, og karlmannsnafnsins Náttfari, sem greint var frá í dag samþykkti nefndin níu nöfn til viðbótar. Það voru kvenmannsnöfnin Annamaría, Bergveig, Jóní, Palma og Siddý, og karlmannsnöfnin Elling, Emír, Kleifar og Stari.
Mannanöfn Börn og uppeldi Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Innlent Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Erlent Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard Erlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum Innlent Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Innlent Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Erlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Fleiri fréttir Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbriðgum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Sjá meira