Ættum að vera á pari við hin Norðurlöndin Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 30. janúar 2024 14:11 Atli Þór Fanndal Ísland hefur aldrei verið eins neðarlega á lista ríkja yfir vísitölu spillingarásýndar Transparency International og mælist með sjötíu og tvö stig af hundrað mögulegum. Ísland missir tvö stig á milli ára og sker sig verulega úr á meðal Norðurlandanna en Danmörk trónir á toppnum og fær hæstu einkunn. Niðurstaðan er í samræmi við langtímaþróun Íslands í vísitölunni en landið hefur misst sex stig á síðustu fimm árum en tíu síðastliðinn áratug. Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, telur að Samherjamálin í Namibíu hafi þarna áhrif en líka óróleiki í stjórnmálum og erfiðleikar í stjórnarsamstarfinu. „Það getur haft þau áhrif að fólk missir aðeins trúna á getu til að viðhalda góðri stjórnsýslu sem hefur auðvitað áhrif á þetta en síðan höfum við líka séð mál á síðasta ári eins og eftirmál einkavæðingar Íslandsbanka sem ég held að sé almennt viðurkennt að hafi ekki tekist eins og eðlilegt hefði verið. Síðan eru stóru tíðindin sem við tókum eftir þau að gríðarlegur fjöldi hefur núna stöðu grunaðs fyrir að mögulega greiða mútur eða taka þeim.“ Þeir voru tæplega tuttugu á síðasta ári. „Þetta eru stór tíðindi á Íslandi. Bæði erum við ofboðslega fámennt samfélag þannig að þessi tala er rosalega há. Það sem er mikilvægara er það að við erum ekki samfélag sem hefur lagt það í vana sinn að rannsaka þegar svona vísbendingar koma fram. Þetta gæti haft áhrif.“ Gæti reynst jákvæð Atli segir samt að þessi laka útkoma gæti á endanum reynst jákvæð. „Þetta er náttúrulega dæmi um ákall frá fólki um það að nú verði tekist á við þetta og brugðist við. Þessi mýta um að spilling sé eitthvað sem er aðeins erlendis en ekki til á Íslandi, að nú er að brotna úr henni. Ég verð að segja að ég vona að nú fari að koma að því að við setjumst niður og segjum hvernig við ætlum að takast á við þetta. Greinum vandann, setjum stefnu um baráttu gegn spillingu og stofnum sérstaka stofnun sem hefur það að eina hlutverki að rannsaka spillingu og þá sérstaklega pólitíska spillingu sem er mjög mikill veikleiki á Íslandi.“ Skerum okkur algjörlega úr Ísland hefur með 72 stig, Finnland með 87 stig, Noregur með 84 og Svíþjóð með 82 stig. Danmörk hefur flest stig, alls níutíu. „Við skerum okkur algjörlega úr þegar kemur að Norðurlöndunum. Það er í samræmi við aðrar mælingar, tjáningarfrelsismælingar, stöðu fjölmiðla, og það kom til dæmis fyrir einu eða tveimur árum mæling á akademísku frelsi. Við drögum þetta tvennt sérstaklega fram vegna þess að þetta er eitthvað sem við verðum að hafa áhyggjur af. Við eigum að geta borið okkur saman við Norðurlöndin og verið á pari við þau.“ Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ísland aldrei fengið jafn slæma einkunn á spillingarlista Transparency International hefur birt nýjan árlegan lista sinn um spillingu í ríkjum heims. Ísland fellur úr 14. til 17. sæti listans árið 2022 í 19. sætið nú og hefur aldrei mælst neðar. 30. janúar 2024 07:28 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Sjá meira
Niðurstaðan er í samræmi við langtímaþróun Íslands í vísitölunni en landið hefur misst sex stig á síðustu fimm árum en tíu síðastliðinn áratug. Atli Þór Fanndal, framkvæmdastjóri Íslandsdeildar Transparency International, telur að Samherjamálin í Namibíu hafi þarna áhrif en líka óróleiki í stjórnmálum og erfiðleikar í stjórnarsamstarfinu. „Það getur haft þau áhrif að fólk missir aðeins trúna á getu til að viðhalda góðri stjórnsýslu sem hefur auðvitað áhrif á þetta en síðan höfum við líka séð mál á síðasta ári eins og eftirmál einkavæðingar Íslandsbanka sem ég held að sé almennt viðurkennt að hafi ekki tekist eins og eðlilegt hefði verið. Síðan eru stóru tíðindin sem við tókum eftir þau að gríðarlegur fjöldi hefur núna stöðu grunaðs fyrir að mögulega greiða mútur eða taka þeim.“ Þeir voru tæplega tuttugu á síðasta ári. „Þetta eru stór tíðindi á Íslandi. Bæði erum við ofboðslega fámennt samfélag þannig að þessi tala er rosalega há. Það sem er mikilvægara er það að við erum ekki samfélag sem hefur lagt það í vana sinn að rannsaka þegar svona vísbendingar koma fram. Þetta gæti haft áhrif.“ Gæti reynst jákvæð Atli segir samt að þessi laka útkoma gæti á endanum reynst jákvæð. „Þetta er náttúrulega dæmi um ákall frá fólki um það að nú verði tekist á við þetta og brugðist við. Þessi mýta um að spilling sé eitthvað sem er aðeins erlendis en ekki til á Íslandi, að nú er að brotna úr henni. Ég verð að segja að ég vona að nú fari að koma að því að við setjumst niður og segjum hvernig við ætlum að takast á við þetta. Greinum vandann, setjum stefnu um baráttu gegn spillingu og stofnum sérstaka stofnun sem hefur það að eina hlutverki að rannsaka spillingu og þá sérstaklega pólitíska spillingu sem er mjög mikill veikleiki á Íslandi.“ Skerum okkur algjörlega úr Ísland hefur með 72 stig, Finnland með 87 stig, Noregur með 84 og Svíþjóð með 82 stig. Danmörk hefur flest stig, alls níutíu. „Við skerum okkur algjörlega úr þegar kemur að Norðurlöndunum. Það er í samræmi við aðrar mælingar, tjáningarfrelsismælingar, stöðu fjölmiðla, og það kom til dæmis fyrir einu eða tveimur árum mæling á akademísku frelsi. Við drögum þetta tvennt sérstaklega fram vegna þess að þetta er eitthvað sem við verðum að hafa áhyggjur af. Við eigum að geta borið okkur saman við Norðurlöndin og verið á pari við þau.“
Stjórnsýsla Tengdar fréttir Ísland aldrei fengið jafn slæma einkunn á spillingarlista Transparency International hefur birt nýjan árlegan lista sinn um spillingu í ríkjum heims. Ísland fellur úr 14. til 17. sæti listans árið 2022 í 19. sætið nú og hefur aldrei mælst neðar. 30. janúar 2024 07:28 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Innlent Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Alvarleg frávik í meðferð og umgengni við hryssur í blóðtöku Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Varnargarðar við borgina, mótmælt við landsleik og nýr sumarsmellur Fékk slá í höfuðið og Hæstiréttur klofnaði Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Breyting á samsköttun hafi mest áhrif á tekjuháa karla yfir fertugu Hinir grunuðu lausir úr einangrun Skólans en ekki borgarinnar að útvega túlk Geti sagt fyrir um eldgos við höfuðborgarsvæðið með nokkurra vikna fyrirvara Með kíló af kókaíní í farangrinum Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Sjá meira
Ísland aldrei fengið jafn slæma einkunn á spillingarlista Transparency International hefur birt nýjan árlegan lista sinn um spillingu í ríkjum heims. Ísland fellur úr 14. til 17. sæti listans árið 2022 í 19. sætið nú og hefur aldrei mælst neðar. 30. janúar 2024 07:28