Reykjanesbrautinni gæti verið lokað en ófremdarástand ólíklegt Jón Þór Stefánsson skrifar 31. janúar 2024 11:47 Frá Reykjanesbrautinni í desember 2022 þegar henni var að mestu lokuð í rúman sólarhring. Vísir/Egill Reykjanesbrautin er á óvissustigi sem þýðir að mögulega gæti þurft að loka henni. Að sögn G. Péturs Matthíassonar, upplýsingafulltrúa Vegagerðarinnar, er þó ólíklegt að vandræðaástand myndist þar líkt og hefur gerst áður. „Við erum bara í startholunum og við fylgjumst vel með henni. Eins og alltaf svosem. En óvissustig þýðir bara að við teljum mögulegt að hún gæti lokað.“ Aðspurður út í ófremdarástand sem myndaðist á Reykjanesbrautinni í desember 2022 sem raskaði umferð á Keflavíkurflugvelli, og hvort slíkt geti mögulega gerst aftur segir G. Pétur: „Við brugðumst náttúrulega við því þannig að við erum með aukið viðbragð. Það voru mjög sérstakar aðstæður. Við höfum aukið möguleika okkar á því að bregðast við ef slík staða kemur upp aftur, en það voru öðruvísi aðstæður en eru núna. Það var mikill snjór sem kom, og úr annarri átt, og alls konar.“ G. Pétur segir að ef Reykjanesbrautinni verði lokað í dag þá verði það frekar vegna vinds og hálku. Þá verði líklega um skammtíma lokun að ræða. „Ef það kæmi til lokunar þá held ég að hún myndi ekki standa yfir mjög lengi.“ Fleiri vegir á suðvestur horninu og í kringum höfuðborgarsvæðið eru á óvissustigi. „Það eru fyrst og fremst fjallvegir sem búast má við að gætu lokað um tíma. Það fer eftir því hvernig veðrið gengur yfir og hvernig það leggur sig.“ Hann segir að fólk megi fylgjast vel með veðrinu og skoða vefinn umferdin.is. Veður Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Hafnarfjörður Vogar Reykjanesbær Færð á vegum Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
„Við erum bara í startholunum og við fylgjumst vel með henni. Eins og alltaf svosem. En óvissustig þýðir bara að við teljum mögulegt að hún gæti lokað.“ Aðspurður út í ófremdarástand sem myndaðist á Reykjanesbrautinni í desember 2022 sem raskaði umferð á Keflavíkurflugvelli, og hvort slíkt geti mögulega gerst aftur segir G. Pétur: „Við brugðumst náttúrulega við því þannig að við erum með aukið viðbragð. Það voru mjög sérstakar aðstæður. Við höfum aukið möguleika okkar á því að bregðast við ef slík staða kemur upp aftur, en það voru öðruvísi aðstæður en eru núna. Það var mikill snjór sem kom, og úr annarri átt, og alls konar.“ G. Pétur segir að ef Reykjanesbrautinni verði lokað í dag þá verði það frekar vegna vinds og hálku. Þá verði líklega um skammtíma lokun að ræða. „Ef það kæmi til lokunar þá held ég að hún myndi ekki standa yfir mjög lengi.“ Fleiri vegir á suðvestur horninu og í kringum höfuðborgarsvæðið eru á óvissustigi. „Það eru fyrst og fremst fjallvegir sem búast má við að gætu lokað um tíma. Það fer eftir því hvernig veðrið gengur yfir og hvernig það leggur sig.“ Hann segir að fólk megi fylgjast vel með veðrinu og skoða vefinn umferdin.is.
Veður Fréttir af flugi Keflavíkurflugvöllur Hafnarfjörður Vogar Reykjanesbær Færð á vegum Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira