Gætu þurft að grípa til skömmtunar á heitu vatni í öðrum sveitarfélögum Magnús Jochum Pálsson skrifar 2. febrúar 2024 18:49 Dreifikerfi á vatni er verulega laskað í Grindavík. Ekkert kalt neysluvatn er í bænum og stofnlögn heits vatns er ónýt svo nota þarf skemmda lögn sem lekur. Vísir/Arnar Grindavík er án kalds neysluvatns vegna ónýtrar stofnlagnar og er dreifikerfið talið verulega laskað. Stofnlögn heitavatns frá Svartsengi er sömuleiðis ónýt og er notast við leka lögn í staðinn. Hugsanlega þurfi að grípa til skömmtunar í öðrum sveitarfélögum vegna þessa. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Þar segir að almannavarnir hafi á síðustu vikum unnið að því að meta stöðuna í Grindavík en 15. janúartók í gildi ákvörðun ríkislögreglustjóra um að banna alla dvöl og starfsemi í Grindavík. Ljóst sé að jarðhræringarnar á Reykjanesskaga frá 25. október ásamt eldgosum á þessu tímabili hafi leitt til mikils tjóns á öllum innviðum Grindavíkur sem séu laskaðir eða óstarfhæfir. Þrátt fyrir að unnið hafi verið að því að auka öryggi í bænum sé staðan ekki góð. Ekkert kalt neysluvatn og heita vatnið lekur Grindavík sé í fyrsta lagi án kalds neysluvatns þar sem stofnlögn er ónýt og tengibrunnur skemmdur eftir hraunrennsli. Þá er talið að dreifikerfið sé laskað en þó er ekki hægt að kanna það fyrr en þrýstingur sé kominn á kerfið. Vegna þessa sé ekkert slökkvivatn á brunahönum Grindavíkur. Almannavarnir segja að viðgerðir á kerfinu verði umfangsmiklar og tímafrekar. Stofnlögn heitavatnsins frá Svartsengi er sömuleiðis ónýt og því er notast við lögn sem liggur undir hrauni. Sú lögn sé með skemmda einangrun og því sé óvíst hve lengi hún muni duga og hversu mikinn þrýsting hún þolir. „Þrátt fyrir að náðst hafi að að halda lágmarkshita í byggðinni getur það breyst hratt við minnstu breytingu og því var biðlað til íbúa að hækka ekki hita eða nota heitt vatn, þegar farið var heim. Rúmlega 200 hús eru án hitaveitu en flest þá hituð með rafmagni,“ segir í tilkynningu almannavarna. Vegna skemmda leki nú um 40-50 lítrar á sekúndu úr kerfinu sem telst mikið. Dreifikerfið sé viðkvæmt og erfitt verði að finna alla þá staði sem hafa skemmst. Ætla megi að bráðabirgðaviðgerðir verði umfangsmiklar og tímafrekar. Þá er afkastageta Svartsengis á heitu vatni í hámarki og hugsanlega þurfi að grípa til skömmtunar í öðrum sveitarfélögum vegna þessa. Fráveitukerfið í Grindavík var myndað eftir jarðskjálftana 10. nóvember og búið var að gera á því bráðabirgðaviðgerðir án þess að þrýstingsprófa. Það hafi ekki verið skoðað frá síðasta eldgosi en sé talið illa farið vegna aflögunar jarðvegs. Hreyfingar á jarðvegi hafi verið miklar og fleiri svæði í bænum sigið. Dreifikerfi rafmagns laskað en fjarskiptasamband í lagi Stofnstrengur rafmagns frá Svartsengi hafi skemmst í hraunrennslinu og var því bráðabirgðastrengur hengdur yfir hraunið. Á meðan var Grindavík keyrð á færanlegum varaaflsvélum í eigu Landsnets til að halda rafmagni á byggðinni. Dreifikerfið sé því laskað en með mikilli aðstoð ýmissa aðila hafi tekist að koma rafmagni á nær öll hús. Dreifikerfið sé þó viðkvæmt gagnvart jarðhræringum, álagi og veðri. Viðgerðir verða sömuleiðis umfangsmiklar og tímafrekar. Miklar skemmdir urðu einnig á mannvirkjum fjarskiptafyrirtækja á fjallinu Þorbirni. Háspennulína upp á fjallinu hafi eyðilagst og stöðin sé rekin á varaafli á meðan bráðabirgðastrengur verður lagður. Fjarskiptasamband sé í lagi og teljist tryggt. Önnur af tveimur tengingum hjá Mílu við Grindavík hafi rofnað þegar hraun fór yfir streng. Takist ekki að gera við strenginn verði annar settur yfir hraunið við hlið háspennulínunnar. Mikið tjónamat eftir Grindavíkurvegur er lokaður norðan við bæinn eftir að hraun rann yfir hann. Búið sé að gera bráðabirgðaviðgerðir á öllum öðrum vegum í eigu Vegagerðar og á flestum götum innanbæjar. Lokað er fyrir umferð á fáeinum götum vegna ástands þeirra og sprunguhættu. Það eigi sérstaklega við um nýbyggingarhverfi og í Sundahverfi. Áreiðanleiki bráðabirgðaviðgerða verði metinn með jarðsjá en búið sé að kortleggja sautján prósent af götum innanbæjar og af þeim gögnum sé eingöngu búið að greina tíu prósent. Verkið gangi mun hægar en vonir stóðu til, fyrst og fremst vegna veðurs og aðstæðna. „Þegar eldgos hófst 14. janúar voru Náttúruhamfaratryggingar Íslands langt komnar með tjónamat á húsum og búið var skoða ríflega 260 húseignir af 375 sem tilkynntar voru. Vegna eldgossins hafa fleiri tjón orðið og því þarf að endurmeta stöðuna,“ segir í tilkynningunni. Fjöldi fasteigna sé án heits vatns og/eða rafmagns og þegar hafi orðið tjón á eignum vegna frostskemmda og/eða leka. Óvíst sé hversu margar fasteignir hafi orðið fyrir tjóni. „Hluti stofnana og fjöldi annarra fasteigna í eigu Grindavíkurbæjar eru laskaður og jafnvel ónýtar. Ekki hefur gefist tækifæri til að meta skemmdir og umfang tjóns að fullu. Frá 10. nóvember hefur allri starfsemi og þjónustu á vegum Grindavíkurbæjar verið sinnt frá Reykjavík og engin hefðbundin þjónusta við íbúa, fyrirtæki og samfélagsleg málefni verið til staðar í Grindavík,“ segir í tilkynningunni. Auknar líkur á eldgosi og álag á björgunarsveitum Nýtt hættumat Veðurstofu Íslands frá því í gær sagði að líkurnar á kvikuhlaupi og eldgosi hafi aukist í nágrenni við Grindavík. Ekki sé víst að fyrirvarinn verði eins langur og í síðasta eldgosi, en þá var um fimm klukkustunda fyrirvari frá því jarðskjálftahrina byrjaði þangað til að eldgos hófst rétt sunnan Hagafells. Samkvæmt hættumati Veðurstofunnar er einnig töluverð hætta í Grindavík vegna jarðfalls ofan í sprungur. „Langvarandi og endurtekin atburðarás hefur þegar dregið úr úthaldi og aðgerðagetu almannavarnakerfisins, samstarfsaðila, rekstraraðila mikilvægra innviða og hagaðila. Í fyrsta sinn í sögunni veldur langvarandi álag á björgunarsveitir því að ekki er unnt að mæta að fullu óskum viðbragðsaðila um aðstoð. Álagið er jafnframt farið að koma niður á viðbragðsgetu í öðrum aðgerðum,“ segir í tilkynningunni. Að því sögðu þá segir að lokum að það halli hvergi á samhug eða vilja almannavarnakerfisins og hagaðila varðandi stuðning við Grindvíkinga og framgang verkefna í þágu endurreisnar Grindavíkur. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Vatn Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Verðmætabjörgun í líflínu Jörð heldur áfram að gliðna í Grindavík og frekari skemmdir að verða á húsum í bænum. Fimmtíu starfsmönnum fyrirtækis í Grindavík var sagt upp vegna hamfaranna. Eldgos gæti hafist á næstu vikum eða jafnvel dögum. 2. febrúar 2024 18:02 Farið yfir forgangsröðun vegna mögulegs goss Forsætisráðherra mun funda með almannavörnum um stöðuna í og við Grindavík síðar í dag. Hún segist vona að línur skýrist fyrir Grindvíkinga í næstu viku þegar von sé á að frumvarp um stuðning þeim til handa verður kynnt. 2. febrúar 2024 12:15 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Þar segir að almannavarnir hafi á síðustu vikum unnið að því að meta stöðuna í Grindavík en 15. janúartók í gildi ákvörðun ríkislögreglustjóra um að banna alla dvöl og starfsemi í Grindavík. Ljóst sé að jarðhræringarnar á Reykjanesskaga frá 25. október ásamt eldgosum á þessu tímabili hafi leitt til mikils tjóns á öllum innviðum Grindavíkur sem séu laskaðir eða óstarfhæfir. Þrátt fyrir að unnið hafi verið að því að auka öryggi í bænum sé staðan ekki góð. Ekkert kalt neysluvatn og heita vatnið lekur Grindavík sé í fyrsta lagi án kalds neysluvatns þar sem stofnlögn er ónýt og tengibrunnur skemmdur eftir hraunrennsli. Þá er talið að dreifikerfið sé laskað en þó er ekki hægt að kanna það fyrr en þrýstingur sé kominn á kerfið. Vegna þessa sé ekkert slökkvivatn á brunahönum Grindavíkur. Almannavarnir segja að viðgerðir á kerfinu verði umfangsmiklar og tímafrekar. Stofnlögn heitavatnsins frá Svartsengi er sömuleiðis ónýt og því er notast við lögn sem liggur undir hrauni. Sú lögn sé með skemmda einangrun og því sé óvíst hve lengi hún muni duga og hversu mikinn þrýsting hún þolir. „Þrátt fyrir að náðst hafi að að halda lágmarkshita í byggðinni getur það breyst hratt við minnstu breytingu og því var biðlað til íbúa að hækka ekki hita eða nota heitt vatn, þegar farið var heim. Rúmlega 200 hús eru án hitaveitu en flest þá hituð með rafmagni,“ segir í tilkynningu almannavarna. Vegna skemmda leki nú um 40-50 lítrar á sekúndu úr kerfinu sem telst mikið. Dreifikerfið sé viðkvæmt og erfitt verði að finna alla þá staði sem hafa skemmst. Ætla megi að bráðabirgðaviðgerðir verði umfangsmiklar og tímafrekar. Þá er afkastageta Svartsengis á heitu vatni í hámarki og hugsanlega þurfi að grípa til skömmtunar í öðrum sveitarfélögum vegna þessa. Fráveitukerfið í Grindavík var myndað eftir jarðskjálftana 10. nóvember og búið var að gera á því bráðabirgðaviðgerðir án þess að þrýstingsprófa. Það hafi ekki verið skoðað frá síðasta eldgosi en sé talið illa farið vegna aflögunar jarðvegs. Hreyfingar á jarðvegi hafi verið miklar og fleiri svæði í bænum sigið. Dreifikerfi rafmagns laskað en fjarskiptasamband í lagi Stofnstrengur rafmagns frá Svartsengi hafi skemmst í hraunrennslinu og var því bráðabirgðastrengur hengdur yfir hraunið. Á meðan var Grindavík keyrð á færanlegum varaaflsvélum í eigu Landsnets til að halda rafmagni á byggðinni. Dreifikerfið sé því laskað en með mikilli aðstoð ýmissa aðila hafi tekist að koma rafmagni á nær öll hús. Dreifikerfið sé þó viðkvæmt gagnvart jarðhræringum, álagi og veðri. Viðgerðir verða sömuleiðis umfangsmiklar og tímafrekar. Miklar skemmdir urðu einnig á mannvirkjum fjarskiptafyrirtækja á fjallinu Þorbirni. Háspennulína upp á fjallinu hafi eyðilagst og stöðin sé rekin á varaafli á meðan bráðabirgðastrengur verður lagður. Fjarskiptasamband sé í lagi og teljist tryggt. Önnur af tveimur tengingum hjá Mílu við Grindavík hafi rofnað þegar hraun fór yfir streng. Takist ekki að gera við strenginn verði annar settur yfir hraunið við hlið háspennulínunnar. Mikið tjónamat eftir Grindavíkurvegur er lokaður norðan við bæinn eftir að hraun rann yfir hann. Búið sé að gera bráðabirgðaviðgerðir á öllum öðrum vegum í eigu Vegagerðar og á flestum götum innanbæjar. Lokað er fyrir umferð á fáeinum götum vegna ástands þeirra og sprunguhættu. Það eigi sérstaklega við um nýbyggingarhverfi og í Sundahverfi. Áreiðanleiki bráðabirgðaviðgerða verði metinn með jarðsjá en búið sé að kortleggja sautján prósent af götum innanbæjar og af þeim gögnum sé eingöngu búið að greina tíu prósent. Verkið gangi mun hægar en vonir stóðu til, fyrst og fremst vegna veðurs og aðstæðna. „Þegar eldgos hófst 14. janúar voru Náttúruhamfaratryggingar Íslands langt komnar með tjónamat á húsum og búið var skoða ríflega 260 húseignir af 375 sem tilkynntar voru. Vegna eldgossins hafa fleiri tjón orðið og því þarf að endurmeta stöðuna,“ segir í tilkynningunni. Fjöldi fasteigna sé án heits vatns og/eða rafmagns og þegar hafi orðið tjón á eignum vegna frostskemmda og/eða leka. Óvíst sé hversu margar fasteignir hafi orðið fyrir tjóni. „Hluti stofnana og fjöldi annarra fasteigna í eigu Grindavíkurbæjar eru laskaður og jafnvel ónýtar. Ekki hefur gefist tækifæri til að meta skemmdir og umfang tjóns að fullu. Frá 10. nóvember hefur allri starfsemi og þjónustu á vegum Grindavíkurbæjar verið sinnt frá Reykjavík og engin hefðbundin þjónusta við íbúa, fyrirtæki og samfélagsleg málefni verið til staðar í Grindavík,“ segir í tilkynningunni. Auknar líkur á eldgosi og álag á björgunarsveitum Nýtt hættumat Veðurstofu Íslands frá því í gær sagði að líkurnar á kvikuhlaupi og eldgosi hafi aukist í nágrenni við Grindavík. Ekki sé víst að fyrirvarinn verði eins langur og í síðasta eldgosi, en þá var um fimm klukkustunda fyrirvari frá því jarðskjálftahrina byrjaði þangað til að eldgos hófst rétt sunnan Hagafells. Samkvæmt hættumati Veðurstofunnar er einnig töluverð hætta í Grindavík vegna jarðfalls ofan í sprungur. „Langvarandi og endurtekin atburðarás hefur þegar dregið úr úthaldi og aðgerðagetu almannavarnakerfisins, samstarfsaðila, rekstraraðila mikilvægra innviða og hagaðila. Í fyrsta sinn í sögunni veldur langvarandi álag á björgunarsveitir því að ekki er unnt að mæta að fullu óskum viðbragðsaðila um aðstoð. Álagið er jafnframt farið að koma niður á viðbragðsgetu í öðrum aðgerðum,“ segir í tilkynningunni. Að því sögðu þá segir að lokum að það halli hvergi á samhug eða vilja almannavarnakerfisins og hagaðila varðandi stuðning við Grindvíkinga og framgang verkefna í þágu endurreisnar Grindavíkur.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Vatn Eldgos á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Verðmætabjörgun í líflínu Jörð heldur áfram að gliðna í Grindavík og frekari skemmdir að verða á húsum í bænum. Fimmtíu starfsmönnum fyrirtækis í Grindavík var sagt upp vegna hamfaranna. Eldgos gæti hafist á næstu vikum eða jafnvel dögum. 2. febrúar 2024 18:02 Farið yfir forgangsröðun vegna mögulegs goss Forsætisráðherra mun funda með almannavörnum um stöðuna í og við Grindavík síðar í dag. Hún segist vona að línur skýrist fyrir Grindvíkinga í næstu viku þegar von sé á að frumvarp um stuðning þeim til handa verður kynnt. 2. febrúar 2024 12:15 Mest lesið Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Innlent Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Innlent Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Innlent „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Innlent Danir ekki í rónni með Grænlandsheimsókn Trumps yngri Erlent Þorgerður Katrín í Úkraínu Innlent Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Innlent Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Innlent Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli Innlent Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Innlent Fleiri fréttir „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Krefji Eddu um margfalt hærri upphæð en eðlilegt sé Guðmundur Ari þingflokksformaður og Dagur kemst ekki á blað Togari kom með sprengju til hafnar á Akureyri Formannsslagur í uppsiglingu eftir brotthvarf Bjarna Tæpar þrjú hundruð milljónir fara „dönsku leiðina“ í Úkraínu Hyggst leggja til rammaáætlun á vorþinginu Segir brotthvarf Bjarna breyta pólitíska landslaginu Orkumálin verði ofarlega á lista ríkisstjórnarinnar Þorgerður Katrín í Úkraínu Geta loksins kvatt drenginn sinn heima á Íslandi Kennari fékk ekki að bregðast við slæmum umsögnum í ráðningarferli „Græna gímaldið“ minni helst á braggamálið og ábyrgðin liggi hjá borgarstjóra Farið yfir feril Bjarna: Spáði því að hann ætti nóg eftir fyrir átján árum Eldur í sjö ruslagámum á einum sólarhring Eldur í bifreið og útihúsgögnum Ýmsar ívilnanir til handa læknum á landsbyggðinni í skoðun Eldur í „flugeldagámi“ við Klambratún Má heita Amína en ekki Hó Aldrei verið skráð fleiri manndrápsmál Brýnt að bregðast hratt við vanda í orkumálum Bjarni farsæll en hefur alltaf átt sér óvildarmenn Viðbrögð við ákvörðun Bjarna og þrettándabrennur Hver tekur við af Bjarna? Þetta eru nöfnin sem oftast eru nefnd Eyjólfur réði aðstoðarmenn úr kosningateymi flokksins „Hann treysti mér fyrir stórum verkefnum og tækifærum“ Neitar sök í manndrápsmálinu í Neskaupstað Ekki búinn að taka ákvörðun um formannsframboð Sjá meira
Verðmætabjörgun í líflínu Jörð heldur áfram að gliðna í Grindavík og frekari skemmdir að verða á húsum í bænum. Fimmtíu starfsmönnum fyrirtækis í Grindavík var sagt upp vegna hamfaranna. Eldgos gæti hafist á næstu vikum eða jafnvel dögum. 2. febrúar 2024 18:02
Farið yfir forgangsröðun vegna mögulegs goss Forsætisráðherra mun funda með almannavörnum um stöðuna í og við Grindavík síðar í dag. Hún segist vona að línur skýrist fyrir Grindvíkinga í næstu viku þegar von sé á að frumvarp um stuðning þeim til handa verður kynnt. 2. febrúar 2024 12:15