Þetta segir í tilkynningu almannavarna. Að því loknu verði farið aftur í áður mótaða áætlun þar sem íbúar fáo vonandi lengri aðgang. Íbúar eru beðnir um að skrá sig aftur í gegnum rafrænt island.is. Skráningarfrestur er til klukkan 17 á morgun, laugardag og er nauðsynlegt að skrá sig vegna þessara tveggja daga.
Þá segir að svæðishólfin séu áfram þau sömu en tímahólfin verða eftirfarandi:
Sunnudagur kl 08:00 – 14:00:
V1 – V4 – G2 – H1 – H5 – I2 – A2 - A3 – B1
Sunnudagur kl 15:00 – 21:00:
G4 – V5 – L5 – H3 – H7 – I3 – S3
Mánudagur kl 08:00 – 14:00:
V2 – L2 – G5 – L4 – H4 – I4
Mánudagur 15:00-21:00:
L1 – V3 – G1 – H6 – I1 – H2
Hluti aðgerða muni fara fram eftir að myrkur skellur á og því hvetja almannavarnir fólk til að vera með höfuð- eða vasaljós ef ske kynni að rafmagnsbilun sé í þeirra svæðishólfi. Kort og svæðaskipting er hægt að sjá á þessu korti.
Akstursfyrirkomulagi hefur verið breytt en aðkoma að Grindavík verður bæði um Suðurstrandarveg og Nesveg en ekið er frá Grindavík um Grindavíkurveg. Þá þarf sérstaka heimild til notkuna á gámaflutningabifreiðum en ökutæki sem krefjast stærra meiraprófs eru leyfð.
Fólki er sagt að keyra beint að húsi sínu og það eigi ekki að fara um bæinn. Víða séu opnir skurðir þar sem unnið er að viðgerðum og mikið af sprungum sem ekki er búið að loka en reynt hefur verið að girða af.
Fólk sem ætlar að sækja lykla sína í slökkvistöðina er bent á að senda tölvupóst þess efnis á slokk@grindavik.is. Með því að senda tölvupóst sé hægt að koma í veg fyrir að bíða í röð eftir að fá lykilinn afhentan. Íbúar séu beðnir um að senda hvenær þeir komi ásamt heimilisfangi.