Hafa áhyggjur af mögulegum mislingafaraldri Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. febrúar 2024 14:02 Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir. Vísir/Arnar Sóttvarnarlæknir segir yfirvöld hafa áhyggjur af útbreiðslu mislinga hérlendis eftir að erlendur ferðamaður á Landspítalanum greindist með sjúkdóminn í gær. Hún segir minnkandi þátttöku í bólusetningum þýða að ekki sé hjarðónæmi gegn sjúkdómnum Eins og fram kom í gær fékk sóttvarnarlæknir tilkynningu frá Landspítalanum í gær vegna manns sem greindist með mislinga. Hann fékk útbrot á fimmtudag og leitaði sér heilbrigðisþjónustu á föstudag. Guðrún Aspelund, sóttvarnarlæknir, segir í samtali við fréttastofu að hugsanlega hafi fjöldi manns verið útsettur fyrir smiti. Unnið sé að smitrakningu. Guðrún segist ekki hafa upplýsingar um heilsu mannsins. „Okkar hlutverk er að reyna að koma í veg fyrir frekari dreifingu af þessu og grípa þá til ráðstafana sem er hægt að gera. Og við ætlum líka að taka stöðuna auðvitað með bólusetningar því það er aðal forvörnin og besta vörnin gegn þessu og getur komið í veg fyrir dreifingu á smiti ef þau mál eru í góðum horfum.“ Þátttakan í bólusetningum dalað Fram kemur í tilkynningu frá sóttvarnarlækni sem barst fjölmiðlum í gær að ekki sé til staðar hjarðónæmi gegn mislingum á Íslandi. „Það þýðir það að almenn þátttaka í bólusetningum er komin niður fyrir það mark sem þarf til þess að hindra það að veiran geti dreifst í samfélaginu,“ segir Guðrún. „Þannig það eru nógu margir þá sem eru næmir þannig að veiran geti farið á milli og af því að mislingar eru svo smitandi þá getur hver einstaklingur sem smitast og getur þá smitað aðra, sem eru næmir, getur smitað mjög marga.“ Guðrún segir að þátttaka í bólusetningum gegn mislinga meðal barna árið 2022 hafi verið um níutíu prósent. Langflest börn fái bólusetninguna en lítill hluti hefur ekki fengið hana. Hún segir að þörf sé á háu hlutfalli fyrir gott ónæmi í samfélaginu. Hafið þið áhyggjur af því að þetta geti raunverulega náð að dreifa sér? „Já, við höfum áhyggjur af því. Það gerðist hérna 2019 að þá varð svolítil dreifing, sem betur fer ekki mikil en þá komu nokkrir aðilar með mislinga erlendis frá og frá einu tilfelli dreifðist það til annarra en sem betur fer ekki frá hinum. Þá var gripið til bólusetningaátaks, þá voru um 7000 manns bólusettir og það varð ekki frekari dreifing þá.“ Ekki of seint að bólusetja útsetta Þá er fólki bent á í tilkynningu sóttvarnalæknis að bólusetning vegna útsetningar þurfi að eiga sér stað ekki seinna en 5. febrúar. Guðrún segir mikilvægt að huga að bólusetningu telji einhver sig hafa verið útsettan. „Þeir sem eru bólusettir eru mjög ólíklegir til þess að smitast. Jafnvel þó þeir smitist þá verða einkennin yfirleitt mjög væg en óbólusettir eru í hættu á því að smitast og verða veikir og það er það fólk sem við erum að hugsa um,“ segir Guðrún. „Og ef óbólusettur einstaklingur hefur verið útsettur fyrir smitandi aðila þá hefur maður nokkra daga til að bólusetja og það getur veitt vörn, þó það sé gert svona eftir á en bara í nokkra daga. Þeir sem ekki hafa verið útsettir en eru óbólusettir, þeir ættu líka að huga að sinni bólusetningu en það liggur ekki á.“ Mjög smitandi Guðrún segir mislinga mörgum sinnum meira smitandi en Covid sjúkdómurinn, sem flestir kannist við. Hann smitist á svipaðan hátt, um sé að ræða öndunarfærasmit. „Og smitast þá með hósta og hnerra. Minni líkur á einhverri snertingu við sjúkling en mislingaveiran getur verið í loftinu í svolítinn tíma. Og berst lengra þannig að hún er þess vegna mjög smitandi.“ Hver eru helstu einkennin? „Það eru oft einkenni sem koma aðeins á undan, eins og nefrennsli, hiti og jafnvel hósti og höfuðverkur. Börn fá jafnvel niðurgang. Svo koma þessi dæmigerðu útbrot sem einkenna mislinga. En það er kannski ekki fyrr en svona á þriðja degi. Og síðan eru þau yfirleitt í nokkra daga og þá fer sjúkdómurinn að rena.“ Guðrún segir að vel verði fylgst með stöðunni næstu daga. Sérstaklega verði hugað að mæta eftirspurn eftir bólusetningu. Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Eins og fram kom í gær fékk sóttvarnarlæknir tilkynningu frá Landspítalanum í gær vegna manns sem greindist með mislinga. Hann fékk útbrot á fimmtudag og leitaði sér heilbrigðisþjónustu á föstudag. Guðrún Aspelund, sóttvarnarlæknir, segir í samtali við fréttastofu að hugsanlega hafi fjöldi manns verið útsettur fyrir smiti. Unnið sé að smitrakningu. Guðrún segist ekki hafa upplýsingar um heilsu mannsins. „Okkar hlutverk er að reyna að koma í veg fyrir frekari dreifingu af þessu og grípa þá til ráðstafana sem er hægt að gera. Og við ætlum líka að taka stöðuna auðvitað með bólusetningar því það er aðal forvörnin og besta vörnin gegn þessu og getur komið í veg fyrir dreifingu á smiti ef þau mál eru í góðum horfum.“ Þátttakan í bólusetningum dalað Fram kemur í tilkynningu frá sóttvarnarlækni sem barst fjölmiðlum í gær að ekki sé til staðar hjarðónæmi gegn mislingum á Íslandi. „Það þýðir það að almenn þátttaka í bólusetningum er komin niður fyrir það mark sem þarf til þess að hindra það að veiran geti dreifst í samfélaginu,“ segir Guðrún. „Þannig það eru nógu margir þá sem eru næmir þannig að veiran geti farið á milli og af því að mislingar eru svo smitandi þá getur hver einstaklingur sem smitast og getur þá smitað aðra, sem eru næmir, getur smitað mjög marga.“ Guðrún segir að þátttaka í bólusetningum gegn mislinga meðal barna árið 2022 hafi verið um níutíu prósent. Langflest börn fái bólusetninguna en lítill hluti hefur ekki fengið hana. Hún segir að þörf sé á háu hlutfalli fyrir gott ónæmi í samfélaginu. Hafið þið áhyggjur af því að þetta geti raunverulega náð að dreifa sér? „Já, við höfum áhyggjur af því. Það gerðist hérna 2019 að þá varð svolítil dreifing, sem betur fer ekki mikil en þá komu nokkrir aðilar með mislinga erlendis frá og frá einu tilfelli dreifðist það til annarra en sem betur fer ekki frá hinum. Þá var gripið til bólusetningaátaks, þá voru um 7000 manns bólusettir og það varð ekki frekari dreifing þá.“ Ekki of seint að bólusetja útsetta Þá er fólki bent á í tilkynningu sóttvarnalæknis að bólusetning vegna útsetningar þurfi að eiga sér stað ekki seinna en 5. febrúar. Guðrún segir mikilvægt að huga að bólusetningu telji einhver sig hafa verið útsettan. „Þeir sem eru bólusettir eru mjög ólíklegir til þess að smitast. Jafnvel þó þeir smitist þá verða einkennin yfirleitt mjög væg en óbólusettir eru í hættu á því að smitast og verða veikir og það er það fólk sem við erum að hugsa um,“ segir Guðrún. „Og ef óbólusettur einstaklingur hefur verið útsettur fyrir smitandi aðila þá hefur maður nokkra daga til að bólusetja og það getur veitt vörn, þó það sé gert svona eftir á en bara í nokkra daga. Þeir sem ekki hafa verið útsettir en eru óbólusettir, þeir ættu líka að huga að sinni bólusetningu en það liggur ekki á.“ Mjög smitandi Guðrún segir mislinga mörgum sinnum meira smitandi en Covid sjúkdómurinn, sem flestir kannist við. Hann smitist á svipaðan hátt, um sé að ræða öndunarfærasmit. „Og smitast þá með hósta og hnerra. Minni líkur á einhverri snertingu við sjúkling en mislingaveiran getur verið í loftinu í svolítinn tíma. Og berst lengra þannig að hún er þess vegna mjög smitandi.“ Hver eru helstu einkennin? „Það eru oft einkenni sem koma aðeins á undan, eins og nefrennsli, hiti og jafnvel hósti og höfuðverkur. Börn fá jafnvel niðurgang. Svo koma þessi dæmigerðu útbrot sem einkenna mislinga. En það er kannski ekki fyrr en svona á þriðja degi. Og síðan eru þau yfirleitt í nokkra daga og þá fer sjúkdómurinn að rena.“ Guðrún segir að vel verði fylgst með stöðunni næstu daga. Sérstaklega verði hugað að mæta eftirspurn eftir bólusetningu.
Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira