Ætla að spila golf í Grindavík í sumar Jakob Bjarnar skrifar 5. febrúar 2024 16:05 Helgi Dan ætlar að halda starfsemi Golfklúbbs Grindavíkur á floti í sumar. Þarna með skorkort sem tryggði honum sigurinn á Meistaramóti GG, 64 högg. vísir/jón júlíus Grindavík er golfbær. Húsatólftavöllur er heimavöllur Golfklúbbs Grindavíkur og þar stefna menn á að spila hvað sem líður jarðhræringum og eldgosum. „Þetta er auðvitað háð því að almannavarnir hleypi fólkinu á svæðið. En við erum utan hættusvæðis. Völlurinn er smáspöl frá bænum. Og þó það séu einhverjar örlitlar skemmdir á það ekki eftir að stoppa okkur,“ segir Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri klúbbsins í samtali við Vísi. Völlurinn í fínu standi Grindvíkingar eru farnir að huga að komandi golftímabili og þeir eru brattir. Þeir stefna að því að halda starfseminni áfram í sumar og svo verði staðan tekin næsta haust. Ekki ætti að þurfa að fara mörgum orðum um þær hörmungar sem yfir íbúa Grindavíkur hafa gengið undanfarnar vikur. Bærinn er auður en þeir í stjórn sjá ekkert því til fyrirstöðu að halda vellinum í rekstri. „Vissulega er þetta óvissuástand en eins og við segjum en þetta lítur bara vel út hjá golfklúbbnum og engin ástæða til að ætla annað en hægt sé að leika golf í Grindavík næsta sumar. Allar leiðir eru opnar að vellinum sem er í fínu standi.“ Helgi segir smávægilegar sprunguskemmdir á vellinum sem verði lagaðar. Þeir Grindvíkingar láta sé fátt fyrir brjósti brenna en tvívegis, veturna 2020 og 2022 fengu hnullungar á Húsatólftavöll í miklum sjó sem gekk yfir völlinn. Grindvíkingar voru ekki lengi að kippa því í liðinn og svo var leikið golf eins og ekkert hefði í skorist. Vonar að klúbbhúsið þjóni sem félagsheimili Helgi segir það auðvitað sérkennilegt að halda áfram klúbbastarfi og Grindavíkurbær tómur. Og hann hefur verið í sambandi við ýmsa klúbba með það fyrir augum að meðlimir í Golfklúbbi Grindavíkur verði áfram í klúbbnum. „Fólk er náttúrlega út um allar trissur, aðallega á Suðurnesjum, Suðurlandi og uppi á Skaga. Ég hef verið í sambandi við þessa klúbba og þeir hafa tekið þessu vel, að okkar fólk fái að spila á niðursettu verði. Ég hef nú ekkert verið að ræða við þessa Reykjavíkurklúbba, þeir eiga nóg með sitt. En menn hafa tekið því vel að taka þennan slag með okkur,“ segir Helgi. Úr mynd sem Pálmar Örn Guðmundsson málaði og Golfklúbbur Grindavíkur bauð upp á sínum tíma. Forsenda fyrir því að klúbburinn lifi sé að ekki verði mikil afföll á meðlimafjölda. Helgi segir líta nokkuð vel út með það. „Ef við eigum að geta haldið lífi í þessu verður að vera fólk í klúbbnum. Við tökum svo stöðuna næsta haust. Það er erfitt að reka klúbb og enginn í bænum. En ég bind vonir við að klúbbhúsið geti þjónað sem félagsheimili,“ segir Helgi Dan. „Það er ekki loku fyrir það skotið að fólk flytji aftur til Grindavíkur. Við sjáum alla veganna hvernig næsta sumar verður.“ Stefna á að opna uppúr miðjum apríl Engar skemmdir eru á klúbbhúsinu. Þar er ekki hitaveituvatn, heldur hita menn þar vatnið með rafmagni. Og Helgi fór í morgun og setti upp hitablásara til að aftra skemmdum. Hann segir að það sé sprunga í bílaplani en því verði kippt í liðinn. Húsatóftarvöllur. Grindvíkingar ætla að reyna að halda starfseminni gangandi í sumar og svo ætla þeir að sjá til.GG Húsatólftavöllur er snemmsumarsvöllur, hann er með þeim fyrstu til að opna enda stendur hann sunnarlega og er við hafið. „Við höfum verið að opna svona uppúr miðjum apríl. Og stefnum að því aftur. Fyrir okkar fólk og þá gesti sem vilja koma,“ segir Helgi Dan. Og ef maður hefur trú á einhverjum til að koma golfinu í gang eftir hamfarirnar, eldgos og jarðhræringar, þá er það hann. Grindvíkingar hafa í tvígang á undanförnum árum sýnt fram á að þeir láta ekki náttúruöflin stoppa sig. Golf Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira
„Þetta er auðvitað háð því að almannavarnir hleypi fólkinu á svæðið. En við erum utan hættusvæðis. Völlurinn er smáspöl frá bænum. Og þó það séu einhverjar örlitlar skemmdir á það ekki eftir að stoppa okkur,“ segir Helgi Dan Steinsson, framkvæmdastjóri klúbbsins í samtali við Vísi. Völlurinn í fínu standi Grindvíkingar eru farnir að huga að komandi golftímabili og þeir eru brattir. Þeir stefna að því að halda starfseminni áfram í sumar og svo verði staðan tekin næsta haust. Ekki ætti að þurfa að fara mörgum orðum um þær hörmungar sem yfir íbúa Grindavíkur hafa gengið undanfarnar vikur. Bærinn er auður en þeir í stjórn sjá ekkert því til fyrirstöðu að halda vellinum í rekstri. „Vissulega er þetta óvissuástand en eins og við segjum en þetta lítur bara vel út hjá golfklúbbnum og engin ástæða til að ætla annað en hægt sé að leika golf í Grindavík næsta sumar. Allar leiðir eru opnar að vellinum sem er í fínu standi.“ Helgi segir smávægilegar sprunguskemmdir á vellinum sem verði lagaðar. Þeir Grindvíkingar láta sé fátt fyrir brjósti brenna en tvívegis, veturna 2020 og 2022 fengu hnullungar á Húsatólftavöll í miklum sjó sem gekk yfir völlinn. Grindvíkingar voru ekki lengi að kippa því í liðinn og svo var leikið golf eins og ekkert hefði í skorist. Vonar að klúbbhúsið þjóni sem félagsheimili Helgi segir það auðvitað sérkennilegt að halda áfram klúbbastarfi og Grindavíkurbær tómur. Og hann hefur verið í sambandi við ýmsa klúbba með það fyrir augum að meðlimir í Golfklúbbi Grindavíkur verði áfram í klúbbnum. „Fólk er náttúrlega út um allar trissur, aðallega á Suðurnesjum, Suðurlandi og uppi á Skaga. Ég hef verið í sambandi við þessa klúbba og þeir hafa tekið þessu vel, að okkar fólk fái að spila á niðursettu verði. Ég hef nú ekkert verið að ræða við þessa Reykjavíkurklúbba, þeir eiga nóg með sitt. En menn hafa tekið því vel að taka þennan slag með okkur,“ segir Helgi. Úr mynd sem Pálmar Örn Guðmundsson málaði og Golfklúbbur Grindavíkur bauð upp á sínum tíma. Forsenda fyrir því að klúbburinn lifi sé að ekki verði mikil afföll á meðlimafjölda. Helgi segir líta nokkuð vel út með það. „Ef við eigum að geta haldið lífi í þessu verður að vera fólk í klúbbnum. Við tökum svo stöðuna næsta haust. Það er erfitt að reka klúbb og enginn í bænum. En ég bind vonir við að klúbbhúsið geti þjónað sem félagsheimili,“ segir Helgi Dan. „Það er ekki loku fyrir það skotið að fólk flytji aftur til Grindavíkur. Við sjáum alla veganna hvernig næsta sumar verður.“ Stefna á að opna uppúr miðjum apríl Engar skemmdir eru á klúbbhúsinu. Þar er ekki hitaveituvatn, heldur hita menn þar vatnið með rafmagni. Og Helgi fór í morgun og setti upp hitablásara til að aftra skemmdum. Hann segir að það sé sprunga í bílaplani en því verði kippt í liðinn. Húsatóftarvöllur. Grindvíkingar ætla að reyna að halda starfseminni gangandi í sumar og svo ætla þeir að sjá til.GG Húsatólftavöllur er snemmsumarsvöllur, hann er með þeim fyrstu til að opna enda stendur hann sunnarlega og er við hafið. „Við höfum verið að opna svona uppúr miðjum apríl. Og stefnum að því aftur. Fyrir okkar fólk og þá gesti sem vilja koma,“ segir Helgi Dan. Og ef maður hefur trú á einhverjum til að koma golfinu í gang eftir hamfarirnar, eldgos og jarðhræringar, þá er það hann. Grindvíkingar hafa í tvígang á undanförnum árum sýnt fram á að þeir láta ekki náttúruöflin stoppa sig.
Golf Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Innlent Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Innlent Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Innlent Launmorð á götum New York Erlent Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Erlent Fleiri fréttir Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Afturkalla átta friðlýsingar Niðurbrotin eftir synjun og segir afkomuótta blasa við næstu mánuði Sjá meira