Fjölskyldusameiningar strandi á Bjarna: „Ég trúi á mennskuna í fólki“ Magnús Jochum Pálsson skrifar 5. febrúar 2024 21:55 Fjölskyldusameiningar Palestínumanna stranda á Bjarna Benediktssyni að sögn Guðmundar Inga Guðbrandssonar. Vísir/Vilhelm Félagsmálaráðherra segir allt klárt í sínu ráðuneyti hvað varðar fjölskyldusameiningar Palestínubúa. Þær strandi nú á utanríkisráðherra. Hann segist trúa á mennskuna í ríkisstjórninni og vonar að Palestínumönnum verði komið til landsins sem allra fyrst. Margrét Helga Erlingsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Guðmund Inga Guðbrandsson, félags- og vinnumálaráðherra, um stöðuna á fjölskyldusameiningum Palestínubúa á Íslandi í kvöldfréttum. Viðtalið hefst eftir eina mínútu og fimmtíu sekúndur í klippunni hér að neðan. Vanti diplómatíska aðkomu úr utanríkisráðuneytinu Gætir þú varpað ljósi á það hver staðan er akkúrat núna og reynt að vera eins nákvæmur og þú getur? „Ég held í fyrsta lagi að það sé afskaplega mikilvægt að við gerum allt sem í okkar valdi stendur til þess að aðstoða fólkið til að koma hingað heim til Íslands. Þess vegna var mikilvægt að Útlendingastofnun setti fjölskyldusameiningar í forgang, í rauninni eitt Norðurlandanna því hin hafa ekki verið að samþykkja fjölskyldusameiningar eftir 7. október,“ sagði Guðmundur. Guðmundur Ingi segir fjölskyldusameiningar Palestínubúa á Íslandi stranda á utanríkisráðuneytinu. „Við höfum í félagsmálaráðuneytinu gengið frá því að Alþjóðafólksflutningastofnunin muni flytja fólkið heim frá Kairó í Egyptalandi, þaðan sem þau starfrækja sína starfstöð. En þetta strandar á landamærunum, strandar á því að fólk kemst ekki yfir landamærin. Þar þarf diplómatíska aðkoma og hana er eingöngu að finna í utanríkisráðuneytinu,“ sagði hann. „Þannig þetta kallar á aðkomu utanríkisráðuneytisins og ég veit að þau hafa verið að skoða með hvaða hætti væri hægt að gera þetta. Mér finnst afskaplega brýnt að þessi mál fari að skýrast sem allra allra fyrst og við getum farið að aðstoða fólkið við að koma heima.“ Ætlar engum í ríkisstjórninni að vilja ekki aðstoða fólk Dómsmálaráðherra sagði í viðtali um helgina eitthvað á þá leið að það væri ekki búið að taka ákvörðun hvort það yrði yfir höfuð farið í að bjarga fólkinu og aukinheldur að þeim bæri engin lagaleg skylda til þess. Manni finnst eins og það séu pínu misvísandi skoðanir milli ólíkra ríkisstjórnarflokka. Hvað veldur? „Eins og ég segi, utanríkisráðuneytið hefur verið að skoða með hvaða hætti megi gera þetta. Ég legg ríka áherslu á það,“ sagði hann. „Ég ætla engum í ríkisstjórninni að vilja ekki aðstoða fólk í vanda við að komast heim. Þannig vonandi sjáum við þetta gerast allra fyrst. Ég hef lagt áherslu á það. Allt tilbúið mín megin og ég mun halda áfram að ýta á það að þetta geti gerst,“ sagði Guðmundur. Trúir á mennskuna í samstarfsfélögum sínum Þessi orðræða og tónn í Sjálfstæðisflokknum. Ertu bjartsýnn á að þau fari í þennan diplómatíska leiðangur? „Ég trúi á mennskuna í fólki og vonast til að við getum gengið í þetta sem allra allra fyrst og ættum auðvitað að vera búin að því nú þegar. Talandi um angist fólks sem þarf að horfa upp á sína nákomnustu í þeim aðstæðum sem þarna eru á Gasasvæðinu, sem hefur verið lýst sem helvíti á jörðu. Ég held við séum öll þar að vilja reyna draga úr áhyggjum fólks,“ sagði Guðmundur. „Líka af því það skiptir máli að fólkið komi sem fyrst hingað. Til þess að við björgum sem flestum en líka vegna þess að þá er það ekki í eins slæmri andlegri stöðu eins og það annars væri eftir því sem það þarf að bíða lengur og lengur og sama á þá við um þau sem bíða eftir sínum fjölskyldumeðlimum hér heima,“ sagði hann. Það er ríkisstjórnarfundur á morgun. Ætlarðu að þrýsta á utanríkisráðherra eða yfir höfuð ræða þetta mál eitthvað á fundinum? „Þessi mál hafa verið rædd tvisvar sinnum í ráðherranefnd um útlendinga og flóttafólk og líka inni í ríkisstjórn. Þannig málin hafa verið á dagskrá og verða áfram á dagskrá,“ sagði Guðmundur að lokum. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Palestína Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir „Þetta er mitt barn og börnin á Gasa eru líka mín börn“ Forsætisráðherra segir að það sé mikilvægt að það liggi fyrir sem fyrst hvað hægt sé að gera til að aðstoða dvalarleyfishafa við að komast út af Gasa. Tilfinningarík og kraftmikil mótmæli fóru fram við Alþingi í dag. 5. febrúar 2024 20:18 Jafn margir og búa í Árborg sótt um vernd á síðustu tveimur árum Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra telur ástæðu til að taka reglur um fjölskyldusameiningar flóttafólks til endurskoðunar. 5. febrúar 2024 16:57 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Sjá meira
Margrét Helga Erlingsdóttir, fréttamaður Stöðvar 2, ræddi við Guðmund Inga Guðbrandsson, félags- og vinnumálaráðherra, um stöðuna á fjölskyldusameiningum Palestínubúa á Íslandi í kvöldfréttum. Viðtalið hefst eftir eina mínútu og fimmtíu sekúndur í klippunni hér að neðan. Vanti diplómatíska aðkomu úr utanríkisráðuneytinu Gætir þú varpað ljósi á það hver staðan er akkúrat núna og reynt að vera eins nákvæmur og þú getur? „Ég held í fyrsta lagi að það sé afskaplega mikilvægt að við gerum allt sem í okkar valdi stendur til þess að aðstoða fólkið til að koma hingað heim til Íslands. Þess vegna var mikilvægt að Útlendingastofnun setti fjölskyldusameiningar í forgang, í rauninni eitt Norðurlandanna því hin hafa ekki verið að samþykkja fjölskyldusameiningar eftir 7. október,“ sagði Guðmundur. Guðmundur Ingi segir fjölskyldusameiningar Palestínubúa á Íslandi stranda á utanríkisráðuneytinu. „Við höfum í félagsmálaráðuneytinu gengið frá því að Alþjóðafólksflutningastofnunin muni flytja fólkið heim frá Kairó í Egyptalandi, þaðan sem þau starfrækja sína starfstöð. En þetta strandar á landamærunum, strandar á því að fólk kemst ekki yfir landamærin. Þar þarf diplómatíska aðkoma og hana er eingöngu að finna í utanríkisráðuneytinu,“ sagði hann. „Þannig þetta kallar á aðkomu utanríkisráðuneytisins og ég veit að þau hafa verið að skoða með hvaða hætti væri hægt að gera þetta. Mér finnst afskaplega brýnt að þessi mál fari að skýrast sem allra allra fyrst og við getum farið að aðstoða fólkið við að koma heima.“ Ætlar engum í ríkisstjórninni að vilja ekki aðstoða fólk Dómsmálaráðherra sagði í viðtali um helgina eitthvað á þá leið að það væri ekki búið að taka ákvörðun hvort það yrði yfir höfuð farið í að bjarga fólkinu og aukinheldur að þeim bæri engin lagaleg skylda til þess. Manni finnst eins og það séu pínu misvísandi skoðanir milli ólíkra ríkisstjórnarflokka. Hvað veldur? „Eins og ég segi, utanríkisráðuneytið hefur verið að skoða með hvaða hætti megi gera þetta. Ég legg ríka áherslu á það,“ sagði hann. „Ég ætla engum í ríkisstjórninni að vilja ekki aðstoða fólk í vanda við að komast heim. Þannig vonandi sjáum við þetta gerast allra fyrst. Ég hef lagt áherslu á það. Allt tilbúið mín megin og ég mun halda áfram að ýta á það að þetta geti gerst,“ sagði Guðmundur. Trúir á mennskuna í samstarfsfélögum sínum Þessi orðræða og tónn í Sjálfstæðisflokknum. Ertu bjartsýnn á að þau fari í þennan diplómatíska leiðangur? „Ég trúi á mennskuna í fólki og vonast til að við getum gengið í þetta sem allra allra fyrst og ættum auðvitað að vera búin að því nú þegar. Talandi um angist fólks sem þarf að horfa upp á sína nákomnustu í þeim aðstæðum sem þarna eru á Gasasvæðinu, sem hefur verið lýst sem helvíti á jörðu. Ég held við séum öll þar að vilja reyna draga úr áhyggjum fólks,“ sagði Guðmundur. „Líka af því það skiptir máli að fólkið komi sem fyrst hingað. Til þess að við björgum sem flestum en líka vegna þess að þá er það ekki í eins slæmri andlegri stöðu eins og það annars væri eftir því sem það þarf að bíða lengur og lengur og sama á þá við um þau sem bíða eftir sínum fjölskyldumeðlimum hér heima,“ sagði hann. Það er ríkisstjórnarfundur á morgun. Ætlarðu að þrýsta á utanríkisráðherra eða yfir höfuð ræða þetta mál eitthvað á fundinum? „Þessi mál hafa verið rædd tvisvar sinnum í ráðherranefnd um útlendinga og flóttafólk og líka inni í ríkisstjórn. Þannig málin hafa verið á dagskrá og verða áfram á dagskrá,“ sagði Guðmundur að lokum.
Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinstri græn Sjálfstæðisflokkurinn Palestína Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Tengdar fréttir „Þetta er mitt barn og börnin á Gasa eru líka mín börn“ Forsætisráðherra segir að það sé mikilvægt að það liggi fyrir sem fyrst hvað hægt sé að gera til að aðstoða dvalarleyfishafa við að komast út af Gasa. Tilfinningarík og kraftmikil mótmæli fóru fram við Alþingi í dag. 5. febrúar 2024 20:18 Jafn margir og búa í Árborg sótt um vernd á síðustu tveimur árum Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra telur ástæðu til að taka reglur um fjölskyldusameiningar flóttafólks til endurskoðunar. 5. febrúar 2024 16:57 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Sjá meira
„Þetta er mitt barn og börnin á Gasa eru líka mín börn“ Forsætisráðherra segir að það sé mikilvægt að það liggi fyrir sem fyrst hvað hægt sé að gera til að aðstoða dvalarleyfishafa við að komast út af Gasa. Tilfinningarík og kraftmikil mótmæli fóru fram við Alþingi í dag. 5. febrúar 2024 20:18
Jafn margir og búa í Árborg sótt um vernd á síðustu tveimur árum Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra telur ástæðu til að taka reglur um fjölskyldusameiningar flóttafólks til endurskoðunar. 5. febrúar 2024 16:57