Komst ekki í ferð og fær 185 þúsund krónur endurgreiddar Árni Sæberg skrifar 6. febrúar 2024 12:26 Fjölskylduna langaði í íshellaferð en komst ekki vegna veðurs. Myndin er úr safni og tengist fréttinni ekki beint. Vísir/Vilhelm Ferðamaður sem komst ekki í íshellaferð á vegum ferðaþjónustufyrirtækis vegna veðurs fær ferðina endurgreidda að fullu. Hann fór einnig fram á bætur vegna andlegs álags en kærunefnd vöru- og þjónustukaupa féllst ekki á það. Í úrskurði nefndarinnar segir að ferðamaðurinn hafi þann 20. mars árið 2023 pantað íshellaferð á vef ferðaþjónustufyrirtækisins fyrir sig og fjölskyldu sína og greitt fyrir 185 þúsund krónur. Áætluð brottför hafi verið tveimur dögum seinna klukkan 12:30. Fyrir liggi í málinu að vegur upp að þjónustuhúsi fyrirtækisins hafi verið lokaður um tiltekinn tíma daginn sem fara átti í ferðina. Ferðamanninn og fyrirtækið greini hins vegar á um hvenær opnað hafi verið fyrir umferð á umræddum vegi. Vildi ekki festast með barn í bílnum Í tölvupósti til fyrirtækisins klukkan 12:51 á brottfarardegi hafi ferðamaðurinn upplýst fyrirtækið um að vegurinn væri enn lokaður og að fjölskyldan hyggðist keyra til baka sökum þess að hálka væri að myndast á veginum á leið til Reykjavíkur og fjölskyldan vildi ekki festast með ungt barn í bílnum. Hann hafi vísað til ljósmyndar sem tekin var á farsíma klukkan 13:15 á brottfarardegi sem sýnir að vegurinn var enn lokaður á þeim tíma. Fyrirtækið hafi aftur á móti vísað til upplýsinga úr tölvupósti frá Vegagerðinni þess efnis að vegurinn hefði verið opnaður klukkan 12:58 umræddan dag og að hægt hefði verið að fara í ferðina tveimur klukkustundum eftir áætlaða brottför. Undir rekstri málsins hafi kærunefndin óskað eftir því að fyrirtækið legði fram staðfestingu á fyrrgreindum tölvupósti en það ekki orðið við þeirri beiðni þrátt fyrir ítrekun. Fyrirtækið hafi vísað til þess að í bókunarskilmálum fyrirtækisins, sem ferðamaðurinn hafi samþykkt við bókun ferðarinnar, áskilji fyrirtækið sér rétt til þess að breyta ferðaáætlunum eða tímasetningum ferðar ef nauðsyn krefur, vegna slæms veðurs eða annarra tengdra aðstæðna. Þá byggi fyrirtækið á því að skilyrði endurgreiðslu hafi ekki verið uppfyllt í tilviki ferðamannsins. Við bókun ferðarinnar hafi ferðamaðurinn samþykkt bókunarskilmála fyrirtækisins. Í bókunarstaðfestingu hafi jafnframt komið fram að möguleiki sé á endurgreiðslu, að frádregnu sjö prósent þjónustugjaldi, ef ferð er afbókuð með að minnsta kosti 48 klukkustunda fyrirvara eða tveimur dögum fyrir áætlaða ferð. Snerist ekki um afbókun Að mati kærunefndar snúist mál þetta ekki um að ferðamaðurinn hafi í verki afbókað ferðina, eins og fyrirtækið virðist byggja á, heldur að hindranir hafi komið í veg fyrir að mögulegt væri að nýta þjónustuna á þeim tíma sem samið var um. Í nefndri grein í skilmálum fyrirtækisins komi fram að það hafi heimild til þess að gera breytingar á ferðum, meðal annars vegna veðurs. Á hinn bóginn liggi ekkert fyrir um að fyrirtækið hafi tilkynnt ferðamanninum um breytta tímasetningu ferðar eða hvort ferðin yrði farin síðar um daginn. Liggi því ekki fyrir að fyrirtækið hafi tekið ákvörðun um að fresta ferðinni í samræmi við ákvæði skilmálanna. Ferðamaðurinn hafi óskað eftir endurgreiðslu frá fyrirtækinu í tölvupósti umræddan dag klukkan 12:51 þegar hann tilkynnti fyrirtækinu að hann hygðist snúa heim sökum þess að vegurinn væri enn lokaður. Ekki liggi fyrir nein gögn í málinu sem sýni fram á að fyrirtækið hafi brugðist við framangreindum tölvupósti ferðamannsins í tæka tíð. Óumdeilt sé að fyrirtækið hafi ekki veitt hina umsömdu þjónustu á þeim tíma sem samið hafði verið um og sóknaraðili hafði greitt fyrir. Þá liggi ekkert fyrir í málinu um að fyrirtækið hafi gert breytingar á tímasetningu ferðar eða brugðist við með öðrum hætti til að fresta efndum. Verði því ekki séð á hvaða grundvelli fyrirtækið geti krafist greiðslu að fjárhæð 185.000 krónur frá ferðamanninum, enda hafi þjónustan ekki verið veitt í samræmi við það sem samið var um. Líta verði á kröfu ferðamannsins um fulla endurgreiðslu sem kröfu um riftun kaupanna. Með vísan til framangreinds telji kærunefndin að ferðamanninum hafi verið heimilt að rifta samningnum og krefjast endurgreiðslu kaupverðsins. Verði því fallist á að fyrirtækinu beri að endurgreiða ferðamanninum 185.000 krónur. Gerði alls konar kröfur sem ekki var hægt að fallast á Hvað varðar kröfu ferðamannsins um greiðslu málskotsgjalds úr hendi fyrirtækisins skuli tekið fram að í lögum lögum um úrskurðaraðila á sviði neytendamála sé ekki að finna ákvæði sem heimilar kærunefndinni að fallast á kröfu um greiðslu málskotsgjalds úr hendi varnaraðila, auk þess sem sóknaraðili fái það endurgreitt í ljósi niðurstöðu málsins. Að því virtu sé kröfu varnaraðila um greiðslu málskostnaðar hafnað. Þá telji kærunefndin ekki unnt að fallast á kröfu ferðamannsins um bætur vegna andlegs álags, enda liggi ekkert fyrir um að hann hafi orðið fyrir tjóni vegna skaðabótaskyldrar háttsemi fyrirtækisins. Loks hafi ferðamaðurinn kröfu um að fyrirtækinu yrði gert að greiða sekt fyrir að veita rangar upplýsingar til evrópsku Neytendaaðstoðarinnar á Íslandi. Kærunefndin bendi á að nefndinni sé ekki heimilt samkvæmt lögunum að leggja á sektir. Af þeim sökum sé kröfu ferðamannsins hafnað. Ferðamennska á Íslandi Neytendur Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira
Í úrskurði nefndarinnar segir að ferðamaðurinn hafi þann 20. mars árið 2023 pantað íshellaferð á vef ferðaþjónustufyrirtækisins fyrir sig og fjölskyldu sína og greitt fyrir 185 þúsund krónur. Áætluð brottför hafi verið tveimur dögum seinna klukkan 12:30. Fyrir liggi í málinu að vegur upp að þjónustuhúsi fyrirtækisins hafi verið lokaður um tiltekinn tíma daginn sem fara átti í ferðina. Ferðamanninn og fyrirtækið greini hins vegar á um hvenær opnað hafi verið fyrir umferð á umræddum vegi. Vildi ekki festast með barn í bílnum Í tölvupósti til fyrirtækisins klukkan 12:51 á brottfarardegi hafi ferðamaðurinn upplýst fyrirtækið um að vegurinn væri enn lokaður og að fjölskyldan hyggðist keyra til baka sökum þess að hálka væri að myndast á veginum á leið til Reykjavíkur og fjölskyldan vildi ekki festast með ungt barn í bílnum. Hann hafi vísað til ljósmyndar sem tekin var á farsíma klukkan 13:15 á brottfarardegi sem sýnir að vegurinn var enn lokaður á þeim tíma. Fyrirtækið hafi aftur á móti vísað til upplýsinga úr tölvupósti frá Vegagerðinni þess efnis að vegurinn hefði verið opnaður klukkan 12:58 umræddan dag og að hægt hefði verið að fara í ferðina tveimur klukkustundum eftir áætlaða brottför. Undir rekstri málsins hafi kærunefndin óskað eftir því að fyrirtækið legði fram staðfestingu á fyrrgreindum tölvupósti en það ekki orðið við þeirri beiðni þrátt fyrir ítrekun. Fyrirtækið hafi vísað til þess að í bókunarskilmálum fyrirtækisins, sem ferðamaðurinn hafi samþykkt við bókun ferðarinnar, áskilji fyrirtækið sér rétt til þess að breyta ferðaáætlunum eða tímasetningum ferðar ef nauðsyn krefur, vegna slæms veðurs eða annarra tengdra aðstæðna. Þá byggi fyrirtækið á því að skilyrði endurgreiðslu hafi ekki verið uppfyllt í tilviki ferðamannsins. Við bókun ferðarinnar hafi ferðamaðurinn samþykkt bókunarskilmála fyrirtækisins. Í bókunarstaðfestingu hafi jafnframt komið fram að möguleiki sé á endurgreiðslu, að frádregnu sjö prósent þjónustugjaldi, ef ferð er afbókuð með að minnsta kosti 48 klukkustunda fyrirvara eða tveimur dögum fyrir áætlaða ferð. Snerist ekki um afbókun Að mati kærunefndar snúist mál þetta ekki um að ferðamaðurinn hafi í verki afbókað ferðina, eins og fyrirtækið virðist byggja á, heldur að hindranir hafi komið í veg fyrir að mögulegt væri að nýta þjónustuna á þeim tíma sem samið var um. Í nefndri grein í skilmálum fyrirtækisins komi fram að það hafi heimild til þess að gera breytingar á ferðum, meðal annars vegna veðurs. Á hinn bóginn liggi ekkert fyrir um að fyrirtækið hafi tilkynnt ferðamanninum um breytta tímasetningu ferðar eða hvort ferðin yrði farin síðar um daginn. Liggi því ekki fyrir að fyrirtækið hafi tekið ákvörðun um að fresta ferðinni í samræmi við ákvæði skilmálanna. Ferðamaðurinn hafi óskað eftir endurgreiðslu frá fyrirtækinu í tölvupósti umræddan dag klukkan 12:51 þegar hann tilkynnti fyrirtækinu að hann hygðist snúa heim sökum þess að vegurinn væri enn lokaður. Ekki liggi fyrir nein gögn í málinu sem sýni fram á að fyrirtækið hafi brugðist við framangreindum tölvupósti ferðamannsins í tæka tíð. Óumdeilt sé að fyrirtækið hafi ekki veitt hina umsömdu þjónustu á þeim tíma sem samið hafði verið um og sóknaraðili hafði greitt fyrir. Þá liggi ekkert fyrir í málinu um að fyrirtækið hafi gert breytingar á tímasetningu ferðar eða brugðist við með öðrum hætti til að fresta efndum. Verði því ekki séð á hvaða grundvelli fyrirtækið geti krafist greiðslu að fjárhæð 185.000 krónur frá ferðamanninum, enda hafi þjónustan ekki verið veitt í samræmi við það sem samið var um. Líta verði á kröfu ferðamannsins um fulla endurgreiðslu sem kröfu um riftun kaupanna. Með vísan til framangreinds telji kærunefndin að ferðamanninum hafi verið heimilt að rifta samningnum og krefjast endurgreiðslu kaupverðsins. Verði því fallist á að fyrirtækinu beri að endurgreiða ferðamanninum 185.000 krónur. Gerði alls konar kröfur sem ekki var hægt að fallast á Hvað varðar kröfu ferðamannsins um greiðslu málskotsgjalds úr hendi fyrirtækisins skuli tekið fram að í lögum lögum um úrskurðaraðila á sviði neytendamála sé ekki að finna ákvæði sem heimilar kærunefndinni að fallast á kröfu um greiðslu málskotsgjalds úr hendi varnaraðila, auk þess sem sóknaraðili fái það endurgreitt í ljósi niðurstöðu málsins. Að því virtu sé kröfu varnaraðila um greiðslu málskostnaðar hafnað. Þá telji kærunefndin ekki unnt að fallast á kröfu ferðamannsins um bætur vegna andlegs álags, enda liggi ekkert fyrir um að hann hafi orðið fyrir tjóni vegna skaðabótaskyldrar háttsemi fyrirtækisins. Loks hafi ferðamaðurinn kröfu um að fyrirtækinu yrði gert að greiða sekt fyrir að veita rangar upplýsingar til evrópsku Neytendaaðstoðarinnar á Íslandi. Kærunefndin bendi á að nefndinni sé ekki heimilt samkvæmt lögunum að leggja á sektir. Af þeim sökum sé kröfu ferðamannsins hafnað.
Ferðamennska á Íslandi Neytendur Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Fleiri fréttir Verðstríð á jólabókamarkaði og hátt í þrefaldur verðmunur „Gamla góða“ Cocoa Puffsið aftur í verslanir Bilun hjá Símanum Freyju og Góu blöskrar ummæli frá Nóa Siríus ÁTVR hafi haldið dýrari og sterkari bjór að neytendum Lækka það sem fæst hjá öðrum en hækka hitt Dominos hækkar verð á þriðjudagstilboðinu Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Gæðin að batna og nóg af klementínum eftir helgi Flóðin á Spáni hafa áhrif á jólahefð Íslendinga Fékk 542 þúsund króna rukkun fyrir hreindýrakjötið Sektuð vegna fullyrðinga um aukinn hárvöxt og minni hrukkur EasyJet lengir flugtímabil frá London til Akureyrar Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Hélt tryggingunni vegna geymslu á innbúi í Grindavík Falskir afslættir og þrýstingur við sölu á Temu Sýkna í vaxtamálinu: „Þetta eru gífurleg vonbrigði“ Megi troða „singles day“ upp í greiðslugáttirnar á sér Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar „Græni punkturinn“ allt að helmingi dýrari en í Bónus og Prís Sjá meira