Tveir drengir handteknir á mótmælum barna Lovísa Arnardóttir skrifar 6. febrúar 2024 14:33 Lögreglumennirnir héldu á öðrum drengnum inn í ómerktan lögreglubíl. Mikill viðbúnaður lögreglu var á mótmælunum í dag. Aðsend Tveir drengir voru handteknir á Austurvelli í morgun á mótmælum nemenda í Hagaskóla. Vitni segja engan sérstakan aðdraganda hafa verið að handtöku drengjanna. Yfirlögregluþjónn segir þá hafa ekki hlýtt fyrirmælum, hindrað störf lögreglu og framið skemmdarverk. Vilborg Saga Stefánsdóttir nemandi var viðstödd mótmælin og segir engan aðdraganda hafa verið að handtöku drengjanna. „Það voru allir að færa sig yfir á annað svæði svo ég elti. Þar voru lögreglumenn í hrúgu með krökkunum,“ segir Vilborg Saga og að hún hafi tekið eftir einhvers konar orðaskaki á milli krakkanna og lögreglumannanna. Héldu á súrmjólkurfernum Hún segir að annar drengjanna hafi þá gengið burt en stuttu seinna hafi fimm lögreglumenn hlaupið að honum og haldið á honum í ómerktan lögreglubíl. Stuttu seinna hafi hinn drengurinn verið handtekinn af lögreglumönnum. Myndband af handtökunni má sjá hér að neðan. Vilborg Saga segir að drengirnir hafi haldið á súrmjólkurfernum en hafi ekki verið að henda úr þeim á þinghúsið. Þeir hafi í raun ekkert verið að gera. Hún segir marga hafa verið orðið hrædda í kjölfar handtökunnar. Sýndu ekki meðalhóf Ragnheiður Freyja Guðmundsdóttir var einnig á mótmælunum. Hún var ekki vitni að aðdraganda handtökunnar en segist hafa séð drengina flutta í lögreglubíl og telur að lögreglan hafi alls ekki sýnt meðalhóf við aðgerðir sínar. „Það var rosalega mikill viðbúnaður lögreglu frá upphafi. Allt frá því að mótmælin hófust klukkan 11. Bæði fyrir framan Alþingishúsið og stór hópur lögreglumanna sem fór að aftan inn í hóp unglinga sem voru að mótmæla,“ segir Ragnheiður og að lögreglan hafi varið miklum tíma að tala við unglingana inn í hópnum. Mikill fjöldi var samankomin á mótmælunum í morgun. Vísir/Kristín „Heildarupplifunin var sérstök því lögreglan fór inn í hópinn allt frá upphafi mótmælanna. Ég held að upplifun unglinganna af því hafi ekki verið góð,“ segir Ragnheiður Freyja. Tilkynnt til barnaverndar Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri segir í samtali við fréttastofu að drengirnir séu á framhaldsskólaaldri og að þeir hafi verið handteknir og færðir á lögreglustöð. Þar hafi þeir verið sóttir af foreldrar sínum. „Þeir voru handteknir fyrir að hindra lögreglu við störf, fyrir skemmdarverk og að fara ekki að fyrirmælum lögreglu, ítrekað,“ segir Ásgeir Þór. Hvað varðar framhaldið segir hann ljóst að lögregla gerir skýrslu um málið og að þetta verði tilkynnt til barnaverndar. Ekkert annað hafi verið ákveðið. Mótmælin fóru ekki vel fram Mótmælin sem fóru fram á Austurvelli voru skipulögð af nemendum í Hagaskóla en þau mótmæltu aðgerðarleysi stjórnvalda þegar kemur að fjölskyldusameiningum fólks frá Gasa. Krakkarnir gengu út úr tíma klukkan 10.30 og niður á Austurvöll þar sem þau mótmæltu við Alþingi. Eggjum hefur verið kastað á þinghúsið í morgun.Vísir/Kristín Spurður hvort að mótmælin hafi annars farið fram með góðum hætti svarar Ásgeir Þór því neitandi. „Það var verið að grýta Alþingishúsið með eggjum og að finna klakabúta og grýta. Nei, ég myndi ekki segja að þetta hafi farið algerlega vel fram,“ segir Ásgeir. Á mótmælum í gær og í dag mátti sjá fleiri lögreglumenn við störf en á fyrri mótmælum. Ásgeir segir að hvert mál metið fyrir sig og þörf á viðbúnaði. „Við metum hvert mál og hvern viðburð fyrir sig. Þessir tveir hafa verið metnir þannig að við töldum nauðsynlegt að vera með fleiri lögreglumenn en við höfum verið með allajafna.“ Grunnskólar Framhaldsskólar Réttindi barna Alþingi Reykjavík Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Lögreglumál Tengdar fréttir Eggjum kastað í þinghúsið Einstaklingar úr hópi grunnskólabarna, sem komu saman til mótmæla á Austurvelli fyrr í dag, hafa kastað eggjum í Alþingishúsið. 6. febrúar 2024 12:10 Fjölskyldusameiningar strandi á Bjarna: „Ég trúi á mennskuna í fólki“ Félagsmálaráðherra segir allt klárt í sínu ráðuneyti hvað varðar fjölskyldusameiningar Palestínubúa. Þær strandi nú á utanríkisráðherra. Hann segist trúa á mennskuna í ríkisstjórninni og vonar að Palestínumönnum verði komið til landsins sem allra fyrst. 5. febrúar 2024 21:55 „Þetta er mitt barn og börnin á Gasa eru líka mín börn“ Forsætisráðherra segir að það sé mikilvægt að það liggi fyrir sem fyrst hvað hægt sé að gera til að aðstoða dvalarleyfishafa við að komast út af Gasa. Tilfinningarík og kraftmikil mótmæli fóru fram við Alþingi í dag. 5. febrúar 2024 20:18 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Vilborg Saga Stefánsdóttir nemandi var viðstödd mótmælin og segir engan aðdraganda hafa verið að handtöku drengjanna. „Það voru allir að færa sig yfir á annað svæði svo ég elti. Þar voru lögreglumenn í hrúgu með krökkunum,“ segir Vilborg Saga og að hún hafi tekið eftir einhvers konar orðaskaki á milli krakkanna og lögreglumannanna. Héldu á súrmjólkurfernum Hún segir að annar drengjanna hafi þá gengið burt en stuttu seinna hafi fimm lögreglumenn hlaupið að honum og haldið á honum í ómerktan lögreglubíl. Stuttu seinna hafi hinn drengurinn verið handtekinn af lögreglumönnum. Myndband af handtökunni má sjá hér að neðan. Vilborg Saga segir að drengirnir hafi haldið á súrmjólkurfernum en hafi ekki verið að henda úr þeim á þinghúsið. Þeir hafi í raun ekkert verið að gera. Hún segir marga hafa verið orðið hrædda í kjölfar handtökunnar. Sýndu ekki meðalhóf Ragnheiður Freyja Guðmundsdóttir var einnig á mótmælunum. Hún var ekki vitni að aðdraganda handtökunnar en segist hafa séð drengina flutta í lögreglubíl og telur að lögreglan hafi alls ekki sýnt meðalhóf við aðgerðir sínar. „Það var rosalega mikill viðbúnaður lögreglu frá upphafi. Allt frá því að mótmælin hófust klukkan 11. Bæði fyrir framan Alþingishúsið og stór hópur lögreglumanna sem fór að aftan inn í hóp unglinga sem voru að mótmæla,“ segir Ragnheiður og að lögreglan hafi varið miklum tíma að tala við unglingana inn í hópnum. Mikill fjöldi var samankomin á mótmælunum í morgun. Vísir/Kristín „Heildarupplifunin var sérstök því lögreglan fór inn í hópinn allt frá upphafi mótmælanna. Ég held að upplifun unglinganna af því hafi ekki verið góð,“ segir Ragnheiður Freyja. Tilkynnt til barnaverndar Ásgeir Þór Ásgeirsson aðstoðarlögreglustjóri segir í samtali við fréttastofu að drengirnir séu á framhaldsskólaaldri og að þeir hafi verið handteknir og færðir á lögreglustöð. Þar hafi þeir verið sóttir af foreldrar sínum. „Þeir voru handteknir fyrir að hindra lögreglu við störf, fyrir skemmdarverk og að fara ekki að fyrirmælum lögreglu, ítrekað,“ segir Ásgeir Þór. Hvað varðar framhaldið segir hann ljóst að lögregla gerir skýrslu um málið og að þetta verði tilkynnt til barnaverndar. Ekkert annað hafi verið ákveðið. Mótmælin fóru ekki vel fram Mótmælin sem fóru fram á Austurvelli voru skipulögð af nemendum í Hagaskóla en þau mótmæltu aðgerðarleysi stjórnvalda þegar kemur að fjölskyldusameiningum fólks frá Gasa. Krakkarnir gengu út úr tíma klukkan 10.30 og niður á Austurvöll þar sem þau mótmæltu við Alþingi. Eggjum hefur verið kastað á þinghúsið í morgun.Vísir/Kristín Spurður hvort að mótmælin hafi annars farið fram með góðum hætti svarar Ásgeir Þór því neitandi. „Það var verið að grýta Alþingishúsið með eggjum og að finna klakabúta og grýta. Nei, ég myndi ekki segja að þetta hafi farið algerlega vel fram,“ segir Ásgeir. Á mótmælum í gær og í dag mátti sjá fleiri lögreglumenn við störf en á fyrri mótmælum. Ásgeir segir að hvert mál metið fyrir sig og þörf á viðbúnaði. „Við metum hvert mál og hvern viðburð fyrir sig. Þessir tveir hafa verið metnir þannig að við töldum nauðsynlegt að vera með fleiri lögreglumenn en við höfum verið með allajafna.“
Grunnskólar Framhaldsskólar Réttindi barna Alþingi Reykjavík Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Lögreglumál Tengdar fréttir Eggjum kastað í þinghúsið Einstaklingar úr hópi grunnskólabarna, sem komu saman til mótmæla á Austurvelli fyrr í dag, hafa kastað eggjum í Alþingishúsið. 6. febrúar 2024 12:10 Fjölskyldusameiningar strandi á Bjarna: „Ég trúi á mennskuna í fólki“ Félagsmálaráðherra segir allt klárt í sínu ráðuneyti hvað varðar fjölskyldusameiningar Palestínubúa. Þær strandi nú á utanríkisráðherra. Hann segist trúa á mennskuna í ríkisstjórninni og vonar að Palestínumönnum verði komið til landsins sem allra fyrst. 5. febrúar 2024 21:55 „Þetta er mitt barn og börnin á Gasa eru líka mín börn“ Forsætisráðherra segir að það sé mikilvægt að það liggi fyrir sem fyrst hvað hægt sé að gera til að aðstoða dvalarleyfishafa við að komast út af Gasa. Tilfinningarík og kraftmikil mótmæli fóru fram við Alþingi í dag. 5. febrúar 2024 20:18 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Eggjum kastað í þinghúsið Einstaklingar úr hópi grunnskólabarna, sem komu saman til mótmæla á Austurvelli fyrr í dag, hafa kastað eggjum í Alþingishúsið. 6. febrúar 2024 12:10
Fjölskyldusameiningar strandi á Bjarna: „Ég trúi á mennskuna í fólki“ Félagsmálaráðherra segir allt klárt í sínu ráðuneyti hvað varðar fjölskyldusameiningar Palestínubúa. Þær strandi nú á utanríkisráðherra. Hann segist trúa á mennskuna í ríkisstjórninni og vonar að Palestínumönnum verði komið til landsins sem allra fyrst. 5. febrúar 2024 21:55
„Þetta er mitt barn og börnin á Gasa eru líka mín börn“ Forsætisráðherra segir að það sé mikilvægt að það liggi fyrir sem fyrst hvað hægt sé að gera til að aðstoða dvalarleyfishafa við að komast út af Gasa. Tilfinningarík og kraftmikil mótmæli fóru fram við Alþingi í dag. 5. febrúar 2024 20:18