Hámhorfið: Hvað eru leikkonur landsins að horfa á? Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 11. febrúar 2024 12:31 Lífið á Vísi ræddi við nokkrar leikkonur um hvað þær eru að horfa á þessa dagana. SAMSETT Sunnudagar eru vinsælir sjónvarpsdagar á mörgum heimilum og einhverjir leyfa sér jafnvel að liggja við áhorf allan daginn undir teppi og slaka vel á til að hlaða batteríin fyrir komandi viku. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á fjölbreyttum hópi þekktra einstaklinga og fá ýmis ráð að góðu glápi. Rætt var við nokkrar leikkonur landsins sem vita hvað þær syngja þegar það kemur að góðu áhorfi og luma hér á ýmsum ráðum fyrir hámhorfið. Aldís Amah Hamilton: Aldís Amah Hamilton hefur meðal annars verið að horfa á suðurkóreskt sjónvarpsefni.Vísir/Vilhelm „Ég hef verið að horfa á Rick and Morty eða Archer yfir kvöldmatnum þegar við Kolbeinn, sambýlismaður minn, erum að vinna á mis við hvort annað. Nýjustu seríur hafa samt ekki alveg náð mér eins og þær fyrri en á þessum tímapunkti eru þetta orðnir „vinir“ mans. Saman erum við dugleg að horfa á suðurkóreskt efni, nýlega heillaði Through the Darkness á Netflix okkur. Þeir gerast um aldamótin og eru svona kóreska sagan af Mindhunter. Í þáttunum er bók Wrestlers nýkomin út og nokkrir lögregluþjónar mjög spenntir að tileinka sér kenningar hans. Leikurinn er frábær og persónurnar svo vel skapaðar, það er eiginlega gullmolinn í þessu. Tónlistin er eiginlega það eina sem var smá óþolandi á köflum en ekkert til að hengja sig á. Það er alltaf gott að horfa á ólíka leikstíla og menningarheima. Til að vega upp á móti því að vera svona heimskúltiveruð erum við slatta í íslensku efni þessa dagana. Húsó og Kennarastofan eru frábærir upp á lengd að gera og auðvelt að horfa með krökkunum, svona flesta þætti allavega. Aðalpersónurnar í þeim eru svo viðkunnanlegar og leikurinn ofsalega góður hjá Ebbu og Kötlu og fleirum auðvitað, Sveppi kom til dæmis skemmtilega á óvart. Mesta hámhorfið nýlega var samt á Netflix þættirna Criminal. Breska serían gjörsamlega átti okkur og Kolbeinn var samt að horfa í annað sinn á hana. Erum núna í smá pásu áður en við tökum hin löndin.“ Helga Braga Jónsdóttir: Helga Braga mælir meðal annars með True Detective. Vísir/Vilhelm „Ég er auðvitað búin að vera að horfa á Húsó sem eru æðislegir þættir á RÚV. Svo er ég búin að vera að horfa á True Detective og það eru náttúrulega frábærir þættir. Ég er svo stolt af íslenskum kollegum mínum sem eru að leika þarna, Lollu minni (Ólafíu Hrönn) og fleirum. Svo er það sem ég er búin að vera að hámhorfa, það eru þættir sem heita The Cleaning Lady. Ég byrjaði að horfa á þá um borð í Icelandair vél og svo varð ég bara að klára það. Það eru nú tvær þáttaraðir búnar og ég er alveg búin að vera að hámhorfa þetta.“ Þuríður Blær Jóhannsdóttir: Þuríður Blær Jóhannsdóttir fer rúman áratug aftur í tímann í vali á sjónvarpsefni. Vísir/Vilhelm „Ég er að horfa aftur á þættina Girls eftir Lenu Dunham. Þessir þættir voru bylting þegar þeir komu út á sínum tíma og eru brilliantly skrifaðir. Gaman líka að skoða tískuna árið 2012.“ Snæfríður Ingvarsdóttir: Snæfríður Ingvarsdóttir er meira fyrir kvikmyndir en þætti og elskar að fara í bíó.Vísir/Vilhelm „Í þáttaseríum var ég að klára síðustu seríuna af the Crown og af Ozark. Ég elska báðar seríurnar. Einstaklega vandaðir og vel leiknir þættir. Annars er ég meira fyrir bíómyndir en þætti. Ég horfi mikið á kvikmyndir og fer mikið í bíó. Ég var að byrja í kvikmyndaklúbbi með vinum þar sem við tökum fyrir áhugaverðar myndir. Næst er það French New Wave Cinema sem verður horft á. Síðasta myndin sem ég fór á í bíó er Poor Things eftir Yorgos Lanthimos og hún er alveg mögnuð, mæli tvímælalaust með henni!“ Unnur Ösp Stefánsdóttir Unnur Ösp mælir með þremur skotheldum seríum. Saga Sig „Ég hef verið obsessed af Succession og White Lotus upp á síðkastið. Ekkert jafnast á við svona sturluð handrit. Fléttan mögnuð, leikstjórnin framúrskarandi en umfram allt persónur sem maður elskar að hata og hatar að elska, leiknar af stórkostlegum leikurum. Ræðan Ronan í lokaseríu Succession fer á spjöld sögunnar yfir eitthvað flottasta leiktvist sögunnar. Kaldhæðni, brotni töffarinn fellir grímuna þegar allir horfa en enginn má sjá,magnað stuff! Toppar allt drasið sem er í boði. Eins megiði ekki missa af Happy Valley, stórkostlegt stuff. Að sjá svona performance hjá sextugri leikkonu, Söru Lancashire, getur ekki annað en veitt manni innblástur og hvatt mann til dáða. Senan þar sem hún og James Norton gera upp þriggja seríu dramað er eitthvað besta sjónvarpsefni sem sést hefur. Horfiði bara á þessar þrjár seríur, þá eruði góð! Þær veita afþreyingu, skemmta og breyta einhverju innra með manni með alvöru dýpt og klikkaðri sálfræði.“ Katla Þórudóttir Njálsdóttir Katla Þórudóttir Njálsdóttir er stöðugt með þætti í gangi í bakgrunni. Aðsent „Ég er týpan sem er alltaf með eitthvað i gangi. Ef ég er að taka til, elda, úti að labba með hundinn og jafnvel í sturtu. Ég er ekki að horfa en er með það í gangi. Ég þoli ekki þögn, ég átta mig á því að þetta er vandamál. En það eru alltaf sömu seríurnar sem verða fyrir valinu sem bakgrunns hljóð, seríurnar sem ég kann utan að: Community (vanmetnir), New Girl og Castle. (Ég stofnaði Castle aðdáendaklúbb í sjötta bekk, lét fólk taka próf á miðvikudögum úr þættinum sem var kvöldið áður, ef þú fékkst nóg rétt þá máttirðu vera með.) Síðan horfi ég mikið á Criminal Minds í bland við þetta. Og ef ég er ekki að horfa á grínþætti eða gróteska morð þætti þá horfi ég á 2000’s unglingamyndir, þær láta mér líða vel og mjúkri. Ég er nýverið búin að hámhorfa íslenskt, ég tók Heima er best, Kennarastofuna, Venjulegt Fólk og jú, Húsó. View this post on Instagram A post shared by Katla Þórudóttir Nja lsdo ttir (@katlanjals) Ég er einnig búin að vera duglegur leiklistarnemi og hef verið að horfa á Shakespeare myndir, Richard III, A Midsummers Night Dream og Romeo + Juliet (er búin að horfa á hana tvisvar á þessu ári, ekki dæma). Ég er líka auðvitað í Idol áhorfshóp með vinum mínum. Að lokum verð ég að nefna samt uppáhalds þættina mína sem ég horfi alltaf reglulega á, Fleabag og Sherlock á BBC. Nei hættu nú alveg hvað það er gott sjónvarp. Einnig þarf ég á hverju ári að taka Stelpurnar, Ligeglad og Vaktirnar í einum rykk.“ Hámhorfið Bíó og sjónvarp Netflix Tengdar fréttir Hámhorfið: Hvað eru grínistar landsins að horfa á? Gular viðvaranir, frost og snjókoma heiðra landsmenn og sófinn og sjónvarpsgláp eru að mati margra hinn prýðilegasti sunnudagskostur. Lífið á Vísi heldur áfram að heyra í fjölbreyttum hópi fólks með mikilvæga spurningu: Hvað ertu að horfa á þessa dagana? 4. febrúar 2024 12:30 Hámhorfið: Hvað eru stjórnmálakonur að horfa á? Sunnudagar eru að öllum líkindum vinsælustu dagarnir fyrir sjónvarpsgláp og huggulegheit. Smekkur fólks á afþreyingarefni er fjölbreyttur og geta nýjar og/eða áður óþekktar þáttaseríur oft komið skemmtilega á óvart. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á þekktum einstaklingum samfélagsins og heyra hvað þeir eru að horfa á þessa dagana. 28. janúar 2024 12:31 Hámhorfið: Hvað eru handboltastrákarnir að horfa á? Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu hafa staðið í ströngu í Þýskalandi síðustu daga og hafa margir landsmenn fylgst vel með. Blaðamaður náði tali af nokkrum leikmönnum þegar þeir áttu stund milli stríða og fékk að forvitnast um hvort þeir væru að horfa á eitthvað skemmtilegt sjónvarpsefni á milli æfinga. 21. janúar 2024 13:00 Hámhorfið: Hvað eru rithöfundar og rapparar að horfa á? Fyrir mörgum eru sunnudagar fyrir sjónvarpsgláp og stundum eru góð ráð dýr þegar það kemur að því að vita hvaða efni er skemmtilegast. Lífið á Vísi heldur áfram að ræða við fólk úr fjölbreyttum áttum um hvað það er að horfa á þessa dagana og í dag eru álitsgjafarnir annað hvort rithöfundar eða rapparar. 14. janúar 2024 13:01 Hámhorfið: Þetta eru íslenskir áhrifavaldar að horfa á Í skammdegi, roki, veðurviðvörunum og öðru slíku er freistandi að enda daginn á að leggjast upp í sófa og kveikja á góðu sjónvarpsefni. Spurningin sem þvælist fyrir hvað flestum er þá: „Hvað eigum við að horfa á?“ og getur ákvörðunin verið furðu erfið. 9. janúar 2024 15:30 Mest lesið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Rætt var við nokkrar leikkonur landsins sem vita hvað þær syngja þegar það kemur að góðu áhorfi og luma hér á ýmsum ráðum fyrir hámhorfið. Aldís Amah Hamilton: Aldís Amah Hamilton hefur meðal annars verið að horfa á suðurkóreskt sjónvarpsefni.Vísir/Vilhelm „Ég hef verið að horfa á Rick and Morty eða Archer yfir kvöldmatnum þegar við Kolbeinn, sambýlismaður minn, erum að vinna á mis við hvort annað. Nýjustu seríur hafa samt ekki alveg náð mér eins og þær fyrri en á þessum tímapunkti eru þetta orðnir „vinir“ mans. Saman erum við dugleg að horfa á suðurkóreskt efni, nýlega heillaði Through the Darkness á Netflix okkur. Þeir gerast um aldamótin og eru svona kóreska sagan af Mindhunter. Í þáttunum er bók Wrestlers nýkomin út og nokkrir lögregluþjónar mjög spenntir að tileinka sér kenningar hans. Leikurinn er frábær og persónurnar svo vel skapaðar, það er eiginlega gullmolinn í þessu. Tónlistin er eiginlega það eina sem var smá óþolandi á köflum en ekkert til að hengja sig á. Það er alltaf gott að horfa á ólíka leikstíla og menningarheima. Til að vega upp á móti því að vera svona heimskúltiveruð erum við slatta í íslensku efni þessa dagana. Húsó og Kennarastofan eru frábærir upp á lengd að gera og auðvelt að horfa með krökkunum, svona flesta þætti allavega. Aðalpersónurnar í þeim eru svo viðkunnanlegar og leikurinn ofsalega góður hjá Ebbu og Kötlu og fleirum auðvitað, Sveppi kom til dæmis skemmtilega á óvart. Mesta hámhorfið nýlega var samt á Netflix þættirna Criminal. Breska serían gjörsamlega átti okkur og Kolbeinn var samt að horfa í annað sinn á hana. Erum núna í smá pásu áður en við tökum hin löndin.“ Helga Braga Jónsdóttir: Helga Braga mælir meðal annars með True Detective. Vísir/Vilhelm „Ég er auðvitað búin að vera að horfa á Húsó sem eru æðislegir þættir á RÚV. Svo er ég búin að vera að horfa á True Detective og það eru náttúrulega frábærir þættir. Ég er svo stolt af íslenskum kollegum mínum sem eru að leika þarna, Lollu minni (Ólafíu Hrönn) og fleirum. Svo er það sem ég er búin að vera að hámhorfa, það eru þættir sem heita The Cleaning Lady. Ég byrjaði að horfa á þá um borð í Icelandair vél og svo varð ég bara að klára það. Það eru nú tvær þáttaraðir búnar og ég er alveg búin að vera að hámhorfa þetta.“ Þuríður Blær Jóhannsdóttir: Þuríður Blær Jóhannsdóttir fer rúman áratug aftur í tímann í vali á sjónvarpsefni. Vísir/Vilhelm „Ég er að horfa aftur á þættina Girls eftir Lenu Dunham. Þessir þættir voru bylting þegar þeir komu út á sínum tíma og eru brilliantly skrifaðir. Gaman líka að skoða tískuna árið 2012.“ Snæfríður Ingvarsdóttir: Snæfríður Ingvarsdóttir er meira fyrir kvikmyndir en þætti og elskar að fara í bíó.Vísir/Vilhelm „Í þáttaseríum var ég að klára síðustu seríuna af the Crown og af Ozark. Ég elska báðar seríurnar. Einstaklega vandaðir og vel leiknir þættir. Annars er ég meira fyrir bíómyndir en þætti. Ég horfi mikið á kvikmyndir og fer mikið í bíó. Ég var að byrja í kvikmyndaklúbbi með vinum þar sem við tökum fyrir áhugaverðar myndir. Næst er það French New Wave Cinema sem verður horft á. Síðasta myndin sem ég fór á í bíó er Poor Things eftir Yorgos Lanthimos og hún er alveg mögnuð, mæli tvímælalaust með henni!“ Unnur Ösp Stefánsdóttir Unnur Ösp mælir með þremur skotheldum seríum. Saga Sig „Ég hef verið obsessed af Succession og White Lotus upp á síðkastið. Ekkert jafnast á við svona sturluð handrit. Fléttan mögnuð, leikstjórnin framúrskarandi en umfram allt persónur sem maður elskar að hata og hatar að elska, leiknar af stórkostlegum leikurum. Ræðan Ronan í lokaseríu Succession fer á spjöld sögunnar yfir eitthvað flottasta leiktvist sögunnar. Kaldhæðni, brotni töffarinn fellir grímuna þegar allir horfa en enginn má sjá,magnað stuff! Toppar allt drasið sem er í boði. Eins megiði ekki missa af Happy Valley, stórkostlegt stuff. Að sjá svona performance hjá sextugri leikkonu, Söru Lancashire, getur ekki annað en veitt manni innblástur og hvatt mann til dáða. Senan þar sem hún og James Norton gera upp þriggja seríu dramað er eitthvað besta sjónvarpsefni sem sést hefur. Horfiði bara á þessar þrjár seríur, þá eruði góð! Þær veita afþreyingu, skemmta og breyta einhverju innra með manni með alvöru dýpt og klikkaðri sálfræði.“ Katla Þórudóttir Njálsdóttir Katla Þórudóttir Njálsdóttir er stöðugt með þætti í gangi í bakgrunni. Aðsent „Ég er týpan sem er alltaf með eitthvað i gangi. Ef ég er að taka til, elda, úti að labba með hundinn og jafnvel í sturtu. Ég er ekki að horfa en er með það í gangi. Ég þoli ekki þögn, ég átta mig á því að þetta er vandamál. En það eru alltaf sömu seríurnar sem verða fyrir valinu sem bakgrunns hljóð, seríurnar sem ég kann utan að: Community (vanmetnir), New Girl og Castle. (Ég stofnaði Castle aðdáendaklúbb í sjötta bekk, lét fólk taka próf á miðvikudögum úr þættinum sem var kvöldið áður, ef þú fékkst nóg rétt þá máttirðu vera með.) Síðan horfi ég mikið á Criminal Minds í bland við þetta. Og ef ég er ekki að horfa á grínþætti eða gróteska morð þætti þá horfi ég á 2000’s unglingamyndir, þær láta mér líða vel og mjúkri. Ég er nýverið búin að hámhorfa íslenskt, ég tók Heima er best, Kennarastofuna, Venjulegt Fólk og jú, Húsó. View this post on Instagram A post shared by Katla Þórudóttir Nja lsdo ttir (@katlanjals) Ég er einnig búin að vera duglegur leiklistarnemi og hef verið að horfa á Shakespeare myndir, Richard III, A Midsummers Night Dream og Romeo + Juliet (er búin að horfa á hana tvisvar á þessu ári, ekki dæma). Ég er líka auðvitað í Idol áhorfshóp með vinum mínum. Að lokum verð ég að nefna samt uppáhalds þættina mína sem ég horfi alltaf reglulega á, Fleabag og Sherlock á BBC. Nei hættu nú alveg hvað það er gott sjónvarp. Einnig þarf ég á hverju ári að taka Stelpurnar, Ligeglad og Vaktirnar í einum rykk.“
Hámhorfið Bíó og sjónvarp Netflix Tengdar fréttir Hámhorfið: Hvað eru grínistar landsins að horfa á? Gular viðvaranir, frost og snjókoma heiðra landsmenn og sófinn og sjónvarpsgláp eru að mati margra hinn prýðilegasti sunnudagskostur. Lífið á Vísi heldur áfram að heyra í fjölbreyttum hópi fólks með mikilvæga spurningu: Hvað ertu að horfa á þessa dagana? 4. febrúar 2024 12:30 Hámhorfið: Hvað eru stjórnmálakonur að horfa á? Sunnudagar eru að öllum líkindum vinsælustu dagarnir fyrir sjónvarpsgláp og huggulegheit. Smekkur fólks á afþreyingarefni er fjölbreyttur og geta nýjar og/eða áður óþekktar þáttaseríur oft komið skemmtilega á óvart. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á þekktum einstaklingum samfélagsins og heyra hvað þeir eru að horfa á þessa dagana. 28. janúar 2024 12:31 Hámhorfið: Hvað eru handboltastrákarnir að horfa á? Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu hafa staðið í ströngu í Þýskalandi síðustu daga og hafa margir landsmenn fylgst vel með. Blaðamaður náði tali af nokkrum leikmönnum þegar þeir áttu stund milli stríða og fékk að forvitnast um hvort þeir væru að horfa á eitthvað skemmtilegt sjónvarpsefni á milli æfinga. 21. janúar 2024 13:00 Hámhorfið: Hvað eru rithöfundar og rapparar að horfa á? Fyrir mörgum eru sunnudagar fyrir sjónvarpsgláp og stundum eru góð ráð dýr þegar það kemur að því að vita hvaða efni er skemmtilegast. Lífið á Vísi heldur áfram að ræða við fólk úr fjölbreyttum áttum um hvað það er að horfa á þessa dagana og í dag eru álitsgjafarnir annað hvort rithöfundar eða rapparar. 14. janúar 2024 13:01 Hámhorfið: Þetta eru íslenskir áhrifavaldar að horfa á Í skammdegi, roki, veðurviðvörunum og öðru slíku er freistandi að enda daginn á að leggjast upp í sófa og kveikja á góðu sjónvarpsefni. Spurningin sem þvælist fyrir hvað flestum er þá: „Hvað eigum við að horfa á?“ og getur ákvörðunin verið furðu erfið. 9. janúar 2024 15:30 Mest lesið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Lífið Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Hámhorfið: Hvað eru grínistar landsins að horfa á? Gular viðvaranir, frost og snjókoma heiðra landsmenn og sófinn og sjónvarpsgláp eru að mati margra hinn prýðilegasti sunnudagskostur. Lífið á Vísi heldur áfram að heyra í fjölbreyttum hópi fólks með mikilvæga spurningu: Hvað ertu að horfa á þessa dagana? 4. febrúar 2024 12:30
Hámhorfið: Hvað eru stjórnmálakonur að horfa á? Sunnudagar eru að öllum líkindum vinsælustu dagarnir fyrir sjónvarpsgláp og huggulegheit. Smekkur fólks á afþreyingarefni er fjölbreyttur og geta nýjar og/eða áður óþekktar þáttaseríur oft komið skemmtilega á óvart. Lífið á Vísi heldur áfram að taka púlsinn á þekktum einstaklingum samfélagsins og heyra hvað þeir eru að horfa á þessa dagana. 28. janúar 2024 12:31
Hámhorfið: Hvað eru handboltastrákarnir að horfa á? Strákarnir okkar í íslenska handboltalandsliðinu hafa staðið í ströngu í Þýskalandi síðustu daga og hafa margir landsmenn fylgst vel með. Blaðamaður náði tali af nokkrum leikmönnum þegar þeir áttu stund milli stríða og fékk að forvitnast um hvort þeir væru að horfa á eitthvað skemmtilegt sjónvarpsefni á milli æfinga. 21. janúar 2024 13:00
Hámhorfið: Hvað eru rithöfundar og rapparar að horfa á? Fyrir mörgum eru sunnudagar fyrir sjónvarpsgláp og stundum eru góð ráð dýr þegar það kemur að því að vita hvaða efni er skemmtilegast. Lífið á Vísi heldur áfram að ræða við fólk úr fjölbreyttum áttum um hvað það er að horfa á þessa dagana og í dag eru álitsgjafarnir annað hvort rithöfundar eða rapparar. 14. janúar 2024 13:01
Hámhorfið: Þetta eru íslenskir áhrifavaldar að horfa á Í skammdegi, roki, veðurviðvörunum og öðru slíku er freistandi að enda daginn á að leggjast upp í sófa og kveikja á góðu sjónvarpsefni. Spurningin sem þvælist fyrir hvað flestum er þá: „Hvað eigum við að horfa á?“ og getur ákvörðunin verið furðu erfið. 9. janúar 2024 15:30