Finnar stóðu uppi sem sigurvegarar og Sviss landaði silfrinu. Íslenska liðið jafnaði með árangri sínum frammistöðuna á leikunum fyrir fjórum árum þegar bronsverðlaun unnust. 55 tóku þótt í leikunum í ár og var keppt í tveimur keppnisgreinum.
Á sunnudag var keppt í „Chef´s table“ sem felur í sér tólf manna borð með ellefu rétta matseðli. Seinni greinin sem fór fram í gær snerist um að afgreiða þriggja rétta matseðil fyrir 110 manns.
Íslenska liðið fékk gullverðlaun í báðum greinunum sem þýðir að liðið skilaði meira en 91 stigi af 100 mögulegum. Lokaniðurstöður dómara eru hins vegar ekki birtar fyrr en á lokadeginum. Þá eru samanlögð stig fyrir báðar greinar lagðar saman og allar keppnisþjóðirnar bornar saman.
„Síðustu ár hefur íslenska kokkalandsliðið náð mjög góðum árangri bæði á heimsmeistaramótinu og á Ólympíuleikunum. Það er afrakstur markvissrar vinnu til fjölda ára og metnaður bæði hjá Klúbbi matreiðslumeistara og liðsfólki,“ segir í tilkynningu frá landsliðinu.