Dagur gæti tekið við Króatíu Sindri Sverrisson skrifar 7. febrúar 2024 14:37 Dagur Sigurðsson hefur þjálfað Japan síðustu ár með góðum árangri. Getty/Slavko Midzor Dagur Sigurðsson gæti orðið næsti landsliðsþjálfari Króatíu í handbolta, og þar með fyrsti útlendingurinn til að stýra liðinu. Hann er sagður í viðræðum við króatíska handknattleikssambandið. Þetta kemur fram í króatíska miðlinum Vecernji í dag. Dagur er reyndar landsliðsþjálfari Japans og með samning sem gildir fram yfir Ólympíuleikana í París í sumar, eftir að hafa stýrt japanska liðinu inn á leikana. Samkvæmt frétt Vecernji virðist hins vegar möguleiki á farsælli lausn hvað þetta varðar, svo að Dagur geti tekið við Króatíu af Goran Perkovac sem var rekinn eftir slæma frammistöðu á nýafstöðnu Evrópumóti. Króatar eru vegna árangurs síns á síðasta HM á leið í undankeppni Ólympíuleikanna í vor. Þar verða þeir í riðli með Alsír, Austurríki og Þýskalandi, en Dagur hefur áður stýrt tveimur síðastnefndu landsliðunum. Þjóðverjar, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, verða á heimavelli í undankeppninni. Tvö efstu liðin komast áfram. Degi virðist því ætlað að koma Króötum á Ólympíuleikana, rétt eins og hann hefur þegar afrekað með Japan. Samkvæmt frétt Vecernji er Dagur staddur í Zagreb ásamt lögfræðingi og þó að ekkert sé frágengið virðist hann vera helsti kandídatinn í stöðu landsliðsþjálfara. Dagur hefur þjálfað Japan frá árinu 2017 en var opinn fyrir því að þjálfa íslenska landsliðið eftir að Guðmundur Guðmundsson hætti á síðasta ári. Hann fundaði með forkólfum HSÍ en kvaðst ekki hafa liðið eins og þeim væri alvara með að vilja ráða hann í starfið. Áður þjálfaði Dagur landslið Þýskalands á árunum 2014-2017 og gerði liðið að Evrópumeistara árið 2016, afar óvænt, og stýrði því til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Ríó. Hann þjálfaði landslið Austurríkis á árunum 2008-2010 eftir að hafa þjálfað austurríska félagsliðið Bregenz, og þjálfaði einnig þýska liðið Füchse Berlín á árunum 2009-2015. EM 2024 í handbolta Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Fleiri fréttir Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum Sjá meira
Þetta kemur fram í króatíska miðlinum Vecernji í dag. Dagur er reyndar landsliðsþjálfari Japans og með samning sem gildir fram yfir Ólympíuleikana í París í sumar, eftir að hafa stýrt japanska liðinu inn á leikana. Samkvæmt frétt Vecernji virðist hins vegar möguleiki á farsælli lausn hvað þetta varðar, svo að Dagur geti tekið við Króatíu af Goran Perkovac sem var rekinn eftir slæma frammistöðu á nýafstöðnu Evrópumóti. Króatar eru vegna árangurs síns á síðasta HM á leið í undankeppni Ólympíuleikanna í vor. Þar verða þeir í riðli með Alsír, Austurríki og Þýskalandi, en Dagur hefur áður stýrt tveimur síðastnefndu landsliðunum. Þjóðverjar, undir stjórn Alfreðs Gíslasonar, verða á heimavelli í undankeppninni. Tvö efstu liðin komast áfram. Degi virðist því ætlað að koma Króötum á Ólympíuleikana, rétt eins og hann hefur þegar afrekað með Japan. Samkvæmt frétt Vecernji er Dagur staddur í Zagreb ásamt lögfræðingi og þó að ekkert sé frágengið virðist hann vera helsti kandídatinn í stöðu landsliðsþjálfara. Dagur hefur þjálfað Japan frá árinu 2017 en var opinn fyrir því að þjálfa íslenska landsliðið eftir að Guðmundur Guðmundsson hætti á síðasta ári. Hann fundaði með forkólfum HSÍ en kvaðst ekki hafa liðið eins og þeim væri alvara með að vilja ráða hann í starfið. Áður þjálfaði Dagur landslið Þýskalands á árunum 2014-2017 og gerði liðið að Evrópumeistara árið 2016, afar óvænt, og stýrði því til bronsverðlauna á Ólympíuleikunum í Ríó. Hann þjálfaði landslið Austurríkis á árunum 2008-2010 eftir að hafa þjálfað austurríska félagsliðið Bregenz, og þjálfaði einnig þýska liðið Füchse Berlín á árunum 2009-2015.
EM 2024 í handbolta Mest lesið Popp vill fá mömmu Sveindísar oftar Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Djurgården 1-2 | Víkingur þarf að sækja stig í Linz Fótbolti „Núna erum við allt í einu komnir í draumalandið“ Fótbolti Alisson á sömu ósk og svo margir stuðningsmenn Liverpool Enski boltinn Mætti syni sínum Íslenski boltinn „Það falla mörg tár á sunnudag“ Handbolti Sjáðu fernuna hjá Sveindísi Jane í Meistaradeildinni Fótbolti „Aldrei séð Guardiola-lið svona lélegt“ Fótbolti Segir að Guardiola hafi fórnað titlum vegna eigin hégómagirndar Enski boltinn Penni Peppas lærði íslensku á undraverðum hraða Körfubolti Fleiri fréttir Bikarleik frestað vegna óútkljáðs kærumáls Hauka og ÍBV „Það falla mörg tár á sunnudag“ Fjörutíu marka kvöld hjá stelpunum hans Þóris Guðjónssveinar réðu ekkert við Ómarslaust lið Magdeburgar Kristján Örn frábær í sigri í Íslendingaslag Óðinn markahæstur í sigri toppliðsins Dönsku stelpurnar í undanúrslitin Landsliðstreyjan ekki í sölu fyrir jól Segir Þóri hafa verndað sig: „Verður ótrúlega sorglegt“ Sænsku stelpurnar spila um fimmta sætið Heimsmeistararnir unnu heimakonur og sendu þær í leik á móti Noregi Greip gæsina en sökuð um óheiðarleika Stiven hafði betur gegn Orra í kvöld Dönsku stelpurnar tryggðu sér úrslitaleik á móti Hollandi FH og Valur fóru bæði í átta liða úrslitin Guðjón Valur búinn að fá nóg af svikahröppum Þórir og norsku stelpurnar komnar í undanúrslitin Hollensku stelpurnar skrefi nær undanúrslitunum Niðurbrotin en fær skyndilega að spila eftir skot í höfuð Markvörður Dags enn að jafna sig eftir árás liðsfélaga Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Guðjón stýrði til sigurs en svekkjandi tap hjá lærisveinum Rúnars Elvar rekinn af velli er Melsungen endurheimti efsta sætið Guðmundur skákaði Arnóri Öruggt hjá Haukum og Stjörnunni Slæmt tap Svía Skildi ekki eftir eitt sekúndubrot á klukkunni Haukar mæta liði sem er á ókunnum slóðum Nýtt lið og ný íbúð með litla bróður: „Var svolítið þröngt með mig á sófanum“ Orri pottþéttur gegn Berlínarrefunum Sjá meira