Hafnar kröfum um vopnahlé og spáir fullnaðarsigri Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 7. febrúar 2024 23:08 Netanyahu kom fram á blaðamannafundi í dag vegna vopnahlésviðræðna. EPA Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael hafnaði í dag vopnahléstillögu Hamas. Þá sagði hann fullnaðarsigur á Gasa væntanlegan á næstu mánuðum. Netanyahu kom fram á blaðamannafundi í dag eftir að Hamas-skamtökin höfðu lagt fram kröfu um vopnahlé á Gasa. Hamas gerðu kröfu um fjögurra og hálfs mánaða langt vopnahlé. Meðan á því stæði yrðu allir gíslar í haldi þeirra látnir lausir, hermenn Ísraelshers myndu yfirgefa Gasa. Þá næðist samkomulag um stríðslok. Tillaga Hamas var mótsvar við vopnahléstillögu sem bandarískir og ísraelskir njósnaforingjar sömdu og sáttasemjarar frá Katar og Egyptalandi afhentu samtökunum í síðustu viku. Blinken vongóður Á fundinum sagði Netanyahu samningaviðræður við Hamas gengið brösuglega og sagði kröfur samtakanna fáránlegar. Samningaviðræðum er þó ekki lokið og enn er unnið í von um að samkomulag náist. „Það er engin önnur lausn en endanlegur sigur,“ sagði Netanyahu á blaðamannafundinum. „Ef Hamas-samtökin lifa af í Gasa er einungis tímaspursmál hvenær næsta fjöldamorð á sér stað.“ Anthony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna er staddur í Tel Aviv og kom fram á blaðamannafundi fyrr í kvöld. Þar sagðist hann enn vongóður um að vopnahléssamningur næðist. Hann sagðist sjá möguleika í þeim tillögum sem Hamas höfðu sent til baka og að ætlunin væri að ná fram vopnahléi. Sami Abu Zuhri, talsmaður Hamas, lýsti ummælum Netanyahu sem pólitískum mannalátum sem sýndu ásetning forsætisráðherrans að halda áfram átökum á svæðinu. Annar talsmaður Hamas, Osama Hamdan, sagði sendinefnd Hamas munu ferðast til Kaíró á morgun til frekari viðræðna um vopnahlé við sáttasemjara Egyptalands og Katar. Hamdan hvatti jafnframt hersveitir Palestínumanna til frekari bardaga. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Um 130 sagðir hafa látist í árásum Ísraelshers á Rafah Samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) segir að minnsta kosti 20 Palestínumenn hafa látist um helgina í loftárásum Ísraelshers á Rafah. 5. febrúar 2024 06:57 Íslenskar konur sóttu fjölskyldu frá Gasa: „Drengirnir voru þreyttir og sögðu lítið“ „Þetta er ekki svona flókið, og ef þetta er svona flókið, hvernig fórum við þá að þessu? Þetta er enginn ómöguleiki,“ segir rithöfundurinn Bergþóra Snæbjörnsdóttir, sem er nú stödd í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, þar sem hún tók á móti fjögurra manna fjölskyldu frá Gasa í dag. 6. febrúar 2024 22:23 Nánast allir íbúar Gasa reiða sig á okkur Gréta Gunnarsdóttir, yfirmaður UNRWA í New York, segir starfsemi stofnunarinnar falla um sjálfa sig í lok mánaðarins ef þau ríki sem ætla sér að fresta framlögum til stofnunarinnar láta verða af því. Tvær milljónir manna á Gasa reiða sig á stofnunina en auk þess starfar hún á Vesturbakkanum í Palestínu og í Jórdaníu og Sýrlandi. 4. febrúar 2024 12:00 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Netanyahu kom fram á blaðamannafundi í dag eftir að Hamas-skamtökin höfðu lagt fram kröfu um vopnahlé á Gasa. Hamas gerðu kröfu um fjögurra og hálfs mánaða langt vopnahlé. Meðan á því stæði yrðu allir gíslar í haldi þeirra látnir lausir, hermenn Ísraelshers myndu yfirgefa Gasa. Þá næðist samkomulag um stríðslok. Tillaga Hamas var mótsvar við vopnahléstillögu sem bandarískir og ísraelskir njósnaforingjar sömdu og sáttasemjarar frá Katar og Egyptalandi afhentu samtökunum í síðustu viku. Blinken vongóður Á fundinum sagði Netanyahu samningaviðræður við Hamas gengið brösuglega og sagði kröfur samtakanna fáránlegar. Samningaviðræðum er þó ekki lokið og enn er unnið í von um að samkomulag náist. „Það er engin önnur lausn en endanlegur sigur,“ sagði Netanyahu á blaðamannafundinum. „Ef Hamas-samtökin lifa af í Gasa er einungis tímaspursmál hvenær næsta fjöldamorð á sér stað.“ Anthony Blinken utanríkisráðherra Bandaríkjanna er staddur í Tel Aviv og kom fram á blaðamannafundi fyrr í kvöld. Þar sagðist hann enn vongóður um að vopnahléssamningur næðist. Hann sagðist sjá möguleika í þeim tillögum sem Hamas höfðu sent til baka og að ætlunin væri að ná fram vopnahléi. Sami Abu Zuhri, talsmaður Hamas, lýsti ummælum Netanyahu sem pólitískum mannalátum sem sýndu ásetning forsætisráðherrans að halda áfram átökum á svæðinu. Annar talsmaður Hamas, Osama Hamdan, sagði sendinefnd Hamas munu ferðast til Kaíró á morgun til frekari viðræðna um vopnahlé við sáttasemjara Egyptalands og Katar. Hamdan hvatti jafnframt hersveitir Palestínumanna til frekari bardaga.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Tengdar fréttir Um 130 sagðir hafa látist í árásum Ísraelshers á Rafah Samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) segir að minnsta kosti 20 Palestínumenn hafa látist um helgina í loftárásum Ísraelshers á Rafah. 5. febrúar 2024 06:57 Íslenskar konur sóttu fjölskyldu frá Gasa: „Drengirnir voru þreyttir og sögðu lítið“ „Þetta er ekki svona flókið, og ef þetta er svona flókið, hvernig fórum við þá að þessu? Þetta er enginn ómöguleiki,“ segir rithöfundurinn Bergþóra Snæbjörnsdóttir, sem er nú stödd í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, þar sem hún tók á móti fjögurra manna fjölskyldu frá Gasa í dag. 6. febrúar 2024 22:23 Nánast allir íbúar Gasa reiða sig á okkur Gréta Gunnarsdóttir, yfirmaður UNRWA í New York, segir starfsemi stofnunarinnar falla um sjálfa sig í lok mánaðarins ef þau ríki sem ætla sér að fresta framlögum til stofnunarinnar láta verða af því. Tvær milljónir manna á Gasa reiða sig á stofnunina en auk þess starfar hún á Vesturbakkanum í Palestínu og í Jórdaníu og Sýrlandi. 4. febrúar 2024 12:00 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ingólfur tapar meiðyrðamáli: „Þá í að halda áfram að nauðga og beita ungar konur ofbeldi?“ Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Fleiri fréttir Sex látnir eftir að þyrla brotlenti í New York Ógnarúlfur risinn upp frá dauðum Andrew Tate beint byssu að andliti konu og hótað henni Fæddi barn ókunnugrar konu vegna mistaka Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Sjá meira
Um 130 sagðir hafa látist í árásum Ísraelshers á Rafah Samhæfingarskrifstofa aðgerða Sameinuðu þjóðanna í mannúðarmálum (OCHA) segir að minnsta kosti 20 Palestínumenn hafa látist um helgina í loftárásum Ísraelshers á Rafah. 5. febrúar 2024 06:57
Íslenskar konur sóttu fjölskyldu frá Gasa: „Drengirnir voru þreyttir og sögðu lítið“ „Þetta er ekki svona flókið, og ef þetta er svona flókið, hvernig fórum við þá að þessu? Þetta er enginn ómöguleiki,“ segir rithöfundurinn Bergþóra Snæbjörnsdóttir, sem er nú stödd í Kaíró, höfuðborg Egyptalands, þar sem hún tók á móti fjögurra manna fjölskyldu frá Gasa í dag. 6. febrúar 2024 22:23
Nánast allir íbúar Gasa reiða sig á okkur Gréta Gunnarsdóttir, yfirmaður UNRWA í New York, segir starfsemi stofnunarinnar falla um sjálfa sig í lok mánaðarins ef þau ríki sem ætla sér að fresta framlögum til stofnunarinnar láta verða af því. Tvær milljónir manna á Gasa reiða sig á stofnunina en auk þess starfar hún á Vesturbakkanum í Palestínu og í Jórdaníu og Sýrlandi. 4. febrúar 2024 12:00