„Ég átti afar erfitt með að halda aftur af tárunum þegar ég fylgdist með“ Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 8. febrúar 2024 10:00 Dóttir Hildar Maríu og Sigurðar Jakobs mætti í heiminn fjórum vikum fyrir settan dag. Hildur María Fyrrverandi fegurðardrottningin og handboltakonan Hildur María Leifsdóttir og kærastinn hennar Sigurður Jakob Helgason lögmaður eignuðust stúlku 4. febrúar síðastliðinn, fjórum vikum fyrir settan dag. Parið greinir frá komu dótturinnar í sameiginlegri færslu á Instagram. „Foreldrarnir voru ekki tilbúnir, íbúðin var ekki tilbúin, barnaherbergið var ekki tilbúið, heimfarasettið var ekki tilbúið, óléttu myndatakan var ekki búin, barna vagninn ekki kominn, barnabókin hafði ekki verið lesin, bleyjur höfðu ekki verið keyptar, bílstóllinn ekki settur upp í bíl og svo lengi mætti telja. En hún dóttir okkar var svo sannarlega tilbúin og mætti óvænt í heiminn á sunnudaginn 4. febrúar, 4 vikum fyrir settan dag,“ skrifar parið við færsluna og deilir myndum af frumburðinum: „Hún hefur því annað hvort fengið lélega tímaskyn móður sinnar, eða þá þráhyggju föður síns um að þurfa alltaf að mæta á undan öllum, en einungis tíminn mun leiða það í ljós.“ View this post on Instagram A post shared by Hildur Maria (@hildurmariaa) Hildur missti vatnið án nokkurs fyrirvara að laugardagsmorgni 3. febrúar. „Við tók smá hasar sem innihélt meðal annars sjúkrabílaferð upp á fæðingardeild, en litla hafði nefnilega ekki skorðað sig og var Hildur því í framhaldi sett af stað. Fæðingin gekk upp og niður og í allar áttir og stóð Hildur sig svo einstaklega vel á öllum stundum að ég átti vart til orða. Krafturinn, hugrekkið og styrkurinn sem hún sýndi er erfitt að lýsa með góðum hætti en það voru algjör forréttindi að horfa upp á hana og eiga þessa stund með henni, en ég átti afar erfitt með að halda aftur að tárunum þegar ég fylgdist með og studdi þetta hörkutól sem hún er. Nýja fjölskyldan eyddi þremur fyrstu nóttum sínum upp á fæðingardeild svo hægt væri að fylgjast með litlu, en fórum loks heim í dag með full heilbrigða prinsessu,“ skrifar Sigurður stoltur. Hildur María og Sigurður Jakob byrjuðu að stinga saman nefjum fyrir um tveimur árum. View this post on Instagram A post shared by Hildur Maria (@hildurmariaa) Hildur bar sigur úr býtum í Miss Universe Iceland árið 2016. Hildur keppti fyrir Íslands hönd í Miss Universe á Filippseyjum 30. janúar 2017. Barnalán Tímamót Ástin og lífið Tengdar fréttir Hildur María er Miss Universe Iceland árið 2016 Hildur María Leifsdóttir vann keppnina Miss Universe Iceland sem fram fór í Gamla Bíó í gærkvöldi. 13. september 2016 00:00 Mest lesið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf Fleiri fréttir Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Sjá meira
„Foreldrarnir voru ekki tilbúnir, íbúðin var ekki tilbúin, barnaherbergið var ekki tilbúið, heimfarasettið var ekki tilbúið, óléttu myndatakan var ekki búin, barna vagninn ekki kominn, barnabókin hafði ekki verið lesin, bleyjur höfðu ekki verið keyptar, bílstóllinn ekki settur upp í bíl og svo lengi mætti telja. En hún dóttir okkar var svo sannarlega tilbúin og mætti óvænt í heiminn á sunnudaginn 4. febrúar, 4 vikum fyrir settan dag,“ skrifar parið við færsluna og deilir myndum af frumburðinum: „Hún hefur því annað hvort fengið lélega tímaskyn móður sinnar, eða þá þráhyggju föður síns um að þurfa alltaf að mæta á undan öllum, en einungis tíminn mun leiða það í ljós.“ View this post on Instagram A post shared by Hildur Maria (@hildurmariaa) Hildur missti vatnið án nokkurs fyrirvara að laugardagsmorgni 3. febrúar. „Við tók smá hasar sem innihélt meðal annars sjúkrabílaferð upp á fæðingardeild, en litla hafði nefnilega ekki skorðað sig og var Hildur því í framhaldi sett af stað. Fæðingin gekk upp og niður og í allar áttir og stóð Hildur sig svo einstaklega vel á öllum stundum að ég átti vart til orða. Krafturinn, hugrekkið og styrkurinn sem hún sýndi er erfitt að lýsa með góðum hætti en það voru algjör forréttindi að horfa upp á hana og eiga þessa stund með henni, en ég átti afar erfitt með að halda aftur að tárunum þegar ég fylgdist með og studdi þetta hörkutól sem hún er. Nýja fjölskyldan eyddi þremur fyrstu nóttum sínum upp á fæðingardeild svo hægt væri að fylgjast með litlu, en fórum loks heim í dag með full heilbrigða prinsessu,“ skrifar Sigurður stoltur. Hildur María og Sigurður Jakob byrjuðu að stinga saman nefjum fyrir um tveimur árum. View this post on Instagram A post shared by Hildur Maria (@hildurmariaa) Hildur bar sigur úr býtum í Miss Universe Iceland árið 2016. Hildur keppti fyrir Íslands hönd í Miss Universe á Filippseyjum 30. janúar 2017.
Barnalán Tímamót Ástin og lífið Tengdar fréttir Hildur María er Miss Universe Iceland árið 2016 Hildur María Leifsdóttir vann keppnina Miss Universe Iceland sem fram fór í Gamla Bíó í gærkvöldi. 13. september 2016 00:00 Mest lesið Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Lífið Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin Lífið Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Lífið Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Lífið Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Lífið „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Lífið Madonna og Elton John grafa stríðsöxina Lífið Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Lífið Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Lífið Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Lífið samstarf Fleiri fréttir Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Greindist með skyrbjúg eftir notkun megrunarlyfs Slæm hárgreiðsla Steinda varð enn verri Herra Hnetusmjör og Sara selja lúxusíbúð innan við ári eftir kaupin „Prinsessur eru líka sterkar og fyndnar“ Madonna og Elton John grafa stríðsöxina 80 syngjandi karlar syngja hér heima og í Gimli í Kanada „Fólkið hefur gleymst og þetta er ekki manneskjulegt“ Kveðju kastað á Megas í tilefni dagsins Bleik og ævintýraleg miðbæjarperla Með skottið fullt af próteini Trommari Blondie er fallinn frá Stjörnulífið: Skvísuafmæli, Hönnunarmars og hækkandi sól Tónhylur sameinar reynslubolta og þá efnilegustu Geðbrigði er sigurvegari Músiktilrauna Fjölskylda Bryndísar Klöru þakklát Seldu draumahúsið og skella sér í Asíuævintýri með krakkana Laufey sendir lekamönnum tóninn Mikilvægt að á Íslandi sé framleitt úr íslenskri ull „Þessi krakki mun aldrei hlaupa á eftir bolta“ Sjóræningjar réðust á Íslendinga Krakkatían: Blæja, birnir og sveppahús „Ef þú ræðst svona aftur á mig þá stíg ég á fótinn þinn“ Átta ára sæmd heiðursmerki fyrir að bjarga lífi móður sinnar Tæknidagur fjölskyldunnar er í Neskaupstað í dag Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Sjá meira
Hildur María er Miss Universe Iceland árið 2016 Hildur María Leifsdóttir vann keppnina Miss Universe Iceland sem fram fór í Gamla Bíó í gærkvöldi. 13. september 2016 00:00