Bandaríska þjóðin fékk sigurkossinn í leikslok Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. febrúar 2024 04:31 Taylor Swift kyssir Travis Kelce niðri á vellinum eftir sigur Kansas City Chiefs í Super Bowl. APBrynn Anderson Travis Kelce og Taylor Swift kysstust innilega niðri á vellinum eftir að Kansas City Chiefs tryggði sér sigur í Super Bowl leiknum í nótt. Höfðingjarnir unnu 25-22 sigur á San Francisco 49ers í æsispennandi framlengdum leik. Gríðarlegur áhugi var á Super Bowl í ár og ekki síst vegna aðkomu tónlistarstórstjörnunnar Taylor Swift. Swift flaug hálfan hnöttinn frá Tokýó til Las Vegas til að styðja við bakið á kærasta sínum Travis Kelce. Swift byrjaði vikuna á því að vinna tvenn Grammy-verðlaun, tilkynnti um leið um nýja plötu í apríl, hélt síðan fjóra tónaleika í Japan og endaði ótrúlega viku á því að fagna sigri í stærsta íþróttakappleik ársins með kærasta sínum. Taylor hefur fjölgað mikið í áhugafólki um NFL-deildina og þá sérstaklega fólki úr gríðarlega stórum aðdáendahóp hennar. Travis and Taylor. pic.twitter.com/wCb19KO0Qa— NFL (@NFL) February 12, 2024 Kelce hefur sjálfur rokið upp í vinsældum og það getur verið varasamt. Það leit líka út um tíma að Kelce væri að fara yfir um á hliðarlínunni enda sást hann bæði öskra á og keyra utan í þjálfara sinn Andy Reid. Kelce átti skelfilegan fyrri hálfleik en lék mun betur í þeim síðari og átti mikinn þátt í sigri Chiefs þrátt fyrir að hann hafi ekki skorað sjálfur snertimark. Myndavélarnar fóru að sjálfsögðu nokkrum sinnum á Talyor í stúkunni sem lifði sig mikið inn í leikinn og var um tíma farinn að naga neglurnar enda spennan alveg gríðarleg. Hún er örugglega búin að læra það núna með á meðan Patrick Mahomes er í liðinu er alltaf möguleiki. Mahomes á mörg ár eftir í boltanum en er þegar kominn í hóp fárra með því að vinna þrjá meistaratitla. say it loud and proud #ChiefsKingdom pic.twitter.com/9DnQF93KQx— NFL (@NFL) February 12, 2024 Chiefs liðið landaði sigri með frábærri lokasókn undir stjórn Mahomes og Kelce var í miklu stuði í leikslok þegar hann fékk hljóðnemann. Þar talaði hann um að vinna þriðja árið í röð og það leit ekkert út fyrir það að hann væri mögulega að fara hætta eins og einhverjir voru búnir að spá. Bandaríska þjóðin fékk síðan sigurkossinn hjá þeim Taylor og Travis í leikslok eins og sjá má hér fyrir neðan. AP/John Locher AP/John Locher NFL Ofurskálin Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira
Gríðarlegur áhugi var á Super Bowl í ár og ekki síst vegna aðkomu tónlistarstórstjörnunnar Taylor Swift. Swift flaug hálfan hnöttinn frá Tokýó til Las Vegas til að styðja við bakið á kærasta sínum Travis Kelce. Swift byrjaði vikuna á því að vinna tvenn Grammy-verðlaun, tilkynnti um leið um nýja plötu í apríl, hélt síðan fjóra tónaleika í Japan og endaði ótrúlega viku á því að fagna sigri í stærsta íþróttakappleik ársins með kærasta sínum. Taylor hefur fjölgað mikið í áhugafólki um NFL-deildina og þá sérstaklega fólki úr gríðarlega stórum aðdáendahóp hennar. Travis and Taylor. pic.twitter.com/wCb19KO0Qa— NFL (@NFL) February 12, 2024 Kelce hefur sjálfur rokið upp í vinsældum og það getur verið varasamt. Það leit líka út um tíma að Kelce væri að fara yfir um á hliðarlínunni enda sást hann bæði öskra á og keyra utan í þjálfara sinn Andy Reid. Kelce átti skelfilegan fyrri hálfleik en lék mun betur í þeim síðari og átti mikinn þátt í sigri Chiefs þrátt fyrir að hann hafi ekki skorað sjálfur snertimark. Myndavélarnar fóru að sjálfsögðu nokkrum sinnum á Talyor í stúkunni sem lifði sig mikið inn í leikinn og var um tíma farinn að naga neglurnar enda spennan alveg gríðarleg. Hún er örugglega búin að læra það núna með á meðan Patrick Mahomes er í liðinu er alltaf möguleiki. Mahomes á mörg ár eftir í boltanum en er þegar kominn í hóp fárra með því að vinna þrjá meistaratitla. say it loud and proud #ChiefsKingdom pic.twitter.com/9DnQF93KQx— NFL (@NFL) February 12, 2024 Chiefs liðið landaði sigri með frábærri lokasókn undir stjórn Mahomes og Kelce var í miklu stuði í leikslok þegar hann fékk hljóðnemann. Þar talaði hann um að vinna þriðja árið í röð og það leit ekkert út fyrir það að hann væri mögulega að fara hætta eins og einhverjir voru búnir að spá. Bandaríska þjóðin fékk síðan sigurkossinn hjá þeim Taylor og Travis í leikslok eins og sjá má hér fyrir neðan. AP/John Locher AP/John Locher
NFL Ofurskálin Mest lesið Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Fótbolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Körfubolti Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni Körfubolti Fleiri fréttir Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ McTominay hetja Napoli Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val Blésu til veislu eftir brostna drauma í Mílanó Cecilía að landa silfri og Fanney mætt í markið Sjáðu Ísak fara á kostum í Svíþjóð í dag Arsenal í erfiðri stöðu eftir haítískt sigurmark Mögnuð endurkoma mikilvæg í toppbaráttunni Ísak bombaði inn úr þröngu færi Kunnu ekki reglurnar og komust að því í beinni útsendingu Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Landsliðsmaður lést í fjögurra bíla árekstri Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Sjá meira