Landris hafið á ný undir Svartsengi Magnús Jochum Pálsson skrifar 12. febrúar 2024 10:42 Allir GPS-mælar við Svartsengi sýna skýr merki um landris og kvikusöfnun. Björn Steinbekk Mælar á Svartsengissvæðinu sýna að landris sé hafið og að kvika sé farin að safnast undir Svartsengi að nýju. Enn sé of snemmt að gera líkanreikninga eða mæla nákvæma staðsetningu. Stöðufundi vísindamanna á Veðurstofu Íslands og Háskóla Íslands og Almannavarna lauk fyrir skömmu. „Það eru merki um það að landrisið sé byrjað aftur eins og búist var við miðað við atburðarásina eftir gosin á undan,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur, spurður út í stöðuna á Svartsengissvæðinu. Er það á nákvæmlega sama stað? „Allir mælar á Svartsengissvæðinu sýna skýrt landris. Það er ekkert meira komið. Það á eftir að gera líkanreikning og það eru ekki gervitunglamyndir sem sýna nákvæma staðsetningu. Það eru GPS-mælar á svæðinu sem sýna skýrt landris,“ segir hann. Samkvæmt fréttatilkynningu Veðurstofunnar rís land á svæðinu um hálfan til einn sentímetra á dag sem sé svipaður hraði og eftir síðustu eldgos. Miklar líkur séu því á að atburðarás fyrri atburða endurtaki sig eftir nokkrar vikur með nýju kvikuhlaupi og eldgosi. Dýpri geymir dæli kviku undir Svartsengi Einar segir vísindamenn hafa búist við þessu í ljósi fyrri atburða frá því að kvikugangurinn stóri myndaðist í Grindavík í nóvember. Það hafi komið þrír atburðir í röð þar sem land hafi farið að rísa í kjölfar eldgosa. „Fyrir eldgosið núna á fimmtudaginn var kvikan búin að safnast í tæpan mánuð undir Svartsengi og þegar kvikumagnið og kvikuþrýstingurinn er orðið nægt þannig að kvikan hlaupi yfir í Sundhnúksgígana þá gýs þar og kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi er orðið nokkurn veginn tómt,“ segir Einar. „En það er dýpri geymir einhvers staðar neðar sem heldur áfram að dæla kviku undir Svartsengi. Þannig það að landrisið sé orðið skýrt aftur segir okkur að kvika sé aftur farin að safnast undir Svartsengi,“ segir hann. „Við fylgjumst með því hvernig landrisið þróast, gerum líkanreikninga, áætlum hversu mikið rúmmál er að safnast þarna smátt og smátt. Fyrir síðasta gos þá voru þetta um tíu milljón rúmmetrar þannig það er talan sem við horfum á núna,“ segir Einar. Við vitum ekkert hvað það er mikið magn þarna undir? Það gætu haldið áfram gos með reglulegu millibili? „Það er óvissan í þessu. Það sem er að koma úr dýpri geyminum, það er erfitt að áætla hversu stór hann er eða hversu lengi getur komið úr honum. En það er greinilega að koma,“ segir Einar. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Stöðufundi vísindamanna á Veðurstofu Íslands og Háskóla Íslands og Almannavarna lauk fyrir skömmu. „Það eru merki um það að landrisið sé byrjað aftur eins og búist var við miðað við atburðarásina eftir gosin á undan,“ segir Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur, spurður út í stöðuna á Svartsengissvæðinu. Er það á nákvæmlega sama stað? „Allir mælar á Svartsengissvæðinu sýna skýrt landris. Það er ekkert meira komið. Það á eftir að gera líkanreikning og það eru ekki gervitunglamyndir sem sýna nákvæma staðsetningu. Það eru GPS-mælar á svæðinu sem sýna skýrt landris,“ segir hann. Samkvæmt fréttatilkynningu Veðurstofunnar rís land á svæðinu um hálfan til einn sentímetra á dag sem sé svipaður hraði og eftir síðustu eldgos. Miklar líkur séu því á að atburðarás fyrri atburða endurtaki sig eftir nokkrar vikur með nýju kvikuhlaupi og eldgosi. Dýpri geymir dæli kviku undir Svartsengi Einar segir vísindamenn hafa búist við þessu í ljósi fyrri atburða frá því að kvikugangurinn stóri myndaðist í Grindavík í nóvember. Það hafi komið þrír atburðir í röð þar sem land hafi farið að rísa í kjölfar eldgosa. „Fyrir eldgosið núna á fimmtudaginn var kvikan búin að safnast í tæpan mánuð undir Svartsengi og þegar kvikumagnið og kvikuþrýstingurinn er orðið nægt þannig að kvikan hlaupi yfir í Sundhnúksgígana þá gýs þar og kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi er orðið nokkurn veginn tómt,“ segir Einar. „En það er dýpri geymir einhvers staðar neðar sem heldur áfram að dæla kviku undir Svartsengi. Þannig það að landrisið sé orðið skýrt aftur segir okkur að kvika sé aftur farin að safnast undir Svartsengi,“ segir hann. „Við fylgjumst með því hvernig landrisið þróast, gerum líkanreikninga, áætlum hversu mikið rúmmál er að safnast þarna smátt og smátt. Fyrir síðasta gos þá voru þetta um tíu milljón rúmmetrar þannig það er talan sem við horfum á núna,“ segir Einar. Við vitum ekkert hvað það er mikið magn þarna undir? Það gætu haldið áfram gos með reglulegu millibili? „Það er óvissan í þessu. Það sem er að koma úr dýpri geyminum, það er erfitt að áætla hversu stór hann er eða hversu lengi getur komið úr honum. En það er greinilega að koma,“ segir Einar.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira