Óljóst hversu lengi diplómatarnir verða í Egyptalandi Lovísa Arnardóttir skrifar 12. febrúar 2024 15:38 Þrír fulltrúar utanríkisráðuneytisins eru í Kaíró til að hitta fulltrúa Egyptalands, Ísraels og Norðurlandanna. Vísir/Einar Þrír fulltrúar utanríkisráðuneytisins eru staddir í Kaíró höfuðborg Egyptalands til að kanna aðstæður og eiga fundi með fulltrúum egypskra stjórnvalda. Það segir í svari utanríkisráðuneytisins um hlutverk fulltrúana í Egyptalandi. „Þá eru sömuleiðis fyrirhugaðir fundir með fulltrúum Norðurlandanna sem og Ísrael,“ segir enn fremur. Ekki liggur fyrir samkvæmt svari ráðuneytisins hversu lengi þau verða úti en ferðin var farin í þeim tilgangi „að sinna áframhaldandi undirbúningi utanríkisráðuneytisins“. Spurð um reynslu fulltrúanna við slík störf segir í svari utanríkisráðuneytisins að þau hafi „víðtæka reynslu úr utanríkisþjónustunni, af borgaraþjónustumálum sem og reynslu af störfum á mannúðarsvæðum.“ Taka fyrir beiðni sjálfboðaliða um fund Fram kom í viðtali við Semu Erlu Serdaroglu á Vísi í dag að hún, og aðrir sjálfboðaliðar sem eru staddir í Egyptalandi, hefðu sett sig í samband við ráðuneytið og hefðu áhuga á að komast í samband við þau. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um málið segir að óformleg beiðni frá sjálfboðaliðunum í Kaíró sé til skoðunar í ráðuneytinu. Sjálfboðaliðarnir eru í Egyptalandi til að aðstoða fólk sem er komið með dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar yfir landamærin. Eftir að fólk er komið yfir landamærin getur það leitað aðstoðar Alþjóðlegu fólksflutningastofnunarinnar til að komast til Íslands. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu sér félagsmálaráðuneytið alfarið um samskipti við stofnunina. Utanríkismál Egyptaland Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sprengjuregn á Rafah og tveimur gíslum bjargað Ísraelar segjast hafa bjargað tveimur gíslum sem verið hafa í haldi Hamas samtakanna frá því í október. 12. febrúar 2024 07:13 Átta milljónir söfnuðust á listaverkauppboði til styrktar fólki á Gasa Átta milljónir króna söfnuðust til styrktar neyðaraðstoðar á Gasa á listaverkauppboði sem nýlega fór fram á samfélagsmiðlinum Instagram. Styrkurinn var afhentur Félaginu Ísland-Palestína í dag. 12. febrúar 2024 00:13 „Bara sjálfboðaliðar og engir diplómatar“ María Lilja Þrastardóttir ein úr þriggja kvenna hópi aðgerðarsinna sem fóru til Egyptalands og tókst að koma tveimur fjölskyldum frá Gasa er stödd í Rómaborg á leið sinni heim til Íslands. Hún segir ferli þriðju fjölskyldunnar langt á leið komið og gefur lítið fyrir hangs stjórnvalda. 11. febrúar 2024 16:33 Fulltrúar utanríkisráðuneytisins í Kaíró Fulltrúar utanríkisráðuneytisins fóru til Kaíró í gær til að funda með fulltrúum egypskra stjórnvalda og annarra ríkja. Aðeins ellefu þeirra tæplega 130 Palestínumanna sem fengið hafa dvalarleyfi hér á landi eru komin til landsins. 11. febrúar 2024 13:43 Palestínska fjölskyldan farin úr landi Palestínska fjölskyldan sem handtekin var af sérsveitarmönnum í gærmorgun hefur verið send úr landi og lagði af stað til Grikklands. 11. febrúar 2024 12:50 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Sjá meira
„Þá eru sömuleiðis fyrirhugaðir fundir með fulltrúum Norðurlandanna sem og Ísrael,“ segir enn fremur. Ekki liggur fyrir samkvæmt svari ráðuneytisins hversu lengi þau verða úti en ferðin var farin í þeim tilgangi „að sinna áframhaldandi undirbúningi utanríkisráðuneytisins“. Spurð um reynslu fulltrúanna við slík störf segir í svari utanríkisráðuneytisins að þau hafi „víðtæka reynslu úr utanríkisþjónustunni, af borgaraþjónustumálum sem og reynslu af störfum á mannúðarsvæðum.“ Taka fyrir beiðni sjálfboðaliða um fund Fram kom í viðtali við Semu Erlu Serdaroglu á Vísi í dag að hún, og aðrir sjálfboðaliðar sem eru staddir í Egyptalandi, hefðu sett sig í samband við ráðuneytið og hefðu áhuga á að komast í samband við þau. Í svari ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um málið segir að óformleg beiðni frá sjálfboðaliðunum í Kaíró sé til skoðunar í ráðuneytinu. Sjálfboðaliðarnir eru í Egyptalandi til að aðstoða fólk sem er komið með dvalarleyfi á Íslandi á grundvelli fjölskyldusameiningar yfir landamærin. Eftir að fólk er komið yfir landamærin getur það leitað aðstoðar Alþjóðlegu fólksflutningastofnunarinnar til að komast til Íslands. Samkvæmt upplýsingum frá utanríkisráðuneytinu sér félagsmálaráðuneytið alfarið um samskipti við stofnunina.
Utanríkismál Egyptaland Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Sprengjuregn á Rafah og tveimur gíslum bjargað Ísraelar segjast hafa bjargað tveimur gíslum sem verið hafa í haldi Hamas samtakanna frá því í október. 12. febrúar 2024 07:13 Átta milljónir söfnuðust á listaverkauppboði til styrktar fólki á Gasa Átta milljónir króna söfnuðust til styrktar neyðaraðstoðar á Gasa á listaverkauppboði sem nýlega fór fram á samfélagsmiðlinum Instagram. Styrkurinn var afhentur Félaginu Ísland-Palestína í dag. 12. febrúar 2024 00:13 „Bara sjálfboðaliðar og engir diplómatar“ María Lilja Þrastardóttir ein úr þriggja kvenna hópi aðgerðarsinna sem fóru til Egyptalands og tókst að koma tveimur fjölskyldum frá Gasa er stödd í Rómaborg á leið sinni heim til Íslands. Hún segir ferli þriðju fjölskyldunnar langt á leið komið og gefur lítið fyrir hangs stjórnvalda. 11. febrúar 2024 16:33 Fulltrúar utanríkisráðuneytisins í Kaíró Fulltrúar utanríkisráðuneytisins fóru til Kaíró í gær til að funda með fulltrúum egypskra stjórnvalda og annarra ríkja. Aðeins ellefu þeirra tæplega 130 Palestínumanna sem fengið hafa dvalarleyfi hér á landi eru komin til landsins. 11. febrúar 2024 13:43 Palestínska fjölskyldan farin úr landi Palestínska fjölskyldan sem handtekin var af sérsveitarmönnum í gærmorgun hefur verið send úr landi og lagði af stað til Grikklands. 11. febrúar 2024 12:50 Mest lesið Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Innlent Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Innlent Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Innlent Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Erlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Innlent Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Erlent Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Innlent Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Innlent Fleiri fréttir Fulltrúi borgarinnar harðneitað að tala nema á íslensku Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Mikill viðbúnaður vegna sprengingar í mjölverksmiðju Þingfundi lauk á miðnætti: Stjórnarandstaðan sökuð um málþóf Samsköttun og ásakanir um málþóf á Alþingi Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Lækka laun bæjarfulltrúa og takmarka opnunartíma í sundi til að borga kennurum Ríkisstyrkir til rafbílakaupa enduðu í vasa þeirra tekjuhæstu Hætta við uppbyggingu við tjörnina í Seljahverfi Fastur á Keflavíkurflugvelli í fjóra sólarhringa án alls Stoltir Íslendingar af þætti sínum í stærsta fraktflugfélagi Evrópu Taldi sig vanhæfan í að afgreiða umsókn Hvals hf. Halla gerði hlé vegna veikinda veislugests Fyrsta langreyðurin á vertíðinni háði 35 mínútna dauðastríð „Bara einfalt að leyfa fólki að leita að olíu“ Líf ólíklega í hættu en byggð gæti gjöreyðilagst Gosvá á höfuðborgarsvæðinu, dauðastríð og áhorfendabann Katrín vill leiða framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar Hagræðingarhópurinn kostaði rúmar sjö milljónir Viðurkenndi brot gegn barnungri systur en sýknaður Reyndu að sprengja upp hraðbanka sem stendur allt af sér Landris hraðara en eftir síðustu eldgos Gefur kost á sér þrátt fyrir „krankleika“ í vetur og á ekki von á „heiftúðlegum átökum“ „Ekki leika þennan leik“ Félag atvinnurekenda svarar Ríkisendurskoðun Svava Lydia komin í leitirnar „Þetta eru atburðir sem við höfum aldrei séð áður“ Milljarðakrafa varði ekki sérstaklega mikilvæga hagsmuni Afsökunarbeiðni til Ólafar ekki í kortunum Logi í Úkraínu og markaðirnir rétta úr kútnum Sjá meira
Sprengjuregn á Rafah og tveimur gíslum bjargað Ísraelar segjast hafa bjargað tveimur gíslum sem verið hafa í haldi Hamas samtakanna frá því í október. 12. febrúar 2024 07:13
Átta milljónir söfnuðust á listaverkauppboði til styrktar fólki á Gasa Átta milljónir króna söfnuðust til styrktar neyðaraðstoðar á Gasa á listaverkauppboði sem nýlega fór fram á samfélagsmiðlinum Instagram. Styrkurinn var afhentur Félaginu Ísland-Palestína í dag. 12. febrúar 2024 00:13
„Bara sjálfboðaliðar og engir diplómatar“ María Lilja Þrastardóttir ein úr þriggja kvenna hópi aðgerðarsinna sem fóru til Egyptalands og tókst að koma tveimur fjölskyldum frá Gasa er stödd í Rómaborg á leið sinni heim til Íslands. Hún segir ferli þriðju fjölskyldunnar langt á leið komið og gefur lítið fyrir hangs stjórnvalda. 11. febrúar 2024 16:33
Fulltrúar utanríkisráðuneytisins í Kaíró Fulltrúar utanríkisráðuneytisins fóru til Kaíró í gær til að funda með fulltrúum egypskra stjórnvalda og annarra ríkja. Aðeins ellefu þeirra tæplega 130 Palestínumanna sem fengið hafa dvalarleyfi hér á landi eru komin til landsins. 11. febrúar 2024 13:43
Palestínska fjölskyldan farin úr landi Palestínska fjölskyldan sem handtekin var af sérsveitarmönnum í gærmorgun hefur verið send úr landi og lagði af stað til Grikklands. 11. febrúar 2024 12:50