Jon Stewart snýr aftur: „Hvað erum við að gera?“ Samúel Karl Ólason skrifar 13. febrúar 2024 11:25 Jon Stewart hóf fyrsta þátt sinn á því að útskýra af hverju hann hefði snúið aftur. Sjónvarpsmaðurinn Jon Stewart sneri aftur í sett The Daily Show í gærkvöldi, í fyrsta sinn frá því hann hætti árið 2015. Fyrir það hafði hann og rithöfundar hans á sextán árum gert þáttinn að ákveðnu stórveldi á sviði pólitískrar satíru. Tilkynnt var í síðasta mánuði að Stewart myndi stýra þáttunum á mánudögum, fram að forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem fara fram í nóvember og kemur hann einnig að því að framleiða þættina. Eftir að hann hætti tók Trevor Noah við stjórn Daily Show. Noah hætti svo í desember og síðan þá hafa fjölmargir gestastjórnendur haldið á spöðunum á þáttunum. Stewart hóf fyrsta þátt sinn á því að útskýra af hverju hann hefði snúið aftur. Hann sagðist hafa framið mikið af glæpum á undanförnum árum og honum skildist að þáttastjórnendur fengju friðhelgi. Þá sagðist hann ætla að tala um margt á árinu, eins og kosningarnar, Kína, gervigreind og svo mögulega einhver „létt mál“ eins og málefni Ísrael og Palestínu. Stewart byrjaði á því að ræða undarlegar samsæriskenningar hægri manna vestanhafs um Super Bowl og Taylor Swift, áður en hann skaut sér í að ræða kosningarnar og þá Joe Biden og Donald Trump. Fjallaði hann meðal annars um aldur þeirra og vitsmuni, eins og mikið hefur verið rætt um á undanförnum vikum. Samhliða því gerði Stewart einnig grín að sjálfum sér og aldri sínum. Meðal þeirra sem störfuðu fyrir Stewart í Daily Show í gegnum árin voru Stephen Colbert, John Oliver, Steve Carell, Ed Helms, Jessica Williams, Samantha Bee og Hasan Minhaj. Stewart var einnig með innslag með núverandi starfsmönnum þáttarins, þar sem þau gerðu grín að kosningaumfjöllun bandarískra fjölmiðla. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Bíó og sjónvarp Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Sjá meira
Tilkynnt var í síðasta mánuði að Stewart myndi stýra þáttunum á mánudögum, fram að forsetakosningunum í Bandaríkjunum sem fara fram í nóvember og kemur hann einnig að því að framleiða þættina. Eftir að hann hætti tók Trevor Noah við stjórn Daily Show. Noah hætti svo í desember og síðan þá hafa fjölmargir gestastjórnendur haldið á spöðunum á þáttunum. Stewart hóf fyrsta þátt sinn á því að útskýra af hverju hann hefði snúið aftur. Hann sagðist hafa framið mikið af glæpum á undanförnum árum og honum skildist að þáttastjórnendur fengju friðhelgi. Þá sagðist hann ætla að tala um margt á árinu, eins og kosningarnar, Kína, gervigreind og svo mögulega einhver „létt mál“ eins og málefni Ísrael og Palestínu. Stewart byrjaði á því að ræða undarlegar samsæriskenningar hægri manna vestanhafs um Super Bowl og Taylor Swift, áður en hann skaut sér í að ræða kosningarnar og þá Joe Biden og Donald Trump. Fjallaði hann meðal annars um aldur þeirra og vitsmuni, eins og mikið hefur verið rætt um á undanförnum vikum. Samhliða því gerði Stewart einnig grín að sjálfum sér og aldri sínum. Meðal þeirra sem störfuðu fyrir Stewart í Daily Show í gegnum árin voru Stephen Colbert, John Oliver, Steve Carell, Ed Helms, Jessica Williams, Samantha Bee og Hasan Minhaj. Stewart var einnig með innslag með núverandi starfsmönnum þáttarins, þar sem þau gerðu grín að kosningaumfjöllun bandarískra fjölmiðla.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Joe Biden Donald Trump Bíó og sjónvarp Mest lesið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Lífið Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Bönnuð innan 12 af ástæðu Lífið Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Peter úr Peter, Paul and Mary látinn Byggir snjóhús en ætlar að verða dýralæknir í framtíðinni Júlí og Ágúst keppa í Söngvakeppninni í febrúar Af og frá að Iceguys taki þátt í Söngvakeppninni Mjög tilfinningaríkt að vera með kraftaverk í höndunum Sex daga ólöglegu „megareifi“ loks lokið Sjá meira