Fékk flogakast vegna streitu og álags Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 13. febrúar 2024 20:00 Eggert Sólberg Jónsson og Þuríður Gísladóttir stóðu í flutningum úr glæsilegu nýju húsi í Grindavík í dag. Þau hafa þurft að flytja fjórum sinnum vegna jarðhræringanna frá því í nóvember með þrjú ung börn. Álagið síðustu mánuði sé búið að vera gríðarlegt. Vísir/Vilhelm Ung hjón úr Grindavík segja erfitt að taka ákvörðun um að selja ríkinu glænýtt hús sitt í bænum. Það sé útilokað að finna sambærilega eign í nágrenni höfuðborgarsvæðisins fyrir verðið sem þau fá fyrir húsið. Þau segja að álagið undanfarna mánuði hafi tekið mikinn toll af þeim og vonast til að geta snúið einhvern tíma aftur heim. Íbúar Grindavíkur fengu að sækja búslóðir sínar í bæinn í dag. Fréttastofa hitti þau Eggert Sólberg Jónsson og Þuríði Gísladóttur sem stóðu í flutningum úr glæsilegu nýju húsi í bænum. Þau hafa þurft að flytja fjórum sinnum vegna jarðhræringanna frá því í nóvember með þrjú ung börn. „Við erum búin að taka flesta stóru hlutina og það sem við notum dags daglega en annars er húsið okkar núna meira notað sem geymsla. Við höfum fengið að koma tvisvar áður og þá var það mikið stress en það rólegra yfir þessu hjá okkur núna,“ sagði Eggert í dag. Eggert Sólberg Jónsson segir erfitt að kveðja hús sitt í Grindavík og framtíðina óráðna eins og er. Vísir/Vilhelm Þuríður segir erfitt að þurfa að kveðja en þau hafi að mestu innréttað húsið sjálf og lagt allt sitt í það. „Við innréttuðum þetta eins og við vildum og hentaði okkar fjölskyldustærð. Það er náttúrulega mjög sárt að þurfa að fara en það er ekkert annað í stöðunni nú,“ segir hún. Erfitt að ákveða að selja húsið Rúmlega þrjú hundruð manns hafa sent umsagnir um lagafrumvarp um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík en umsagnarfrestur rennur út í dag. Þau segja erfitt að taka tilboði ríkisstjórnarinnar. „Það er rosalega erfið ákvörðun að taka að selja húsið sitt. Við vitum ekkert hvert við eigum að fara eða hvað verður þannig að við verðum að bíða aðeins og sjá. Þetta gerist svo hratt. Ein erfiðasta spurningin sem Grindvíkingar standa núna frammi fyrir er spurningin um hvar eigi að búa næst. Við erum þó að reyna að máta okkur inn í hin ýmsu hverfi,“ segir Eggert. gjall frá eldgosinu í síðustu viku sem þau týndu úr garðinum.Vísir/Vilhelm „Við höfum mest verið að skoða húsnæði í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og þú færð náttúrulega ekkert svona hús fyrir brunabótamatið hér. En ég veit ekki hvað gerist næst. Við flökkum fram og til baka,“ segir Þuríður. Veiktist vegna álags Þuríður segir að álagið undanfarið hafi tekið toll af heilsu hennar. Maður heldur að maður sé óstöðvandi og geti allt og ég ætlaði að vera svo dugleg. En svo fékk ég flogakast í fyrsta skipti sem er rakið til streitu og álags vegna atburðanna undanfarið og ég þurfti að taka mér tveggja vikna frí frá vinnu og síðasti dagurinn er í dag,“ segir Þuríður sem hefur starfað sem kennari í Grindavík. „Þetta hefur heldur betur tekið á. Það er eins manni sé hent inn í þvottavél og maður bara hringsnýst í þessu ástandi,“ segir Eggert. Þau eru þó ekki búin að gefa upp vonina um að þau geti snúið aftur. „Það síðasta sem er tekið frá okkur er vonin og við vonumst til að geta flutt heim einhvern tíma aftur. Þetta er draumastaðurinn okkar,“ segir Eggert að lokum. Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira
Íbúar Grindavíkur fengu að sækja búslóðir sínar í bæinn í dag. Fréttastofa hitti þau Eggert Sólberg Jónsson og Þuríði Gísladóttur sem stóðu í flutningum úr glæsilegu nýju húsi í bænum. Þau hafa þurft að flytja fjórum sinnum vegna jarðhræringanna frá því í nóvember með þrjú ung börn. „Við erum búin að taka flesta stóru hlutina og það sem við notum dags daglega en annars er húsið okkar núna meira notað sem geymsla. Við höfum fengið að koma tvisvar áður og þá var það mikið stress en það rólegra yfir þessu hjá okkur núna,“ sagði Eggert í dag. Eggert Sólberg Jónsson segir erfitt að kveðja hús sitt í Grindavík og framtíðina óráðna eins og er. Vísir/Vilhelm Þuríður segir erfitt að þurfa að kveðja en þau hafi að mestu innréttað húsið sjálf og lagt allt sitt í það. „Við innréttuðum þetta eins og við vildum og hentaði okkar fjölskyldustærð. Það er náttúrulega mjög sárt að þurfa að fara en það er ekkert annað í stöðunni nú,“ segir hún. Erfitt að ákveða að selja húsið Rúmlega þrjú hundruð manns hafa sent umsagnir um lagafrumvarp um kaup á íbúðarhúsnæði í Grindavík en umsagnarfrestur rennur út í dag. Þau segja erfitt að taka tilboði ríkisstjórnarinnar. „Það er rosalega erfið ákvörðun að taka að selja húsið sitt. Við vitum ekkert hvert við eigum að fara eða hvað verður þannig að við verðum að bíða aðeins og sjá. Þetta gerist svo hratt. Ein erfiðasta spurningin sem Grindvíkingar standa núna frammi fyrir er spurningin um hvar eigi að búa næst. Við erum þó að reyna að máta okkur inn í hin ýmsu hverfi,“ segir Eggert. gjall frá eldgosinu í síðustu viku sem þau týndu úr garðinum.Vísir/Vilhelm „Við höfum mest verið að skoða húsnæði í nágrenni höfuðborgarsvæðisins og þú færð náttúrulega ekkert svona hús fyrir brunabótamatið hér. En ég veit ekki hvað gerist næst. Við flökkum fram og til baka,“ segir Þuríður. Veiktist vegna álags Þuríður segir að álagið undanfarið hafi tekið toll af heilsu hennar. Maður heldur að maður sé óstöðvandi og geti allt og ég ætlaði að vera svo dugleg. En svo fékk ég flogakast í fyrsta skipti sem er rakið til streitu og álags vegna atburðanna undanfarið og ég þurfti að taka mér tveggja vikna frí frá vinnu og síðasti dagurinn er í dag,“ segir Þuríður sem hefur starfað sem kennari í Grindavík. „Þetta hefur heldur betur tekið á. Það er eins manni sé hent inn í þvottavél og maður bara hringsnýst í þessu ástandi,“ segir Eggert. Þau eru þó ekki búin að gefa upp vonina um að þau geti snúið aftur. „Það síðasta sem er tekið frá okkur er vonin og við vonumst til að geta flutt heim einhvern tíma aftur. Þetta er draumastaðurinn okkar,“ segir Eggert að lokum.
„Það síðasta sem er tekið frá okkur er vonin og við vonumst til að geta flutt heim einhvern tíma aftur. Þetta er draumastaðurinn okkar,“ segir Eggert að lokum.
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Mest lesið Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Sjá meira