Íslendingar vilja „fagna þessu öllu saman“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 14. febrúar 2024 19:24 Þjóðfræðingurinn Eva Þórdís segist ekki óttast að Íslendingar séu að glata menningararfi sínum þrátt fyrir að alþjóðlegir hátíðisdagar hafi undanfarin ár rutt sér til rúms. Vísir/Arnar Þjóðfræðingur hefur ekki áhyggjur af stöðu íslenskra siða í samfélaginu þrátt fyrir að alþjóðlegir dagar hafi undanfarin ár náð hér mikilli fótfestu. Íslendingar séu upp til hópa nýjungagjarnir en líka íhaldssamir. Blómasali í Hafnarfirði segir að Valentínusardagurinn sé eins og keppnisdagur hjá blómasölum landsins. Hin ástsæla útvarpskona Valdís Gunnarsdóttir, heitin, kynnti landsmenn fyrir Valentínusardeginum á sínum tíma en hún starfaði meðal annars á Bylgjunni þar sem hún útvarpaði rómantíkinni. Þessi alþjóðlegi dagur elskenda hefur fest sig í sessi á Íslandi síðastliðin ár. Það veit blómasali í Burkna manna best enda var búðin stofnuð árið 1962. Aðstandendur búðarinnar þekkja því vel inn á strauma og stefnur hinna ýmsu hátíðisdaga í þjóðfélaginu. Kalla þurfti út aukamannskap til að anna blómaviðskiptum dagsins og þá var dagurinn tekinn snemma þetta árið. „Þetta er algjört fjör!“ segir Brynhildur Helgadóttir blómasali. „Þetta er eins og keppnisdagur hjá íþróttafólkinu. Það eru þessir dagar. Það er langur undirbúningur og svo er bara að njóta,“ segir Brynhildur. Mæðradagurinn og konudagurinn séu þó áfram annasamastir. En hvaða þjóðfélagshópur er duglegastur við að gleðja með blómum? „Karlmennirnir eiga vinninginn verð ég að segja, í blómunum allavega. Þeir eru mjög duglegir við að kaupa blóm.“ Valentínusardagurinn er kominn til að vera. Þjóðfræðingurinn Eva Þórdís Ebenezersdóttir var spurð hvort þetta gæti mögulega þýtt að gömlu íslensku siðirnir fengju minna vægi í þjóðfélaginu en áður fyrr. en þýðir það að gamlir íslenskir siðir hafi minna vægi en áður fyrr? „Við Íslendingar eru mjög nýjungargjarnir þannig að hvort sem það eru nýjar hefðir eða nýjasti farsíminn á markaðnum þá viljum við fá þetta allt saman en það þýðir ekki að við séum tilbúin að sleppa takinu af þessu gamla.“ Eva segist undanfarin ár hafa numið ákveðinn kynslóðamun í tengslum við nýja og gamla siði. Eldri kynslóðir séu fastheldnari á rótgrónar hefðir á meðan yngri kynslóðir séu duglegri við að tileinka sér nýjungar. „Mér hefur stundum fundist svolítið gaman að sjá að unga fólkið hoppar frekar á það sem er orðið meira alþjóðlegt eða alþjóðlegra í vestrænu samhengi þangað til það verður aðeins eldra og er kannski komið með fjölskyldu og þá allt í einu dunka þessir eldri íslensku siðir upp og jafnvel taka svolítið yfir.“ Eva hefur til dæmis engar áhyggjur af því að hin brosmilda Ebba Ragnheiður, þriggja mánaða dóttir sín, muni ekki halda öskudaginn hátíðlegan þrátt fyrir að hrekkjavakan sé sennilega komin til að vera. „Við erum íhaldssöm á hefðirnar okkar en líka nýjungagjörn þannig að við viljum bara einhvern veginn gera þetta allt saman og fá þetta allt saman og fagna þessu öllu saman.“ Ástin og lífið Valentínusardagurinn Blóm Tímamót Tengdar fréttir Valentínusardagurinn ekki búinn að skáka konudeginum Konudagurinn er haldinn hátíðlegur í dag. Eins og á hverju ári er mikið að gera hjá blómasölum enda er um stærsta blómasöludag ársins að ræða. 19. febrúar 2023 13:58 Hugmyndir fyrir Valentínusarsófakúrið Í dag er Valentínusardagurinn, dagur ástarinnar og eru eflaust einhverjir sem ætla að taka stefnumót með ástinni sinni sem endar jafnvel upp í sófa að kúra yfir mynd. Færðin í dag er ekki upp á marga fiska svo það er upplagt að hafa stefnumótið heima, elda góðan mat eða jafnvel sækja veitingar af uppáhalds staðnum og velja svo ástarmynd af þessum lista. 14. febrúar 2022 16:01 10 staðreyndir í tilefni Valentínusardagsins Vissir þú að einstaklingar eyða að meðaltali 20.160 mínútum ævi sinnar í kossa? 14. febrúar 2020 15:15 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Hin ástsæla útvarpskona Valdís Gunnarsdóttir, heitin, kynnti landsmenn fyrir Valentínusardeginum á sínum tíma en hún starfaði meðal annars á Bylgjunni þar sem hún útvarpaði rómantíkinni. Þessi alþjóðlegi dagur elskenda hefur fest sig í sessi á Íslandi síðastliðin ár. Það veit blómasali í Burkna manna best enda var búðin stofnuð árið 1962. Aðstandendur búðarinnar þekkja því vel inn á strauma og stefnur hinna ýmsu hátíðisdaga í þjóðfélaginu. Kalla þurfti út aukamannskap til að anna blómaviðskiptum dagsins og þá var dagurinn tekinn snemma þetta árið. „Þetta er algjört fjör!“ segir Brynhildur Helgadóttir blómasali. „Þetta er eins og keppnisdagur hjá íþróttafólkinu. Það eru þessir dagar. Það er langur undirbúningur og svo er bara að njóta,“ segir Brynhildur. Mæðradagurinn og konudagurinn séu þó áfram annasamastir. En hvaða þjóðfélagshópur er duglegastur við að gleðja með blómum? „Karlmennirnir eiga vinninginn verð ég að segja, í blómunum allavega. Þeir eru mjög duglegir við að kaupa blóm.“ Valentínusardagurinn er kominn til að vera. Þjóðfræðingurinn Eva Þórdís Ebenezersdóttir var spurð hvort þetta gæti mögulega þýtt að gömlu íslensku siðirnir fengju minna vægi í þjóðfélaginu en áður fyrr. en þýðir það að gamlir íslenskir siðir hafi minna vægi en áður fyrr? „Við Íslendingar eru mjög nýjungargjarnir þannig að hvort sem það eru nýjar hefðir eða nýjasti farsíminn á markaðnum þá viljum við fá þetta allt saman en það þýðir ekki að við séum tilbúin að sleppa takinu af þessu gamla.“ Eva segist undanfarin ár hafa numið ákveðinn kynslóðamun í tengslum við nýja og gamla siði. Eldri kynslóðir séu fastheldnari á rótgrónar hefðir á meðan yngri kynslóðir séu duglegri við að tileinka sér nýjungar. „Mér hefur stundum fundist svolítið gaman að sjá að unga fólkið hoppar frekar á það sem er orðið meira alþjóðlegt eða alþjóðlegra í vestrænu samhengi þangað til það verður aðeins eldra og er kannski komið með fjölskyldu og þá allt í einu dunka þessir eldri íslensku siðir upp og jafnvel taka svolítið yfir.“ Eva hefur til dæmis engar áhyggjur af því að hin brosmilda Ebba Ragnheiður, þriggja mánaða dóttir sín, muni ekki halda öskudaginn hátíðlegan þrátt fyrir að hrekkjavakan sé sennilega komin til að vera. „Við erum íhaldssöm á hefðirnar okkar en líka nýjungagjörn þannig að við viljum bara einhvern veginn gera þetta allt saman og fá þetta allt saman og fagna þessu öllu saman.“
Ástin og lífið Valentínusardagurinn Blóm Tímamót Tengdar fréttir Valentínusardagurinn ekki búinn að skáka konudeginum Konudagurinn er haldinn hátíðlegur í dag. Eins og á hverju ári er mikið að gera hjá blómasölum enda er um stærsta blómasöludag ársins að ræða. 19. febrúar 2023 13:58 Hugmyndir fyrir Valentínusarsófakúrið Í dag er Valentínusardagurinn, dagur ástarinnar og eru eflaust einhverjir sem ætla að taka stefnumót með ástinni sinni sem endar jafnvel upp í sófa að kúra yfir mynd. Færðin í dag er ekki upp á marga fiska svo það er upplagt að hafa stefnumótið heima, elda góðan mat eða jafnvel sækja veitingar af uppáhalds staðnum og velja svo ástarmynd af þessum lista. 14. febrúar 2022 16:01 10 staðreyndir í tilefni Valentínusardagsins Vissir þú að einstaklingar eyða að meðaltali 20.160 mínútum ævi sinnar í kossa? 14. febrúar 2020 15:15 Mest lesið Musk reynir að hafa áhrif víða: „Ekki fóðra tröllið“ Erlent Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Innlent Þrír Kínverjar gripnir í Kongó með tólf gullstangir og gríðarlegar fjárhæðir Erlent The Vivienne er látin Erlent Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Innlent Mikið álag vegna inflúensu Innlent Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Innlent 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Innlent Skyndileg árás Úkraínu hafi komið Rússum í opna skjöldu Erlent Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Innlent Fleiri fréttir Grautarmessa sló í gegn í Hrepphólakirkju Heitir því að verða betri eiginmaður og finna sér nýja vinnu Mikið álag vegna inflúensu Hringi viðvörunarbjöllum þegar of auðvelt sé að taka lán Íslensku þjóðinni ofbjóði ástandið Óvænt gagnsókn Úkraínumanna og lánamál í ólestri Alvarlegt að horfa framhjá birtuleysi við þéttingu byggðar 1166 ára gömul systkini frá Kjóastöðum og öll á lífi Tveir fluttir með sjúkrabíl eftir árekstur á Sprengisandi „Var lifandi og skemmtilegur en ömurlegt hvernig fór“ Vill efla vöktun og innviði vegna kerfisins sem er að vakna Skapa eigi skattalegar ívilnanir fyrir fólk og verktakafyrirtæki Jarðhræringar í Borgarbyggð og elsti systkinahópur landsins Aðstoðar Ingu eftir viðkomu í Sjálfstæðisflokknum, Viðreisn og JP Morgan Glitský prýddu himin höfuðborgarbúa í morgunsárið Keyptu risa túnfisk á 1,3 milljónir dala fyrir sushi-gerð Efnahagsáform nýrrar stjórnar, gjaldtaka í ferðaþjónustu og tekist á um strandveiðar Gott sparnaðarráð fyrir ríkisstjórnina að leggja niður ÁTVR Styttist í lokun flugvallar sem tengist flugsögu Íslendinga Lentu með veikan farþega í Keflavík 12 milljarða vinnsluhús byggt fyrir lax í Þorlákshöfn „Þetta er bara forkastanlegt“ Mikilvægt að andlát Hjalta yrði einhverjum til gagns „Tifandi tímasprengja“ á Suðurlandi og stökkbreyting áfengissölu Sviptur á staðnum fyrir ofsaakstur á 30-götu Gefur lítið fyrir áform ríkisstjórnarinnar Biden hyggst senda hergögn að virði átta milljarða til Ísraels Allir séu meðvitaðir um ábyrgðina sem fylgi setu í ríkisstjórn Starf framkvæmdastjóra Mannréttindastofnunar auglýst „Bóndinn á svæðinu er nú ofboðslega rólegur yfir þessu“ Sjá meira
Valentínusardagurinn ekki búinn að skáka konudeginum Konudagurinn er haldinn hátíðlegur í dag. Eins og á hverju ári er mikið að gera hjá blómasölum enda er um stærsta blómasöludag ársins að ræða. 19. febrúar 2023 13:58
Hugmyndir fyrir Valentínusarsófakúrið Í dag er Valentínusardagurinn, dagur ástarinnar og eru eflaust einhverjir sem ætla að taka stefnumót með ástinni sinni sem endar jafnvel upp í sófa að kúra yfir mynd. Færðin í dag er ekki upp á marga fiska svo það er upplagt að hafa stefnumótið heima, elda góðan mat eða jafnvel sækja veitingar af uppáhalds staðnum og velja svo ástarmynd af þessum lista. 14. febrúar 2022 16:01
10 staðreyndir í tilefni Valentínusardagsins Vissir þú að einstaklingar eyða að meðaltali 20.160 mínútum ævi sinnar í kossa? 14. febrúar 2020 15:15