Taka höndum saman gegn ólöglegri dreifingu sjónvarpsefnis Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 15. febrúar 2024 10:09 Sýn og Síminn hafa snúið bökum saman í málinu. Sýn og Síminn hafa skrifað undir samstarfssamning við samtökin NCP (Nordic Content Protection) um stafræna réttindavernd. Þetta kemur fram í tilkynningu. Þar segir að félögin bætist við hóp fjölda norrænna sjónvarpsstöðva sem fyrir eru í samtökunum ásamt til dæmis ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, SuperLiga í Danmörku, Sænsku úrvalsdeildinni í íshokkí og Warner Bros Discovery. Sýn og Síminn munu þannig fá ítarlegar greiningar um ólöglega dreifingu höfundarréttarvarins efnis frá sérfræðingum NCP ásamt ráðgjöf um tæknilausnir sem rekja uppruna efnis og þannig myndast geta til að stíga fastar til jarðar en áður til að berjast gegn hugverkabrotum. Þá er fullyrt í tilkynningunni að notkun á ólöglegri sjónvarpsþjónustu sem byggi á hugverkabrotum hafi aukist mikið á síðustu árum. Um sautján milljónir Evrópubúa segjast hafa nýtt sér ólöglega þjónustu til að horfa á sjónvarpsþætti eða kvikmyndir árið 2022. „Löglegir kostir til að njóta kvikmynda og sjónvarpsefnis hafa aldrei verið fjölbreyttari og úrvalið nær endalaust. Ólögleg dreifing þessa efnis skapar ekki aðeins tekjutap hjá hinu opinbera í formi skatta og gjalda heldur tapar til dæmis, íslenski sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðurinn umtalsverðum fjárhæðum ásamt sjónvarpsstöðvunum sem kosta til framleiðslu innlends efnis og setja miklar fjárhæðir í kaup á erlendu efni. Það er tími til kominn að stemma stigu við þessari sjóræningjastarfssemi sem hefur fengið að vaxa óáreitt of lengi,“ segir Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri Miðla hjá Símanum. „Það hefur verið gríðarleg aukning á ólöglegri dreifingu sjónvarpsefnis síðustu ár. Þeir sem velja að nýta sér þessa dreifingu eru að stela frá rétthöfum til dæmis íslenskum kvikmynda og sjónvarpsframleiðendum. Mikilvægt er að notendur geri sér grein fyrir því að greiðslurnar sem notendur borga fyrir þjónustuna fer að alla jöfnu til skipulagðra glæpasamtaka í Evrópu. NCP hefur náð góðum árangri á Norðurlöndunum í að spyrna á móti þessari þróun og samstarfið verður sterk viðbót fyrir rétthafa á Íslandi,“ segir Kristjana Thors Brynjólfsdóttir, þróunarstjóri sjónvarpslausna hjá Sýn. „Við erum ánægð að Sýn og Síminn hafa gengið til liðs við Nordic Content Protection. Geta NCP til að greina og berjast gegn sjóræningjastarfsemi í sjónvarpi mun gegna mikilvægu hlutverki í baráttunni gegn ólöglegri dreifingu á sjónvarpsefni á Íslandi. Við erum fullviss um að við munum geta fundið nýjar aðferðir og lausnir til að þrýsta áskrifendur til að velja frá ólöglegri IPTV þjónustu og í átt að löglegri og siðferðilegri sjónvarpsdreifingu sem meðlimir okkar veita,“ segir Stian Løland, framkvæmdastjóri hjá Nordic Content Protection. Vísir er í eigu Sýnar. Bíó og sjónvarp Sýn Síminn Fjölmiðlar Neytendur Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Sjá meira
Þar segir að félögin bætist við hóp fjölda norrænna sjónvarpsstöðva sem fyrir eru í samtökunum ásamt til dæmis ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu, SuperLiga í Danmörku, Sænsku úrvalsdeildinni í íshokkí og Warner Bros Discovery. Sýn og Síminn munu þannig fá ítarlegar greiningar um ólöglega dreifingu höfundarréttarvarins efnis frá sérfræðingum NCP ásamt ráðgjöf um tæknilausnir sem rekja uppruna efnis og þannig myndast geta til að stíga fastar til jarðar en áður til að berjast gegn hugverkabrotum. Þá er fullyrt í tilkynningunni að notkun á ólöglegri sjónvarpsþjónustu sem byggi á hugverkabrotum hafi aukist mikið á síðustu árum. Um sautján milljónir Evrópubúa segjast hafa nýtt sér ólöglega þjónustu til að horfa á sjónvarpsþætti eða kvikmyndir árið 2022. „Löglegir kostir til að njóta kvikmynda og sjónvarpsefnis hafa aldrei verið fjölbreyttari og úrvalið nær endalaust. Ólögleg dreifing þessa efnis skapar ekki aðeins tekjutap hjá hinu opinbera í formi skatta og gjalda heldur tapar til dæmis, íslenski sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðurinn umtalsverðum fjárhæðum ásamt sjónvarpsstöðvunum sem kosta til framleiðslu innlends efnis og setja miklar fjárhæðir í kaup á erlendu efni. Það er tími til kominn að stemma stigu við þessari sjóræningjastarfssemi sem hefur fengið að vaxa óáreitt of lengi,“ segir Magnús Ragnarsson, framkvæmdastjóri Miðla hjá Símanum. „Það hefur verið gríðarleg aukning á ólöglegri dreifingu sjónvarpsefnis síðustu ár. Þeir sem velja að nýta sér þessa dreifingu eru að stela frá rétthöfum til dæmis íslenskum kvikmynda og sjónvarpsframleiðendum. Mikilvægt er að notendur geri sér grein fyrir því að greiðslurnar sem notendur borga fyrir þjónustuna fer að alla jöfnu til skipulagðra glæpasamtaka í Evrópu. NCP hefur náð góðum árangri á Norðurlöndunum í að spyrna á móti þessari þróun og samstarfið verður sterk viðbót fyrir rétthafa á Íslandi,“ segir Kristjana Thors Brynjólfsdóttir, þróunarstjóri sjónvarpslausna hjá Sýn. „Við erum ánægð að Sýn og Síminn hafa gengið til liðs við Nordic Content Protection. Geta NCP til að greina og berjast gegn sjóræningjastarfsemi í sjónvarpi mun gegna mikilvægu hlutverki í baráttunni gegn ólöglegri dreifingu á sjónvarpsefni á Íslandi. Við erum fullviss um að við munum geta fundið nýjar aðferðir og lausnir til að þrýsta áskrifendur til að velja frá ólöglegri IPTV þjónustu og í átt að löglegri og siðferðilegri sjónvarpsdreifingu sem meðlimir okkar veita,“ segir Stian Løland, framkvæmdastjóri hjá Nordic Content Protection. Vísir er í eigu Sýnar.
Bíó og sjónvarp Sýn Síminn Fjölmiðlar Neytendur Mest lesið Hittust á stefnumótaappi og blása nú lífi í týndar sögur Atvinnulíf Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Viðskipti innlent Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Viðskipti innlent Wok to Walk opnar á Smáratorgi Viðskipti innlent Hefur styrkt KR um 300 milljónir Viðskipti innlent Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Viðskipti innlent Vesen á Messenger, Facebook og Instagram Viðskipti erlent Ari og Ágúst til Reita Viðskipti innlent Verð á kaffi sögulega hátt Viðskipti erlent Kaup Símans á Noona gengin í gegn Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Nýsköpunarverðlaun Samorku Ari og Ágúst til Reita Ásdís Eir, Arnheiður og Ólöf Helga nýir forstöðumenn hjá Lyfju Tilnefningar til bestu íslensku vörumerkjanna Opinberir starfsmenn séu með nítján prósent betri kjör Hefur styrkt KR um 300 milljónir Kaup Símans á Noona gengin í gegn Breytir gömlu heilsugæslunni í sex íbúðir KEA hefur innreið á íbúðaleigumarkað á Akureyri Hætta við skerðingar norðan- og austantil Bein útsending: Sameiginleg fjárfestakynning Marel og JBT Stefnu Samskipa gegn Eimskipi vísað frá dómi Wok to Walk opnar á Smáratorgi Krafa upp á 650 milljónir varði ekki verulega hagsmuni Samskip fá áheyrn Hæstaréttar í samkeppnismálinu Margrét tekur við nýju hlutverki hjá Advania Innlendir framleiðendur stundi samkeppnishindranir Fjölmiðlar á landsbyggðinni fá rúma milljón hver Kapp kaupir bandarískt félag Sesselja nýr forstjóri Genis Álfrún leiðir almannatengslin hjá Íslandsstofu Spá óbreyttri verðbólgu næstu tvo mánuði Súkkulaðið verði dýrara hjá öllum um páskana Aðstoðarmaður Katrínar til Aton Lánakvótar svarið við háum vöxtum húsnæðislána Spánverjar sólgnir í íslenskar gellur Brotajárnsfyrirtæki metið á milljarða í kaupum Styrkáss Sækja reynslubolta í viðskiptagreind til Cubus Metsætanýting í nóvember hjá Icelandair Raforka hækkað um 13,2 prósent á árinu Sjá meira