Íslenskur prjónahittingur á Tenerife í hverri viku Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 18. febrúar 2024 20:31 Hópurinn, sem hittist alltaf á miðvikudögum klukkan 14:00 á veitingastað á Tenerife til að prjóna saman, allt hressar og skemmtilegar konur, sem segja fátt betra en á vera á Tenerife á þessum tíma árs með prjónana sína. Magnús Hlynur Hreiðarsson Þær eru kátar og hressar íslensku konurnar, sem hittast reglulega og prjóna saman á Tenerife. Aðallega er verið að prjóna á barnabörnin heima á Íslandi, þó þær séu með ýmislegt annað á prjónunum á vikulegum prjónahitting hópsins. Konurnar eiga það sameiginlegt að búa alveg á eyjunni, eða vera þar yfir veturinn á meðan svartasta skammdegið gengur yfir á Íslandi. Ingibjörg Bjarnadóttir stofnaði hópinn á sínum tíma. „Mér finnst þetta bara alveg nauðsynlegt og þetta er barnið mitt og ég er svo ánægð með það, sem ég er búin að gera og vil bara að þetta verði áfram þótt ég sé að fara heim á Selfoss, en ég ætla að koma aftur í haust og þá verður þetta bara enn þá stærri hópur heldur en er núna,” segir Ingibjörg alsæl. Ingibjörg Bjarnadóttir stofnaði hópinn á sínum tíma og segist vera mjög stolt af því enda framtakið hennar frábært.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Mér finnst þetta frábært framtak, alveg dásamlegt og virkilega gaman að koma og hittast líka og spjalla við fólkið,” segir Pálína Erna Ásgeirsdóttir. Pálína Erna Ásgeirsdóttir er mjög ánægð með framtakið í kringum prjónahittinginn enda reynir hún alltaf að mæta.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það gengur ekki mikið hjá mér prjónaskapurinn, ég skal viðurkenna það, en ég er búin með hælinn þannig að þetta verður allavega einn sokkur,” segir Anna Grímsdóttir skellihlæjandi. Anna Grímsdóttir segir að prjónaskapurinn gangi ekki alltaf vel hjá sér en hún lætur sig þó hafa það og mætir í þennan flotta félagsskap.Magnús Hlynur Hreiðarsson En eru engir karlar að prjóna með ykkur? „Ekki enn þá en það hlýtur að koma að því, ég trúi ekki öðru. Þeir eru allavega alltaf að koma nær og nær okkur hérna,” segir Björk Ingþórsdóttir. Björk Ingþórsdóttir segir að það styttist og styttist í að karlarnir komi og prjóni með konunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eins og gengur og gerist eru konurnar mis fljótar að prjóna en það er þó ein í hópnum, sem er eins og raketta þegar kemur að prjónunum enda bunkar af fötum fyrir framan hana sem hún hefur prjónað síðustu vikur. Sjáið til dæmis þessa fallegu peysu á langömmubarn, sem á að koma í heiminn eftir nokkrar vikur. „Ég veit ekki af hverju ég er svona fljót að prjóna, þetta hlýtur bara að vera eitthvað í genunum,“ segir Líney Björg Pétursdóttir, ofurprjónari. Líney Björg Pétursdóttir, ofurprjónari með fallega peysu, sem hún var að prjóna á barnabarn sitt, sem kemur í heiminn eftir nokkrar vikur.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ferðalög Prjónaskapur Íslendingar erlendis Kanaríeyjar Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Sjá meira
Konurnar eiga það sameiginlegt að búa alveg á eyjunni, eða vera þar yfir veturinn á meðan svartasta skammdegið gengur yfir á Íslandi. Ingibjörg Bjarnadóttir stofnaði hópinn á sínum tíma. „Mér finnst þetta bara alveg nauðsynlegt og þetta er barnið mitt og ég er svo ánægð með það, sem ég er búin að gera og vil bara að þetta verði áfram þótt ég sé að fara heim á Selfoss, en ég ætla að koma aftur í haust og þá verður þetta bara enn þá stærri hópur heldur en er núna,” segir Ingibjörg alsæl. Ingibjörg Bjarnadóttir stofnaði hópinn á sínum tíma og segist vera mjög stolt af því enda framtakið hennar frábært.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Mér finnst þetta frábært framtak, alveg dásamlegt og virkilega gaman að koma og hittast líka og spjalla við fólkið,” segir Pálína Erna Ásgeirsdóttir. Pálína Erna Ásgeirsdóttir er mjög ánægð með framtakið í kringum prjónahittinginn enda reynir hún alltaf að mæta.Magnús Hlynur Hreiðarsson „Það gengur ekki mikið hjá mér prjónaskapurinn, ég skal viðurkenna það, en ég er búin með hælinn þannig að þetta verður allavega einn sokkur,” segir Anna Grímsdóttir skellihlæjandi. Anna Grímsdóttir segir að prjónaskapurinn gangi ekki alltaf vel hjá sér en hún lætur sig þó hafa það og mætir í þennan flotta félagsskap.Magnús Hlynur Hreiðarsson En eru engir karlar að prjóna með ykkur? „Ekki enn þá en það hlýtur að koma að því, ég trúi ekki öðru. Þeir eru allavega alltaf að koma nær og nær okkur hérna,” segir Björk Ingþórsdóttir. Björk Ingþórsdóttir segir að það styttist og styttist í að karlarnir komi og prjóni með konunum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Eins og gengur og gerist eru konurnar mis fljótar að prjóna en það er þó ein í hópnum, sem er eins og raketta þegar kemur að prjónunum enda bunkar af fötum fyrir framan hana sem hún hefur prjónað síðustu vikur. Sjáið til dæmis þessa fallegu peysu á langömmubarn, sem á að koma í heiminn eftir nokkrar vikur. „Ég veit ekki af hverju ég er svona fljót að prjóna, þetta hlýtur bara að vera eitthvað í genunum,“ segir Líney Björg Pétursdóttir, ofurprjónari. Líney Björg Pétursdóttir, ofurprjónari með fallega peysu, sem hún var að prjóna á barnabarn sitt, sem kemur í heiminn eftir nokkrar vikur.Magnús Hlynur Hreiðarsson
Ferðalög Prjónaskapur Íslendingar erlendis Kanaríeyjar Mest lesið „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Lífið Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Lífið Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Lífið „Sá síðasti dó á þessu ári“ Lífið Trump yngri er algjör kvennabósi Lífið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Selena komin með hring Lífið Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Tónlist Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi og Vigdís hleypa ljósinu inn Trump yngri er algjör kvennabósi Yfir fimmtíu fengu sér tattú í stórafmæli Steinda Úttekt á merkilegu orðfæri Ingu Sæland Selena komin með hring „Sá síðasti dó á þessu ári“ „Ég hélt svo innilega að það væri stelpa“ Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Sjá meira