Smitandi pest í skemmtiferðaskipi: Íslenskt veitingafólk gáttað á lélegum sóttvörnum Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 20. febrúar 2024 21:41 Jóhann Helgi og Margrét lögðu af stað með skemmtiferðaskipi frá Katar þann 3. janúar og ljúka ferð sinni 25. febrúar í Máritíus. „Heilt yfir algjörlega frábær ferð,“ segir Jóhann í samtali við fréttastofu. Aðsend Íslensk hjón, sem reka hótel og veitingastað í Flóahreppi, furðuðu sig á lélegum smitvörnum á skemmtiferðaskipi þegar magapest geisaði um borð á dögunum, svo mjög að yfirmaður veitingastaðanna um borð fékk frá þeim tiltal. Jóhann Helgi Hlöðversson er ásamt konu sinni, Margréti Ormsdóttur í siglingu um Afríku og Asíu. Hjónin, sem eru eigendur Hotel Vatnsholt og veitingastaðarins Blind Raven Restaurant létu í sér heyra á dögunum þegar bráðsmitandi magapest geisaði upp meðal farþega. Í Facebook færslu sem Jóhann birti í gær lýsir hann bágbornum smitvörnum á veitingastað skipsins. Allir gestir fengju að skammta á diskana sína sjálfir á hlaðborðinu þrátt fyrir að pestin væri nú þegar búin að gera vart við sig. Veitingastaðurinn eftir að veitingastjórinn fékk tiltal frá hjónunum. Aðsend Hann segir Margréti hafa gengið fram á yfirmann veitingastaðanna og sagt honum að það yrði að breyta strax um aðferðir í mötuneytinu vegna pestarinnar, en fengið það svar að ástandið væri ekki á neyðarstigi og því nóg að skipta um áhöld á korters fresti, sem henni þætti þó bagalegt. Og daginn eftir hafi hún veikst. En í kjölfarið hefðu starfsmenn veitingastaðarins betrumbætt smitvarnir til muna. „Þegar ég skottaðist upp í matsal í hádeginu var allt orðið eins og Magga sagði að það ætti að vera. Nú fékk engin að snerta neitt! Það var búið að girða af vatns- og djúsvélarnar ásamt kaffinu. Þar stóð þjónn sem tók pantanir. Eins var með hlaðborðið, þar setti þjónn á diskinn það sem hver vildi,“ skrifar Jóhann í Facebook færslu. Hjónin voru á leið til Madagaskar frá Suður-Ameríku þegar fréttastofa náði tali af þeim. Aðsend „Við höfum reynslu í sóttvörnum á veitingastað þar sem við tókum þátt í því, ásamt öðrum hótelum, í Covid-faraldrinum að bjóða upp á neyðaraðstoð,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. „Jú það varð faraldur en ég held að hann sé í rénum,“ segir Jóhann sem telur þó að ástandið um borð sé að batna. „Samt er skipstjórinn enn mjög um hugsað um velferð allra um borð og ítrekar reglulega í hátalarakerfi skipsins mikilvægi þess að snerta ekki handriðin í skipinu. Veitingastaðir Ferðalög Íslendingar erlendis Flóahreppur Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Sjá meira
Jóhann Helgi Hlöðversson er ásamt konu sinni, Margréti Ormsdóttur í siglingu um Afríku og Asíu. Hjónin, sem eru eigendur Hotel Vatnsholt og veitingastaðarins Blind Raven Restaurant létu í sér heyra á dögunum þegar bráðsmitandi magapest geisaði upp meðal farþega. Í Facebook færslu sem Jóhann birti í gær lýsir hann bágbornum smitvörnum á veitingastað skipsins. Allir gestir fengju að skammta á diskana sína sjálfir á hlaðborðinu þrátt fyrir að pestin væri nú þegar búin að gera vart við sig. Veitingastaðurinn eftir að veitingastjórinn fékk tiltal frá hjónunum. Aðsend Hann segir Margréti hafa gengið fram á yfirmann veitingastaðanna og sagt honum að það yrði að breyta strax um aðferðir í mötuneytinu vegna pestarinnar, en fengið það svar að ástandið væri ekki á neyðarstigi og því nóg að skipta um áhöld á korters fresti, sem henni þætti þó bagalegt. Og daginn eftir hafi hún veikst. En í kjölfarið hefðu starfsmenn veitingastaðarins betrumbætt smitvarnir til muna. „Þegar ég skottaðist upp í matsal í hádeginu var allt orðið eins og Magga sagði að það ætti að vera. Nú fékk engin að snerta neitt! Það var búið að girða af vatns- og djúsvélarnar ásamt kaffinu. Þar stóð þjónn sem tók pantanir. Eins var með hlaðborðið, þar setti þjónn á diskinn það sem hver vildi,“ skrifar Jóhann í Facebook færslu. Hjónin voru á leið til Madagaskar frá Suður-Ameríku þegar fréttastofa náði tali af þeim. Aðsend „Við höfum reynslu í sóttvörnum á veitingastað þar sem við tókum þátt í því, ásamt öðrum hótelum, í Covid-faraldrinum að bjóða upp á neyðaraðstoð,“ segir Jóhann í samtali við Vísi. „Jú það varð faraldur en ég held að hann sé í rénum,“ segir Jóhann sem telur þó að ástandið um borð sé að batna. „Samt er skipstjórinn enn mjög um hugsað um velferð allra um borð og ítrekar reglulega í hátalarakerfi skipsins mikilvægi þess að snerta ekki handriðin í skipinu.
Veitingastaðir Ferðalög Íslendingar erlendis Flóahreppur Mest lesið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Lífið Fleiri fréttir Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Sjá meira