Vinsæll áhrifavaldur dæmdur fyrir að beita eigin börn ofbeldi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. febrúar 2024 07:10 Franke var með 2,3 milljón fylgjendur á YouTube. Sex barna móðir, sem öðlaðist vinsældir og frægð fyrir að deila uppeldisráðum á YouTube-rás sinni, hefur verið dæmd í fjögurra til 60 ára fangelsi fyrir illa meðferð á börnum. Ruby Franke, 42 ára, var handtekin í borginni Ivins í Utah í Bandaríkjunum í ágúst síðastliðnum eftir að vannærður 12 ára sonur hennar flúði heimili Jodi Hildebrant, eiganda lífstílsfyrirtækis og samstarfskonu Franke, og bað nágranna um að gefa sér vatn og brauð. Drengurinn var með djúps ár og hafði verið bundinn niður með teipi. Ein dætra Franke fannst við leit á heimili Hildebrant og reyndist í svipuðu ástandi og bróðir hennar. Eftir að Franke var handtekin deildi elsta dóttir hennar, Shari Franke, mynd á Instagram af lögregluþjónum með myndatextanum: „Loksins“. Franke og Hildebrant voru báðar ákærðar fyrir að hafa beitt börn Franke ofbeldi og hlaut Hildebrant sama dóm og Franke. Báðar hlutu fjóra dóma og refsingu upp á eitt til fimmtán ár en það verður undir nefnd um reynslulausn komið hvenær þær verða látnar lausar. Franke í dómsal í desember.AP/St. George News/Ron Chaffin Við ákvörðun refsingarinnar bað Franke börn sín afsökunar og sagðist hafa talið að „myrkur væri ljós og að rétt væri rangt“. Hún myndi gera hvað sem er fyrir þau en hefði tekið allt frá þeim sem var „mjúkt og öruggt og gott“. Við meðferð málsins hafði Franke freistað þess að koma sökunni yfir á Hildebrant og sagst vera undir áhrifum hennar. Hildebrant sagðist óskað þess að börnin yrðu heil andlega og líkamlega. Uppeldisaðferðir Franke höfðu vakið áhyggjur í nokkurn tíma áður en hún var handtekinn og nokkrir 2,3 milljóna fylgenda hennar gert yfirvöldum viðvart. Í einu myndskeiðanna sáust Franke og eiginmaður hennar til að mynda tilkynna tveimur yngstu börnunum að þau fengju engar jólagjafir frá jólasveininum, þar sem þau væru sjálfselsk og hefðu ekki brugðist rétt við refsingum sem þeim var úthlutað, sem fólust meðal annars í að missa úr skóla og þrífa heimilið. Bandaríkin Erlend sakamál Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira
Ruby Franke, 42 ára, var handtekin í borginni Ivins í Utah í Bandaríkjunum í ágúst síðastliðnum eftir að vannærður 12 ára sonur hennar flúði heimili Jodi Hildebrant, eiganda lífstílsfyrirtækis og samstarfskonu Franke, og bað nágranna um að gefa sér vatn og brauð. Drengurinn var með djúps ár og hafði verið bundinn niður með teipi. Ein dætra Franke fannst við leit á heimili Hildebrant og reyndist í svipuðu ástandi og bróðir hennar. Eftir að Franke var handtekin deildi elsta dóttir hennar, Shari Franke, mynd á Instagram af lögregluþjónum með myndatextanum: „Loksins“. Franke og Hildebrant voru báðar ákærðar fyrir að hafa beitt börn Franke ofbeldi og hlaut Hildebrant sama dóm og Franke. Báðar hlutu fjóra dóma og refsingu upp á eitt til fimmtán ár en það verður undir nefnd um reynslulausn komið hvenær þær verða látnar lausar. Franke í dómsal í desember.AP/St. George News/Ron Chaffin Við ákvörðun refsingarinnar bað Franke börn sín afsökunar og sagðist hafa talið að „myrkur væri ljós og að rétt væri rangt“. Hún myndi gera hvað sem er fyrir þau en hefði tekið allt frá þeim sem var „mjúkt og öruggt og gott“. Við meðferð málsins hafði Franke freistað þess að koma sökunni yfir á Hildebrant og sagst vera undir áhrifum hennar. Hildebrant sagðist óskað þess að börnin yrðu heil andlega og líkamlega. Uppeldisaðferðir Franke höfðu vakið áhyggjur í nokkurn tíma áður en hún var handtekinn og nokkrir 2,3 milljóna fylgenda hennar gert yfirvöldum viðvart. Í einu myndskeiðanna sáust Franke og eiginmaður hennar til að mynda tilkynna tveimur yngstu börnunum að þau fengju engar jólagjafir frá jólasveininum, þar sem þau væru sjálfselsk og hefðu ekki brugðist rétt við refsingum sem þeim var úthlutað, sem fólust meðal annars í að missa úr skóla og þrífa heimilið.
Bandaríkin Erlend sakamál Ofbeldi gegn börnum Börn og uppeldi Samfélagsmiðlar Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Franska ríkisstjórnin fallin Ákæra forsetann formlega vegna herlaga Launmorð á götum New York Combs kærður fyrir að hafa látið konu hanga fram af svölum Mega ekki lengur leggja stund á hjúkrunar- og ljósmóðurfræði Leggja drög að ákæru á hendur forsetanum Krefjast niðurfellingar í þöggunarmálinu Herlögin loks felld úr gildi Sækja að annarri stórri borg í Sýrlandi Óvissa þrátt fyrir að þingið hafi fellt neyðarlögin úr gildi Lýsir yfir herlögum í Suður-Kóreu Engin greinarmunur gerður á Líbanon og Hezbollah ef friðurinn heldur ekki Rannsaka ekki ljósleiðaraskemmdir sem sakamál ennþá Stefnir í vantraust og aðra stjórnarkreppu Skorið á ljósleiðara í Finnlandi Hafnar því að þurfa að velja á milli Bandaríkjanna og Evrópu Fordæmalaus náðun Bidens Mörg hundruð vígamenn frá Írak til aðstoðar Assad-liðum Vilja vara aðra við örlögum dóttur sinnar í Laos Játar að hafa ekki afl til að taka aftur hernumdu svæðin Ríkisstjórnin og Barnier í hættu vegna fjárlaga Biden náðar son sinn Kynlífsverkafólk í Belgíu á nú rétt á fæðingarorlofi og lífeyri Ungur maður særði tvennt í skotárás á Grænlandi Hafa náð tökum á hálfri Aleppo og fjölda þorpa Assad-liðar gefa hratt eftir í Aleppo Síðasta heimsókn forseta fyrir opnun Notre Dame Tjadar og Senegalar segja Frökkum að koma sér Sjá meira