Um er að ræða 171 fermetra sérhæð í húsi sem var byggt sem einbýlishús árið 1952. Ásett verð er 95,9 milljónir.
Eignin skiptist í forstofu, tvö baðherbergi, fjögur svefnherbergi ásamt lestrar og leikherbergi. Aðalrými með rúmgóðu eldhúsi, fallegri stofu og borðstofu með útgengi út á Suðaustur svalir.




Sjarmerandi samsetning
Hjónin festu kaup á eigninni árið 2020. Við tók viðamikið verk þar sem þau endurnýjuðu baðherbergin, tóku niður veggi, skiptu um gólefni og færðu og endurnýttu upprunalegu eldhúsinnréttinguna. Markmið þeirra var að nýta allt sem væri heilt og nothæft, og var útkoman afar glæsileg.
Í alrýminu má sjá fallegar antík mublur í bland við nýjar sem mynda notalega og sjarmerandi stemningu.




Nánari upplýsingar um eignina má finna á fasteignavef Vísis.
Katla var gestur Völu Matt í Ísland í dag í nóvember 2022. Í þættinum segir Katla frá þeirri magnaðri lífsreynslu þegar hún fæddi son þeirra hjóna á baðherbergisgólfinu heima.