Framlengir fjöldaflóttavernd fyrir fjögur þúsund Úkraínumenn Lovísa Arnardóttir skrifar 23. febrúar 2024 06:59 Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra hefur framlengt sameiginlega vernd vegna fjöldaflótta frá Úkraínu. Vísir/Steingrímur Dúi Dómsmálaráðherra framlengir gildistíma 44. greinar laga um útlendinga um sameiginlega vernd Úkraínumanna vegna fjöldaflótta þeirra í kjölfar innrásar í Úkraínu. Tilkynnt verður um það í stjórnartíðindum í dag. Gildistími nýrrar framlengingar er til 2. mars á næsta ári. Úkraínumönnum var upphaflega veitt þessi vernd árið 2022 og var sú framlengd þann 1. febrúar í fyrra. Gildistími hennar er til 4. mars á þessu ári og eftir það tekur því sú nýja við. Um er að ræða vernd fyrir um fjögur þúsund manns. Árið 2022 fengu 2.316 frá Úkraínu mannúðarleyfi á Íslandi á grundvelli fjöldaflótta eða viðbótarverndar samkvæmt tölfræði Útlendingastofnunar. Í fyrra fengu 1.560 mannúðarleyfi vegna fjöldaflótta frá Úkraínu. Á þessu ári hafa fengu 95 einstaklingar fengið mannúðarleyfi vegna fjöldaflótta frá Úkraínu samkvæmt tölfræði Útlendingastofnunar. Samanlagt eru það 3.971 einstaklingar. Má framlengja í allt að þrjú ár Samkvæmt 44. grein útlendingalaga má endurnýja eða framlengja leyfið í allt að þrjú ár frá því að umsækjandi fékk það fyrst. Eftir þá framlengingu sem nú hefur verið samþykkt má því ekki gera það aftur. Einnig er tekið fram í lögunum að þegar heimildin fellur niður, eða þegar liðin eru þrjú ár frá því að einstaklingur fékk slíka vernd fyrst, eigi yfirvöld að tilkynna umsækjanda að umsókn hans um alþjóðlega vernd verði aðeins tekin til meðferðar láti hann í ljós ótvíræða ósk um það innan tiltekins frests. Sé umsóknin samþykkt má veita fólki dvalarleyfi vegna alþjóðlegrar verndar, mannúðarsjónarmiða eða mansals en kveðið er á um það í 74. grein útlendingalaganna. Að liðnu einu ári með slíkt leyfi er heimilt að gefa út ótímabundið dvalarleyfi enda séu skilyrðin fyrir því að halda leyfinu enn fyrir hendi og skilyrðum að öðru leyti fullnægt, samanber það sem kemur fram í 58. ákvæði laganna sem fjallar um ótímabundið dvalarleyfi. Samskonar framlenging í Evrópu Evrópusambandsríkin hafa framlengt samskonar fjöldaflóttavernd fyrir Úkraínumenn þar til á næsta ári en í Bretlandi, sem er utan sambandsins, var verndin upprunalega veitt til þriggja ára og rennur því út á næsta ári. Í Noregi, sem einnig er utan Evrópusambandsins, geta Úkraínumenn einnig fengið þessa sömu vernd en í janúar á þessu ári var tilkynnt, vegna mikils fjölda sem þangað hefur leitað, að Úkraínumenn með vernd eða tvöfalt ríkisfang í ríki sem Noregur metur öruggt fengju ekki vernd. Auk þess var tilkynnt að stuðningur við Úkraínumenn sem eru komnir í eigið húsnæði yrði minnkaður og að ferðir á milli Úkraínu og Noregs yrðu takmarkaðar. Þá var einnig tilkynnt að norsk yfirvöld myndu ekki lengur greiða fyrir komu og veru gæludýra í flóttamannamiðstöðvum sínum eða móttökumiðstöðinni. Tilkynnt var um þessar breytingar í lok janúar og tóku þær gildi um miðjan mánuð. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hafa sammælst um nýja heildarsýn um flóttamenn og innflytjendur Ríkisstjórnin sammæltist í dag um aðgerðir í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd, flóttafólks og innflytjenda. Í tilkynningu segir að tekið verði utan um málaflokkinn með heildstæðum hætti með samhæfingu milli ráðuneyta og stofnana. 20. febrúar 2024 12:07 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Úkraínumönnum var upphaflega veitt þessi vernd árið 2022 og var sú framlengd þann 1. febrúar í fyrra. Gildistími hennar er til 4. mars á þessu ári og eftir það tekur því sú nýja við. Um er að ræða vernd fyrir um fjögur þúsund manns. Árið 2022 fengu 2.316 frá Úkraínu mannúðarleyfi á Íslandi á grundvelli fjöldaflótta eða viðbótarverndar samkvæmt tölfræði Útlendingastofnunar. Í fyrra fengu 1.560 mannúðarleyfi vegna fjöldaflótta frá Úkraínu. Á þessu ári hafa fengu 95 einstaklingar fengið mannúðarleyfi vegna fjöldaflótta frá Úkraínu samkvæmt tölfræði Útlendingastofnunar. Samanlagt eru það 3.971 einstaklingar. Má framlengja í allt að þrjú ár Samkvæmt 44. grein útlendingalaga má endurnýja eða framlengja leyfið í allt að þrjú ár frá því að umsækjandi fékk það fyrst. Eftir þá framlengingu sem nú hefur verið samþykkt má því ekki gera það aftur. Einnig er tekið fram í lögunum að þegar heimildin fellur niður, eða þegar liðin eru þrjú ár frá því að einstaklingur fékk slíka vernd fyrst, eigi yfirvöld að tilkynna umsækjanda að umsókn hans um alþjóðlega vernd verði aðeins tekin til meðferðar láti hann í ljós ótvíræða ósk um það innan tiltekins frests. Sé umsóknin samþykkt má veita fólki dvalarleyfi vegna alþjóðlegrar verndar, mannúðarsjónarmiða eða mansals en kveðið er á um það í 74. grein útlendingalaganna. Að liðnu einu ári með slíkt leyfi er heimilt að gefa út ótímabundið dvalarleyfi enda séu skilyrðin fyrir því að halda leyfinu enn fyrir hendi og skilyrðum að öðru leyti fullnægt, samanber það sem kemur fram í 58. ákvæði laganna sem fjallar um ótímabundið dvalarleyfi. Samskonar framlenging í Evrópu Evrópusambandsríkin hafa framlengt samskonar fjöldaflóttavernd fyrir Úkraínumenn þar til á næsta ári en í Bretlandi, sem er utan sambandsins, var verndin upprunalega veitt til þriggja ára og rennur því út á næsta ári. Í Noregi, sem einnig er utan Evrópusambandsins, geta Úkraínumenn einnig fengið þessa sömu vernd en í janúar á þessu ári var tilkynnt, vegna mikils fjölda sem þangað hefur leitað, að Úkraínumenn með vernd eða tvöfalt ríkisfang í ríki sem Noregur metur öruggt fengju ekki vernd. Auk þess var tilkynnt að stuðningur við Úkraínumenn sem eru komnir í eigið húsnæði yrði minnkaður og að ferðir á milli Úkraínu og Noregs yrðu takmarkaðar. Þá var einnig tilkynnt að norsk yfirvöld myndu ekki lengur greiða fyrir komu og veru gæludýra í flóttamannamiðstöðvum sínum eða móttökumiðstöðinni. Tilkynnt var um þessar breytingar í lok janúar og tóku þær gildi um miðjan mánuð.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hafa sammælst um nýja heildarsýn um flóttamenn og innflytjendur Ríkisstjórnin sammæltist í dag um aðgerðir í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd, flóttafólks og innflytjenda. Í tilkynningu segir að tekið verði utan um málaflokkinn með heildstæðum hætti með samhæfingu milli ráðuneyta og stofnana. 20. febrúar 2024 12:07 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Hafa sammælst um nýja heildarsýn um flóttamenn og innflytjendur Ríkisstjórnin sammæltist í dag um aðgerðir í málefnum umsækjenda um alþjóðlega vernd, flóttafólks og innflytjenda. Í tilkynningu segir að tekið verði utan um málaflokkinn með heildstæðum hætti með samhæfingu milli ráðuneyta og stofnana. 20. febrúar 2024 12:07