Nauðgaði stúlku sem féll í yfirlið á göngustíg Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 23. febrúar 2024 17:36 Málið var til meðferðar hjá Héraðsdómi Suðurlands. Vísir/Vilhelm Rúmlega tvítugur karlmaður á Suðurlandi hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi fyrir að nauðga kunningjastúlku sem mælti sér mót við hann til að fá vökva í veipið sitt. DNA-sýni var lykilgagn í málinu. Fram kemur í dómi Héraðsdóms Suðurlands að nauðgunin hafi orðið á göngustíg í bæjarkjarna á Suðurlandi að nóttu til í september 2021. Þá hafi þau bæði verið átján ára gömul. Þau hafi mælt sér mót þar en þau höfðu þekkst í þrjú ár eftir að hafa unnið saman. Hann hafi byrjað að kyssa hana, hana hafi svimað og hún hefði talið hann ætla að hjálpa hana. Svo hafi liðið yfir hana og þegar hún hafi rankað við sér hafi hann látið hana standa upp, rifið niður buxur þeirra beggja og haft samfarir við hana í fimm til tíu mínútur. Drengurinn sagðist hafa verið í sambandi við stúlkuna um nóttina þar sem hana vantaði vökva í veipið sitt og hann ætlað að láta hana hafa daginn eftir. Hann hefði aldrei farið að hitta hana. Lykilgögn í málinu voru DNA-sýni af drengnum sem fundust á stúlkunni. Skýringar hans hvernig sýni af getnaðarlimi hans hefðu getað fundist á stúlkunni þóttu ekki halda vatni. Voru þeir meðal annars á þá leið að hann geymdi veipið sitt í klofinu þegar hann æki bíl og hann hefði í eitthvert skipti gefið henni af veipinu sínu. Þá tók héraðsdómur vitnisburði fjölskyldumeðlima hans að hann hefði aldrei yfirgefið heimili sitt um nóttina með fyrirvara vegna tengsla og að heimilisfólkið var ýmist sofandi eða í tölvuleik með heyrnartól. Þá voru áverkar á leggöngum stúlkunnar þess eðlis að þeir væru eftir samræði sem hún hefði ekki verið tilbúin fyrir. Auk þess væru þeir að líkindum að hámarki tveggja daga gamlir. Var stöðugur framburður stúlkunnar metinn trúverðugur og lagður til grundvallar dómnum. Var karlmaðurinn dæmdur í tveggja ára fangelsi og þarf auk þess að greiða tvær milljónir króna í miskabætur. Dómur Héraðsdóms Suðurlands. Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Fram kemur í dómi Héraðsdóms Suðurlands að nauðgunin hafi orðið á göngustíg í bæjarkjarna á Suðurlandi að nóttu til í september 2021. Þá hafi þau bæði verið átján ára gömul. Þau hafi mælt sér mót þar en þau höfðu þekkst í þrjú ár eftir að hafa unnið saman. Hann hafi byrjað að kyssa hana, hana hafi svimað og hún hefði talið hann ætla að hjálpa hana. Svo hafi liðið yfir hana og þegar hún hafi rankað við sér hafi hann látið hana standa upp, rifið niður buxur þeirra beggja og haft samfarir við hana í fimm til tíu mínútur. Drengurinn sagðist hafa verið í sambandi við stúlkuna um nóttina þar sem hana vantaði vökva í veipið sitt og hann ætlað að láta hana hafa daginn eftir. Hann hefði aldrei farið að hitta hana. Lykilgögn í málinu voru DNA-sýni af drengnum sem fundust á stúlkunni. Skýringar hans hvernig sýni af getnaðarlimi hans hefðu getað fundist á stúlkunni þóttu ekki halda vatni. Voru þeir meðal annars á þá leið að hann geymdi veipið sitt í klofinu þegar hann æki bíl og hann hefði í eitthvert skipti gefið henni af veipinu sínu. Þá tók héraðsdómur vitnisburði fjölskyldumeðlima hans að hann hefði aldrei yfirgefið heimili sitt um nóttina með fyrirvara vegna tengsla og að heimilisfólkið var ýmist sofandi eða í tölvuleik með heyrnartól. Þá voru áverkar á leggöngum stúlkunnar þess eðlis að þeir væru eftir samræði sem hún hefði ekki verið tilbúin fyrir. Auk þess væru þeir að líkindum að hámarki tveggja daga gamlir. Var stöðugur framburður stúlkunnar metinn trúverðugur og lagður til grundvallar dómnum. Var karlmaðurinn dæmdur í tveggja ára fangelsi og þarf auk þess að greiða tvær milljónir króna í miskabætur. Dómur Héraðsdóms Suðurlands.
Kynferðisofbeldi Dómsmál Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira