Átök í kókaínpartýi í Þorlákshöfn enduðu fyrir dómi Jón Þór Stefánsson skrifar 24. febrúar 2024 23:29 Atvik málsins áttu sér stað í Þorlákshöfn. Vísir/Egill Maður, sem var ákærður fyrir að slá konu með bréfpoka fullum af bjórflöskum, var sýknaður í Héraðsdómi Suðurlands í gær. Atvikið sem málið varðar átti sér stað um nótt í ágúst 2021, utandyra fyrir framan hús í Þorlákshöfn þar sem að partý hafði verið haldið um kvöldið. Manninum var gefið að sök að slá konu með bréfpoka, sem innihélt fjórar fullar bjórflöskur úr gleri í höfuðið. Fyrir vikið átti konan að hafa hlotið heilahristing og tvær kúlur á höfuðið. Í dómnum kemur fram að partý hefði verið haldið í húsinu umrætt kvöld. Framburður mannsins, konunnar og annarra vitna í skýrslutökum og fyrir dómi var mjög á reyki um atvik málsins. Man ekki lengur eftir því sem gerðist Í skýrslutöku hjá lögreglu sagði konan að maðurinn hefði komið í íbúðina og verið með leiðindi við sig og ýtt sér. Hann hafi gefið viðstöddum kókaín og þau þegið það, en síðan hafi hann sakað þau um að stela kókaíninu af sér. Þá hafi hún vísað honum á dyr. Eftir það hafi húsráðandi fengið símtal frá öðrum einstaklingi sem sagðist ætla að koma og berja þau vegna kókaínþjófnaðarins. Síðan hafi maðurinn komið aftur og viljað komast aftur í partýið en konan meinað honum það. Hún sagði manninn hafa verið ölvaðan og árásargjarnan. Hún hafi slegið hann laust með opnum lófa í andlitið eftir að hann egnaði hana til að kýla sig. Síðan hafi hann slegið hana í höfuðið með bréfpoka fullum af bjórflöskum og farið af vettvangi í kjölfarið. Fyrir dómi sagði konan hins vegar að hún myndi ekki eftir þessum atburðum lengur. Hún hefði verið í mikilli neyslu og glímdi nú við minnisleysi. Segist hafa slengt pokanum í jörðina Í framburði sínum fyrir dómi sagði maðurinn að konan hefði veitt honum tvö hnefahögg og hann reiðst við það og kastað umræddum bréfoka í jörðina og bjórflöskurnar brotnað. Hann sagðist ekki hafa veist að konunni og neitaði jafnframt að hafa verið að dreifa fíkniefnum í partýinu. Líkt og áður segir sýknaði héraðsdómur manninn af háttseminni sem honum var gefið að sök. Dómurinn vísar til þess að konan segist ekki muna eftir atburðum næturinnar, og að tvö vitni sem höfðu lýst árásinni sögðu fyrir dómi að það hefði byggt á lýsingum konunnar. Þá hafi maðurinn og annað vitni sagt að hann hefði ekki slegið konuna og þótti dómnum lýsingar þeirra vera samhljóma. Læknisvottorð þótti styðja framburð konunnar hjá lögreglu, en dugði að mati dómsins ekki sem sönnun eitt og sér. Dómsmál Ölfus Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira
Atvikið sem málið varðar átti sér stað um nótt í ágúst 2021, utandyra fyrir framan hús í Þorlákshöfn þar sem að partý hafði verið haldið um kvöldið. Manninum var gefið að sök að slá konu með bréfpoka, sem innihélt fjórar fullar bjórflöskur úr gleri í höfuðið. Fyrir vikið átti konan að hafa hlotið heilahristing og tvær kúlur á höfuðið. Í dómnum kemur fram að partý hefði verið haldið í húsinu umrætt kvöld. Framburður mannsins, konunnar og annarra vitna í skýrslutökum og fyrir dómi var mjög á reyki um atvik málsins. Man ekki lengur eftir því sem gerðist Í skýrslutöku hjá lögreglu sagði konan að maðurinn hefði komið í íbúðina og verið með leiðindi við sig og ýtt sér. Hann hafi gefið viðstöddum kókaín og þau þegið það, en síðan hafi hann sakað þau um að stela kókaíninu af sér. Þá hafi hún vísað honum á dyr. Eftir það hafi húsráðandi fengið símtal frá öðrum einstaklingi sem sagðist ætla að koma og berja þau vegna kókaínþjófnaðarins. Síðan hafi maðurinn komið aftur og viljað komast aftur í partýið en konan meinað honum það. Hún sagði manninn hafa verið ölvaðan og árásargjarnan. Hún hafi slegið hann laust með opnum lófa í andlitið eftir að hann egnaði hana til að kýla sig. Síðan hafi hann slegið hana í höfuðið með bréfpoka fullum af bjórflöskum og farið af vettvangi í kjölfarið. Fyrir dómi sagði konan hins vegar að hún myndi ekki eftir þessum atburðum lengur. Hún hefði verið í mikilli neyslu og glímdi nú við minnisleysi. Segist hafa slengt pokanum í jörðina Í framburði sínum fyrir dómi sagði maðurinn að konan hefði veitt honum tvö hnefahögg og hann reiðst við það og kastað umræddum bréfoka í jörðina og bjórflöskurnar brotnað. Hann sagðist ekki hafa veist að konunni og neitaði jafnframt að hafa verið að dreifa fíkniefnum í partýinu. Líkt og áður segir sýknaði héraðsdómur manninn af háttseminni sem honum var gefið að sök. Dómurinn vísar til þess að konan segist ekki muna eftir atburðum næturinnar, og að tvö vitni sem höfðu lýst árásinni sögðu fyrir dómi að það hefði byggt á lýsingum konunnar. Þá hafi maðurinn og annað vitni sagt að hann hefði ekki slegið konuna og þótti dómnum lýsingar þeirra vera samhljóma. Læknisvottorð þótti styðja framburð konunnar hjá lögreglu, en dugði að mati dómsins ekki sem sönnun eitt og sér.
Dómsmál Ölfus Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Fleiri fréttir „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sjá meira