Vopnahlé gæti staðið í sex vikur Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 25. febrúar 2024 19:49 Magnea Marínósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur fór yfir stöðu vopnahlésviðræðna í kvöldfréttum Stöðvar 2. Stöð 2 Magnea Marínósdóttir alþjóðastjórnmálafræðingur segir skrið kominn í viðræður Ísraelsmanna og Hamasliða og að líklegt sé að fyrirhugað vopnahlé vari í allt að sex vikur eða framyfir ramadan. Á sama tíma undirbúa Ísraelsmenn að sækja inn í syðstu borg Gasa af auknum þunga. Staðan á Gasasvæðinu er um þessar mundir hrikaleg og halda stöðugar loftárásir Ísraelshers áfram í suðurhluta Gasa þangað sem hundruðir þúsunda hafa flúið. Á þriðja tug manna létu lífið í árás Ísraelshers á borgina Deir al-Balah á suðurhluta Gasastrandar um helgina. Loftárásir voru einnig gerðar á Rafaborg sem liggur að landamærunum við Egyptaland. Minnst átta létust í loftárás á borgina á föstudag. Athugið að myndefni fréttarinnar hér fyrir neðan kann að vekja óhug. „Það er orðið mjög erfitt fyrir mannúðaraðstoð að koma inn. Bílstjórar fara þarna með vörubíla, almenningur er orðinn mjög örvæntingarfullur og fer að bílunum og tekur varninginn. Þannig að þeir eru farnir að hætta að vilja að fara þarna inn. Svo auðvitað er það erfitt því það er þarna enn þá stríðsástand,“ segir Magnea. Hún segir árangur viðræðna hanga á fangaskiptum. Enn séu fjörutíu ísraelskir gíslar í haldi frá áhlaupi Hamasliða í október í fyrra og er Ísrael með mörg þúsund palestínska pólitíska fanga í haldi. Til stendur að Hamas sleppi þessum fjörutíu gíslum í skiptum fyrir einhver hundruð pólitískra fanga. Magnea segir versnandi mannúðarástandið á svæðinu vera ein að lykilbreytum viðræðnanna fyrir fulltrúa Hamas þar sem fólk á Gasa er orðið örvæntingarfullt og saki Hamas um að bera ábyrgð. Magnea talaði líka um þau tvö mál Ísraels fyrir alþjóðadómstólnum í Haag og segir að nýjar vendingar í máli sem var lagt fram langt fyrir þann örlagaríka sjöunda október gætu skipt sköpum. „Annars vegar er það mál Suður-Afríku í sambandi við brot á samningum um þjóðarmorð og hins vegar er mál frá palestínskum stjórnvöldum að skoða aðgerðir og stefnu í sambandi við hernámsríkisins Ísrael og hvort það sé brot á alþjóðalögum. Palestínumenn vilja í raun og veru að hernámið sé afhjúpað sem brot á alþjóðalögum,“ segir Magnea. Vitnaleiðslur í seinna málinu séu hafnar og standa fram á morgundaginn. 52 ríki og þrjár alþjóðastofnanir hafi lagt fram skriflegt álit. Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Sjá meira
Staðan á Gasasvæðinu er um þessar mundir hrikaleg og halda stöðugar loftárásir Ísraelshers áfram í suðurhluta Gasa þangað sem hundruðir þúsunda hafa flúið. Á þriðja tug manna létu lífið í árás Ísraelshers á borgina Deir al-Balah á suðurhluta Gasastrandar um helgina. Loftárásir voru einnig gerðar á Rafaborg sem liggur að landamærunum við Egyptaland. Minnst átta létust í loftárás á borgina á föstudag. Athugið að myndefni fréttarinnar hér fyrir neðan kann að vekja óhug. „Það er orðið mjög erfitt fyrir mannúðaraðstoð að koma inn. Bílstjórar fara þarna með vörubíla, almenningur er orðinn mjög örvæntingarfullur og fer að bílunum og tekur varninginn. Þannig að þeir eru farnir að hætta að vilja að fara þarna inn. Svo auðvitað er það erfitt því það er þarna enn þá stríðsástand,“ segir Magnea. Hún segir árangur viðræðna hanga á fangaskiptum. Enn séu fjörutíu ísraelskir gíslar í haldi frá áhlaupi Hamasliða í október í fyrra og er Ísrael með mörg þúsund palestínska pólitíska fanga í haldi. Til stendur að Hamas sleppi þessum fjörutíu gíslum í skiptum fyrir einhver hundruð pólitískra fanga. Magnea segir versnandi mannúðarástandið á svæðinu vera ein að lykilbreytum viðræðnanna fyrir fulltrúa Hamas þar sem fólk á Gasa er orðið örvæntingarfullt og saki Hamas um að bera ábyrgð. Magnea talaði líka um þau tvö mál Ísraels fyrir alþjóðadómstólnum í Haag og segir að nýjar vendingar í máli sem var lagt fram langt fyrir þann örlagaríka sjöunda október gætu skipt sköpum. „Annars vegar er það mál Suður-Afríku í sambandi við brot á samningum um þjóðarmorð og hins vegar er mál frá palestínskum stjórnvöldum að skoða aðgerðir og stefnu í sambandi við hernámsríkisins Ísrael og hvort það sé brot á alþjóðalögum. Palestínumenn vilja í raun og veru að hernámið sé afhjúpað sem brot á alþjóðalögum,“ segir Magnea. Vitnaleiðslur í seinna málinu séu hafnar og standa fram á morgundaginn. 52 ríki og þrjár alþjóðastofnanir hafi lagt fram skriflegt álit.
Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Sjá meira