Þjóðin grætur biskup sinn Jakob Bjarnar skrifar 26. febrúar 2024 14:39 Kista Karls borin út úr troðfullri Hallgrímskirkju. vísir/einar Heilar tvær opnur og ein síða til eru lagðar undir minningarorð um Karl Sigurbjörnsson biskup í Morgunblaði dagsins en Karl var jarðsunginn frá Hallgrímskirkju klukkan 13. Fá dæmi eru um annað eins. Á samfélagsmiðlum minnast margir Karls biskups með hlýju. Segja má að Karl hafi verið borinn til biskupsembættisins á sínum tíma en hann er sonur Sigurbjörns Einarssonar biskups sem líklega er einn dáðasti kirkjunnar maður frá upphafi. Móðir hans var Magnea Þorkelsdóttir en sjálfur var hann fæddur 1947 í Reykjavík en lést 12. febrúar. Eftirlifandi eiginkona Karls er Kristín Þórdís Guðjónsdóttir en börn þeirra eru Inga Rut, Rannveig Eva og Guðjón Davíð. Eftirminnileg för í Páfagarð Ef marka má minningargreinarnar stóð Karl föður sínum ekki langt að baki. Hann þótti frábær kennimaður, leiðtogi og kennari. Framsetning hans á Guðs orði tær: „Hann var vel stillt hljóðfæri Skaparans, sífellt gefandi og þjónandi – aldrei feilnóta. Framsetning hans var tær, ekki klisjukennd einföldun,“ svo gripið sé í eina minningargreinina. Karl var gæfumaður í einkalífinu og þá kemur víða fram að hann hafi verið mikill húmoristi. Kista séra Karls.vísir/einar Hér verður gerð tilraun til að kynnast Karli í gegnum minningargreinar og fáein dæmi tekin, að handahófi. Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti er meðal þeirra fjölmörgu sem minnist Karls biskups með minningargrein í Morgunblaðinu. Hann segir Karl hafa reynst sér sérlega vel við fráfall Guðrúnar Katrínar en einnig sýnt sér vinarþel eftir að Dorrit kom til sögunnar: „Í minningunni ljómar líka för okkar í Páfagarð í aðdraganda aldamóta. Erindið að ná fundi Jóhannesar Páls II, bjóða hans heilagleika að senda fulltrúa á þúsund ára kristnihátíð sem halda skyldi á Þingvöllum. Mun vera í fyrsta og eina sinn sem kirkjuhöfðingi og þjóðhöfðingi Íslands gengu saman til Rómar eins og sagt var fyrrum, mættu báðir í frægðarsali Vatíkansins. Leiðangurinn árangursríkur; kardínáli hinnar kaþólsku kirkju með þjóðinni við Öxará,“ skrifar Ólafur Ragnar meðal annars. Gáfaður og hógvær í senn Magnús Þorkell Bernharðsson prófessor í sögu Mið-Austurlanda segir Karl biskup leiðtoga og kennara af Guðs náð sem tengdi saman stærstu og helstu mótsagnirnar og náði því að skýra fyrir okkur helstu undur og spursmál samtímans. „Kalli frændi minn hafði einmitt dýptina, ímyndunaraflið, iðnina og tilfinningagreindina til að höndla og meta hinar stóru mótsagnir lífsins og fór manna lengst í þessari leit. Hann var svo gáfaður og vel að sér, en á sama tíma svo einstaklega hógvær og reiðubúinn að hlýða á aðra og læra af reynslu þeirra,“ segir Magnús Þorkell. „Séra Karl Sigurbjörnsson var ekki sami kirkjuhöfðinginn og faðir hans en hann var maður friðar og meðalhófs í kirkjunni,“ segir Bragi Kristjónsson bóksali í minningargrein. Þetta er í raun það eina sem finna má í minningargreinum sem er ekki lofið eitt. „Karl var afbragðskennimaður; fáa þekki ég sem höfðu jafn víðfeðma þekkingu á sögu og samhengi kristninnar en ég held að fyrir honum hafi sú þekking átt gildi sitt í því að styrkja og efla kirkju Krists á jörðu.“ Þetta segir Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur Dómkirkjunnar en margir nefna að Karl hafi verið húmoristi. Gríðarlegt minni og næmt auga fyrir hinu spaugilega „Hann var ráðhollur og styðjandi; sannkallaður reynslubrunnur. Var hann og afar hugmyndaríkur, skipulagður og fljótur að vinna, hvort heldur það var í safnaðarstarfi eða á sviði fræðanna. Karl kenndi frábærlega, bæði í stól og á stéttunum og gjarnan með góðum húmor þegar það átti við enda með næmt auga fyrir hinu spaugilega og hverjum manni skemmtilegri ef hann vildi. Við í Dómkirkjunni kveðjum góðan vin og frábæran félaga með miklum söknuði. Guð blessi minningu Karls en styrki og huggi alla ástvini hans,“ segir Sveinn. „Lestu Biblíuna og sálmabókina og þá verður þér ekki orða vant,“ sagði hann við mig í viðtali til undirbúnings prestsvígslu. Ég vann þá á biskupsstofu. Meðal margra góðra minninga þaðan eru ferðir þar sem Karl var að hitta fólk, vísitasíur um landið vítt og breitt, kirkjuskoðun á hverjum stað, samtal, hugvekjur og aldrei sú sama þó að þær væru nokkrar á dag,“ segir séra Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, prestur í Neskirkju. Aðstandendur og aðrir fylgja kistu Karls líkbílinn.vísir/einar Hún heldur áfram og og segir honum aldrei hafa verið orða vant: „Ég undraðist oft það gríðarlega minni sem hann hafði á menn og málefni, á staði, staðarheiti, sögur af fólki og nöfn heilu ættanna. Sögurnar voru af ýmsu tagi, margar fyndnar enda Karl mikill húmoristi.“ Hún minnist þess er gustaði um Biskupsstofu í tengslum við ásakanir um kynferðislegt ofbeldi presta kirkjunnar. Þá var ómaklega að Karli vegið að mati Steinunnar, en Karl hélt áfram að vinna og sinna, þjóna og miðla og gefa af sér. Valmennið Karl Sigurbjörnsson var alla ævi trúr „Karl biskup var einhver áhrifamesti boðberi kristninnar hér á landi um sína daga. Það var gæfa mín að kynnast honum vel og ekki síst að starfa við hlið hans í stjórn Hins íslenska biblíufélags,“ skrifar Gunnlaugur A. Jónsson guðfræðingur sem minnist meðal annars á þýðingar Karls. „Það var enginn uppgjafartónn í prédikunum Karls, þó hann hafi talað um það sem lensku hér á landi að gera lítið úr kristinni trú. Hann vissi að andófið gegn kirkju og kristni er engin nýlunda. Vissi sömuleiðis að kirkjan er ekki yfir gagnrýni hafin.“ „Valmennið Karl Sigurbjörnsson var alla ævi trúr því heiti, sem hann vann á vígsludegi, „að prédika Guðs orð hreint og ómengað, eins og það er að finna í hinum spámannlegu og postullegu ritum og samkvæmt vitnisburði vorrar evangelísk-lúthersku kirkju í játningum hennar“. Honum sveið, að prestar skyldu einatt prédika Krist án þess að holdtekjan, líf hans og dauði, friðþægingin á krossinum og upprisan væru talin hafa sérstaka þýðingu,“ segir Gunnar Björnsson pastor emeritus. Karl þótti mæta örlögum sínum af einstakri hugprýði. Margir spyrja, þegar þeir greinast, hvers vegna ég? Meðan Karl spurði: Hvers vegna ekki ég?árni svanur daníelsson „Dýrlegt var svo að fylgjast með þeim biskupsfeðgum á Kristnihátíð á Þingvöllum við helgihald í glampandi sól og sjá tugþúsundir ganga til helgrar máltíðar sem vitnaði um lífið í Kristi er tengir fortíð og nútíð, jörð og himin. Blessun biskups síðar á minnismerki í Hafnarfirði um fyrstu lútersku kirkjuna á Íslandi var líka gleðirík,“ skrifar séra Gunnþór Ingason. Biskup biskupa „Erlendir biskupar leituðu til hans um kyrrðardaga fyrir þá sjálfa og fræðslu fyrir prestana og einn þeirra lét þau orð falla við mig að Karl hlyti að vera besti biskup Evrópu,“ sagir séra Þorvaldur Karl Helgason. „Áhrif séra Karls biskups munu vara í kirkjunni þótt ár og dagar líði. Hann hefur ritað og gefið út margar uppbyggilegar bækur er fjalla um kristna trú, lífið sjálft og tilveruna, sem og sálma sem meðal annars eru í nýju sálmabókinni,“ skrifar séra Vigfús Þór Árnason í persónulegum minningarorðum. Fjölmargir minnast Karls biskups í dag en hann var borinn til grafar í troðfullri Hallgrímskirkju.Árni Svanur Daníelsson „Karl settist í fjórða bekk MR með okkur bekkjarsystkinum, nýkominn frá BNA þar sem hann hafði verið skiptinemi eitt ár. Eftir þann vetur las Karl 5. bekk utanskóla og útskrifaðist með sínum jafnöldrum. Karl lét ekki mikið fyrir sér fara, var hógvær og sinnti náminu af áhuga,“ segja þau Inga Þóra Geirlaugsdóttir og séra Jón Dalbú Hróbjartsson í sínum minningarorðum. Þeim Jóni og Karli varð strax vel til vina í guðfræðideildinni og hélst sú vinátta til dauðadags. „Fljótlega kom í ljós að þarna var á ferð maður með einstakar gáfur og hæfileika sem stefndi á það eitt að verða þjónn kirkjunnar. Á þessum árum kynntist Karl Kristínu sinni, sem varð hans trúfasta stoð í lífinu. Þau voru gjarnan nefnd í einu í okkar vinahópi, Kalli og Kristín, enda einstaklega samrýnd.“ Áhrifaríkur prédikari og orðsins maður Í minningarorðum Helgu Soffíu Konráðsdóttur prests og biskupsframbjóðanda kemur meðal annars fram tilurð biskupskjörs Karls: „Árið 1997 ákvað sr. Karl að gefa kost á sér til embættis biskups Íslands. Við héldum fundi á heimili okkar Toshiki í Skerjafirði, lögðum línurnar undir stjórn Karls og reyndum að átta okkur á stöðunni. Karl stóð á fimmtugu þegar þetta var, hann hlaut afburða kosningu og gegndi biskupsembætti til ársins 2012.“ Karl Sigurbjörnsson biskup. Margir hafa á því orð í minningargreinum að hann hafi haft til að bera nánast óbrigðult minni.árni svanur daníelsson Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur segir af því þegar þau hjónin stóðu, þá ókunnug, í húsbyggingum saman, en eiginmaður hennar Einar Karl Haraldsson, sem formaður sóknarnefndar Hallgrímskirkju, ritar hins vegar önnur minningarorð í félagi við séra Irmu Sjöfn Óskarsdóttur . Þar segir meðal annars: „Séra Karl var farsæll sálusorgari síns safnaðarfólks og svo margra annarra. Hann var sóknarprestur sem gekk í takt við söfnuð sinn og í öll störf hvort sem var að styðja við starf kvenfélagsins og hlúa að barna- og æskulýðsstarfi eða vera ráðgjafi þegar kom að listrænum þáttum og skreytingum í kirkjubyggingunni af einstöku listfengi.“ Þá segir þar að minni Karls hafi verið næsta óbrigðult á fólk, sögu, listaverk, kirkjugripi, sálma og kirkjutónlist. „Karl var áhrifaríkur prédikari og orðsins maður sem miðlaði sterkri upprisutrú og áminningu um að minnast dauðans en grípa daginn, rétta fram hjálpandi hönd og gleðja samferðafólk sitt.“ Lítillátur, ljúfur og kátur „Karl biskup starfaði í anda einingar, sátta og friðar og vann kirkjunni allt það gagn sem hann gat og kunni,“ skrifar séra Hans Guðberg Alfreðsson en Þórir Stephensen rifjar upp þegar þeir kynntust sumarið 1964: „Hann var þá 17 ára og þátttakandi í skosk-íslenskum vinnubúðum, sem ég stjórnaði þetta sumar á Hólum í Hjaltadal. Karl Sigurbjörnsson biskup predikar. Það er ekki nóg að vera vel lesinn í Guðs orði, menn þurfa líka að koma því frá sér á mannamáli.Árni Svanur Daníelsson Það kom mér þægilega á óvart, þegar ég sá, að kvöldlesning þessa unga pilts var trúarheimspeki í ætt við þau fræði sem tilheyrðu þá lokaáfanga háskólanáms í guðfræði. En hann gat líka brugðið sér á ball með hópnum yfir á Sauðárkrók, þegar Hljómar frá Keflavík buðu upp á „bítlamúsík“ af bestu gerð. Á þessum dögum urðum við vinir. Allt okkar samstarf innan kirkjunnar bar því vitni.“ Og það var einmitt þar sem kynni tókust með Karli og Sveini Rúnari Haukssyni lækni sem segir í sínum minningarorðum: „Það er magnað að hugsa til þessi hversu vel það fór í einum og sama manninum að vera svo lítillátur, ljúfur og kátur en jafnframt afburða kennimaður sem gaf svo mörgum svo mikið alveg fram á síðasta dag.“ Kærleiksríkur, hlýr, gáfaður og glettinn Elínborg Sturludóttir dómkirkjuprestur hefur sín minningarorð á: „Hr. Karl Sigurbjörnsson er „genginn inn í fögnuð herra síns“.“ Og fyrrverandi dómkirkjuprestur, Jakob Ágúst Hjálmarsson segir: „Sú dýrðlega sjón sem hjartað þráir ævilangt hafi það séð bjarma af henni nokkru sinni er nú gengin í uppfyllingu vonarinnar fyrir vini okkar og samferðamanni, Karli Sigurbjörnssyni.“ Nágrannar Karls biskps, Hildur, Ásgeir Valur, Þorbjörg, Dagný og Anna Lilja fjalla um sjúkdóminn sem dró Karl til dauða. „Hann tók sjúkdómnum af ótrúlegu æðruleysi. Þegar fólk greinist með krabbamein eða aðra alvarlega sjúkdóma er afar mannlegt og eðlilegt að fólk spyrji: „Hvers vegna ég, hvers vegna þurfti þetta að koma fyrir mig?“ Hann sagði hins vegar: „Hvers vegna ekki ég?“ Með æðruleysið og húmorinn að vopni tókst hann á við þessa baráttu og þannig barðist hann til síðasta dags.“ Hörður Áskellson, Inga Rós Ingólfsdóttir, Guðrún Hrund, Inga, Áskell og fjölskyldur segja Karl einstakan vin. Þau störfuðu með Karli í Hallgrímskirku þar sem Hörður var í aðalhlutverki sem orgelleikari og Inga Rós og börn öflug í starfi safnaðarins. „Kærleiksríkur, hlýr, gáfaður, glettinn, vel lesinn og stálminnugur og alltaf kom maður ríkari af hans fundi.“ Andlát Þjóðkirkjan Tímamót Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Sjá meira
Segja má að Karl hafi verið borinn til biskupsembættisins á sínum tíma en hann er sonur Sigurbjörns Einarssonar biskups sem líklega er einn dáðasti kirkjunnar maður frá upphafi. Móðir hans var Magnea Þorkelsdóttir en sjálfur var hann fæddur 1947 í Reykjavík en lést 12. febrúar. Eftirlifandi eiginkona Karls er Kristín Þórdís Guðjónsdóttir en börn þeirra eru Inga Rut, Rannveig Eva og Guðjón Davíð. Eftirminnileg för í Páfagarð Ef marka má minningargreinarnar stóð Karl föður sínum ekki langt að baki. Hann þótti frábær kennimaður, leiðtogi og kennari. Framsetning hans á Guðs orði tær: „Hann var vel stillt hljóðfæri Skaparans, sífellt gefandi og þjónandi – aldrei feilnóta. Framsetning hans var tær, ekki klisjukennd einföldun,“ svo gripið sé í eina minningargreinina. Karl var gæfumaður í einkalífinu og þá kemur víða fram að hann hafi verið mikill húmoristi. Kista séra Karls.vísir/einar Hér verður gerð tilraun til að kynnast Karli í gegnum minningargreinar og fáein dæmi tekin, að handahófi. Ólafur Ragnar Grímsson fyrrverandi forseti er meðal þeirra fjölmörgu sem minnist Karls biskups með minningargrein í Morgunblaðinu. Hann segir Karl hafa reynst sér sérlega vel við fráfall Guðrúnar Katrínar en einnig sýnt sér vinarþel eftir að Dorrit kom til sögunnar: „Í minningunni ljómar líka för okkar í Páfagarð í aðdraganda aldamóta. Erindið að ná fundi Jóhannesar Páls II, bjóða hans heilagleika að senda fulltrúa á þúsund ára kristnihátíð sem halda skyldi á Þingvöllum. Mun vera í fyrsta og eina sinn sem kirkjuhöfðingi og þjóðhöfðingi Íslands gengu saman til Rómar eins og sagt var fyrrum, mættu báðir í frægðarsali Vatíkansins. Leiðangurinn árangursríkur; kardínáli hinnar kaþólsku kirkju með þjóðinni við Öxará,“ skrifar Ólafur Ragnar meðal annars. Gáfaður og hógvær í senn Magnús Þorkell Bernharðsson prófessor í sögu Mið-Austurlanda segir Karl biskup leiðtoga og kennara af Guðs náð sem tengdi saman stærstu og helstu mótsagnirnar og náði því að skýra fyrir okkur helstu undur og spursmál samtímans. „Kalli frændi minn hafði einmitt dýptina, ímyndunaraflið, iðnina og tilfinningagreindina til að höndla og meta hinar stóru mótsagnir lífsins og fór manna lengst í þessari leit. Hann var svo gáfaður og vel að sér, en á sama tíma svo einstaklega hógvær og reiðubúinn að hlýða á aðra og læra af reynslu þeirra,“ segir Magnús Þorkell. „Séra Karl Sigurbjörnsson var ekki sami kirkjuhöfðinginn og faðir hans en hann var maður friðar og meðalhófs í kirkjunni,“ segir Bragi Kristjónsson bóksali í minningargrein. Þetta er í raun það eina sem finna má í minningargreinum sem er ekki lofið eitt. „Karl var afbragðskennimaður; fáa þekki ég sem höfðu jafn víðfeðma þekkingu á sögu og samhengi kristninnar en ég held að fyrir honum hafi sú þekking átt gildi sitt í því að styrkja og efla kirkju Krists á jörðu.“ Þetta segir Sveinn Valgeirsson, sóknarprestur Dómkirkjunnar en margir nefna að Karl hafi verið húmoristi. Gríðarlegt minni og næmt auga fyrir hinu spaugilega „Hann var ráðhollur og styðjandi; sannkallaður reynslubrunnur. Var hann og afar hugmyndaríkur, skipulagður og fljótur að vinna, hvort heldur það var í safnaðarstarfi eða á sviði fræðanna. Karl kenndi frábærlega, bæði í stól og á stéttunum og gjarnan með góðum húmor þegar það átti við enda með næmt auga fyrir hinu spaugilega og hverjum manni skemmtilegri ef hann vildi. Við í Dómkirkjunni kveðjum góðan vin og frábæran félaga með miklum söknuði. Guð blessi minningu Karls en styrki og huggi alla ástvini hans,“ segir Sveinn. „Lestu Biblíuna og sálmabókina og þá verður þér ekki orða vant,“ sagði hann við mig í viðtali til undirbúnings prestsvígslu. Ég vann þá á biskupsstofu. Meðal margra góðra minninga þaðan eru ferðir þar sem Karl var að hitta fólk, vísitasíur um landið vítt og breitt, kirkjuskoðun á hverjum stað, samtal, hugvekjur og aldrei sú sama þó að þær væru nokkrar á dag,“ segir séra Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir, prestur í Neskirkju. Aðstandendur og aðrir fylgja kistu Karls líkbílinn.vísir/einar Hún heldur áfram og og segir honum aldrei hafa verið orða vant: „Ég undraðist oft það gríðarlega minni sem hann hafði á menn og málefni, á staði, staðarheiti, sögur af fólki og nöfn heilu ættanna. Sögurnar voru af ýmsu tagi, margar fyndnar enda Karl mikill húmoristi.“ Hún minnist þess er gustaði um Biskupsstofu í tengslum við ásakanir um kynferðislegt ofbeldi presta kirkjunnar. Þá var ómaklega að Karli vegið að mati Steinunnar, en Karl hélt áfram að vinna og sinna, þjóna og miðla og gefa af sér. Valmennið Karl Sigurbjörnsson var alla ævi trúr „Karl biskup var einhver áhrifamesti boðberi kristninnar hér á landi um sína daga. Það var gæfa mín að kynnast honum vel og ekki síst að starfa við hlið hans í stjórn Hins íslenska biblíufélags,“ skrifar Gunnlaugur A. Jónsson guðfræðingur sem minnist meðal annars á þýðingar Karls. „Það var enginn uppgjafartónn í prédikunum Karls, þó hann hafi talað um það sem lensku hér á landi að gera lítið úr kristinni trú. Hann vissi að andófið gegn kirkju og kristni er engin nýlunda. Vissi sömuleiðis að kirkjan er ekki yfir gagnrýni hafin.“ „Valmennið Karl Sigurbjörnsson var alla ævi trúr því heiti, sem hann vann á vígsludegi, „að prédika Guðs orð hreint og ómengað, eins og það er að finna í hinum spámannlegu og postullegu ritum og samkvæmt vitnisburði vorrar evangelísk-lúthersku kirkju í játningum hennar“. Honum sveið, að prestar skyldu einatt prédika Krist án þess að holdtekjan, líf hans og dauði, friðþægingin á krossinum og upprisan væru talin hafa sérstaka þýðingu,“ segir Gunnar Björnsson pastor emeritus. Karl þótti mæta örlögum sínum af einstakri hugprýði. Margir spyrja, þegar þeir greinast, hvers vegna ég? Meðan Karl spurði: Hvers vegna ekki ég?árni svanur daníelsson „Dýrlegt var svo að fylgjast með þeim biskupsfeðgum á Kristnihátíð á Þingvöllum við helgihald í glampandi sól og sjá tugþúsundir ganga til helgrar máltíðar sem vitnaði um lífið í Kristi er tengir fortíð og nútíð, jörð og himin. Blessun biskups síðar á minnismerki í Hafnarfirði um fyrstu lútersku kirkjuna á Íslandi var líka gleðirík,“ skrifar séra Gunnþór Ingason. Biskup biskupa „Erlendir biskupar leituðu til hans um kyrrðardaga fyrir þá sjálfa og fræðslu fyrir prestana og einn þeirra lét þau orð falla við mig að Karl hlyti að vera besti biskup Evrópu,“ sagir séra Þorvaldur Karl Helgason. „Áhrif séra Karls biskups munu vara í kirkjunni þótt ár og dagar líði. Hann hefur ritað og gefið út margar uppbyggilegar bækur er fjalla um kristna trú, lífið sjálft og tilveruna, sem og sálma sem meðal annars eru í nýju sálmabókinni,“ skrifar séra Vigfús Þór Árnason í persónulegum minningarorðum. Fjölmargir minnast Karls biskups í dag en hann var borinn til grafar í troðfullri Hallgrímskirkju.Árni Svanur Daníelsson „Karl settist í fjórða bekk MR með okkur bekkjarsystkinum, nýkominn frá BNA þar sem hann hafði verið skiptinemi eitt ár. Eftir þann vetur las Karl 5. bekk utanskóla og útskrifaðist með sínum jafnöldrum. Karl lét ekki mikið fyrir sér fara, var hógvær og sinnti náminu af áhuga,“ segja þau Inga Þóra Geirlaugsdóttir og séra Jón Dalbú Hróbjartsson í sínum minningarorðum. Þeim Jóni og Karli varð strax vel til vina í guðfræðideildinni og hélst sú vinátta til dauðadags. „Fljótlega kom í ljós að þarna var á ferð maður með einstakar gáfur og hæfileika sem stefndi á það eitt að verða þjónn kirkjunnar. Á þessum árum kynntist Karl Kristínu sinni, sem varð hans trúfasta stoð í lífinu. Þau voru gjarnan nefnd í einu í okkar vinahópi, Kalli og Kristín, enda einstaklega samrýnd.“ Áhrifaríkur prédikari og orðsins maður Í minningarorðum Helgu Soffíu Konráðsdóttur prests og biskupsframbjóðanda kemur meðal annars fram tilurð biskupskjörs Karls: „Árið 1997 ákvað sr. Karl að gefa kost á sér til embættis biskups Íslands. Við héldum fundi á heimili okkar Toshiki í Skerjafirði, lögðum línurnar undir stjórn Karls og reyndum að átta okkur á stöðunni. Karl stóð á fimmtugu þegar þetta var, hann hlaut afburða kosningu og gegndi biskupsembætti til ársins 2012.“ Karl Sigurbjörnsson biskup. Margir hafa á því orð í minningargreinum að hann hafi haft til að bera nánast óbrigðult minni.árni svanur daníelsson Steinunn Jóhannesdóttir rithöfundur segir af því þegar þau hjónin stóðu, þá ókunnug, í húsbyggingum saman, en eiginmaður hennar Einar Karl Haraldsson, sem formaður sóknarnefndar Hallgrímskirkju, ritar hins vegar önnur minningarorð í félagi við séra Irmu Sjöfn Óskarsdóttur . Þar segir meðal annars: „Séra Karl var farsæll sálusorgari síns safnaðarfólks og svo margra annarra. Hann var sóknarprestur sem gekk í takt við söfnuð sinn og í öll störf hvort sem var að styðja við starf kvenfélagsins og hlúa að barna- og æskulýðsstarfi eða vera ráðgjafi þegar kom að listrænum þáttum og skreytingum í kirkjubyggingunni af einstöku listfengi.“ Þá segir þar að minni Karls hafi verið næsta óbrigðult á fólk, sögu, listaverk, kirkjugripi, sálma og kirkjutónlist. „Karl var áhrifaríkur prédikari og orðsins maður sem miðlaði sterkri upprisutrú og áminningu um að minnast dauðans en grípa daginn, rétta fram hjálpandi hönd og gleðja samferðafólk sitt.“ Lítillátur, ljúfur og kátur „Karl biskup starfaði í anda einingar, sátta og friðar og vann kirkjunni allt það gagn sem hann gat og kunni,“ skrifar séra Hans Guðberg Alfreðsson en Þórir Stephensen rifjar upp þegar þeir kynntust sumarið 1964: „Hann var þá 17 ára og þátttakandi í skosk-íslenskum vinnubúðum, sem ég stjórnaði þetta sumar á Hólum í Hjaltadal. Karl Sigurbjörnsson biskup predikar. Það er ekki nóg að vera vel lesinn í Guðs orði, menn þurfa líka að koma því frá sér á mannamáli.Árni Svanur Daníelsson Það kom mér þægilega á óvart, þegar ég sá, að kvöldlesning þessa unga pilts var trúarheimspeki í ætt við þau fræði sem tilheyrðu þá lokaáfanga háskólanáms í guðfræði. En hann gat líka brugðið sér á ball með hópnum yfir á Sauðárkrók, þegar Hljómar frá Keflavík buðu upp á „bítlamúsík“ af bestu gerð. Á þessum dögum urðum við vinir. Allt okkar samstarf innan kirkjunnar bar því vitni.“ Og það var einmitt þar sem kynni tókust með Karli og Sveini Rúnari Haukssyni lækni sem segir í sínum minningarorðum: „Það er magnað að hugsa til þessi hversu vel það fór í einum og sama manninum að vera svo lítillátur, ljúfur og kátur en jafnframt afburða kennimaður sem gaf svo mörgum svo mikið alveg fram á síðasta dag.“ Kærleiksríkur, hlýr, gáfaður og glettinn Elínborg Sturludóttir dómkirkjuprestur hefur sín minningarorð á: „Hr. Karl Sigurbjörnsson er „genginn inn í fögnuð herra síns“.“ Og fyrrverandi dómkirkjuprestur, Jakob Ágúst Hjálmarsson segir: „Sú dýrðlega sjón sem hjartað þráir ævilangt hafi það séð bjarma af henni nokkru sinni er nú gengin í uppfyllingu vonarinnar fyrir vini okkar og samferðamanni, Karli Sigurbjörnssyni.“ Nágrannar Karls biskps, Hildur, Ásgeir Valur, Þorbjörg, Dagný og Anna Lilja fjalla um sjúkdóminn sem dró Karl til dauða. „Hann tók sjúkdómnum af ótrúlegu æðruleysi. Þegar fólk greinist með krabbamein eða aðra alvarlega sjúkdóma er afar mannlegt og eðlilegt að fólk spyrji: „Hvers vegna ég, hvers vegna þurfti þetta að koma fyrir mig?“ Hann sagði hins vegar: „Hvers vegna ekki ég?“ Með æðruleysið og húmorinn að vopni tókst hann á við þessa baráttu og þannig barðist hann til síðasta dags.“ Hörður Áskellson, Inga Rós Ingólfsdóttir, Guðrún Hrund, Inga, Áskell og fjölskyldur segja Karl einstakan vin. Þau störfuðu með Karli í Hallgrímskirku þar sem Hörður var í aðalhlutverki sem orgelleikari og Inga Rós og börn öflug í starfi safnaðarins. „Kærleiksríkur, hlýr, gáfaður, glettinn, vel lesinn og stálminnugur og alltaf kom maður ríkari af hans fundi.“
Andlát Þjóðkirkjan Tímamót Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Fleiri fréttir Tveir mánuðir fyrir brot gegn barni í búningsklefa Bið eftir aðgerð vegna hálkuslyss óboðleg af hálfu kerfisins Fyrrverandi þingmenn sækja um sendiherrastöðu Grautfúl að tapa forsetakosningunum Dynjandisheiði boðin út með verklokum haustið 2026 Segir fréttir af pólitísku andláti sínu stórlega ýktar Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Sjá meira