Ekki skynsamlegt að gista í Grindavík Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 26. febrúar 2024 20:00 Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofunni varar fólk við því að dvelja í Grindavík. Lítill sem enginn fyrirvari verði á næsta eldgosi. Vísir/Einar Auknar líkur eru taldar á gosi á Reykjanesi og kvikumagnið undir Svarstengi mun líklega á morgun ná neðri mörkum þess sem hefur safnast saman í kvikuhólfinu fyrir síðustu eldgos. Skjálftavirkni hefur aukist síðustu daga rétt austan við Sílingarfell, þar sem kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi mætir kvikuganginum. „Þetta er til marks um það að þarna er kvikuþrýstingur að aukast. Við vitum það út frá líkönunum að við erum að færast nær og nær næsta kvikuhlaupi og líklega verður eldgos í kjölfarið eins og við höfum séð í síðustu skipti,“ segir Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands. Líklegast sé að upptök eldgoss verði fyrir miðjum kvikuganginum án mikils fyrirvara. „Á þessu svæði sunnan við Stóra-Skógsfell og að Hagafelli. Við getum auðvitað ekki fullyrt neitt um það, það eru einhverjar endanlegar líkur á því að kvikan hlaupi lengra til suðurs eða norðurs eftir kvikuganginum,“ segir Kristín. „Það dregur úr skjálftavirkninni við hvern atburð. Það er hreinlega allt orðið það sprungið þarna. Það þarf ekki það mikla spennu til að koma kvikunni áfram. Við búumst við því að það verði styttri fyrirvarar og ekki jafn mikil, áköf skjálftavirkni í aðdraganda næsta eldgoss.“ Vísindamenn hafa lýst yfir áhyggjum af því að fólk dvelji í Grindavík yfir nótt vegna þess skamma fyrirvara sem talinn verður fyrir næsta eldgos. „Ég myndi segja að það sé ekki skynsamlegt að gista í Grindavík núna, sérstaklega þegar við færumst nær eldgosi. Við vitum að fyrirvararnir geta verið skammir. Það er ekki skynsamlegt og þarna eru töluverðar hættur á ferð,“ segir Kristín. „Ein sviðsmyndin er auðvitað sú að kvika leiti suður fyrir Hagafell og í átt að Grindavík. Ef hún gerir það aukast líkur á að það verði eldgos í eða við Grindavík. Ef við fáum kvikuinnskot svona sunnarlega þá má gera ráð fyrir að það verði gliðnun á þessu svæði og töluverðar sprunguhreyfingar í Grindavík.“ Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Kvikumagn nærri átta milljón rúmmetrum og líkur á gosi að aukast Veðurstofan hefur uppfært hættumat sitt fyrir umbrotssvæðin við Svartsengi og Grindavík. Kvikumagn nálgast nú sömu mörk og í aðdraganda síðustu gosa. Jarðskjálftavirkni jókst um helgina. 26. febrúar 2024 16:35 Reiknar enn með að gjósi í vikunni með litlum fyrirvara Jarðeðlisfræðingur segir enn allt benda til þess að eldgos hefjist í þessari viku með litlum fyrirvara. Þeir sem dvelji í Grindavík verði að vera viðbúnir að yfirgefa bæinn í snatri. 26. febrúar 2024 12:01 Prófa viðvörunarlúðra í Grindavík Almannavarnir ætla að prófa viðvörunarlúðra í Grindavík og við Bláa lónið í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu. 26. febrúar 2024 10:04 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Skjálftavirkni hefur aukist síðustu daga rétt austan við Sílingarfell, þar sem kvikusöfnunarsvæðið undir Svartsengi mætir kvikuganginum. „Þetta er til marks um það að þarna er kvikuþrýstingur að aukast. Við vitum það út frá líkönunum að við erum að færast nær og nær næsta kvikuhlaupi og líklega verður eldgos í kjölfarið eins og við höfum séð í síðustu skipti,“ segir Kristín Jónsdóttir hópstjóri náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands. Líklegast sé að upptök eldgoss verði fyrir miðjum kvikuganginum án mikils fyrirvara. „Á þessu svæði sunnan við Stóra-Skógsfell og að Hagafelli. Við getum auðvitað ekki fullyrt neitt um það, það eru einhverjar endanlegar líkur á því að kvikan hlaupi lengra til suðurs eða norðurs eftir kvikuganginum,“ segir Kristín. „Það dregur úr skjálftavirkninni við hvern atburð. Það er hreinlega allt orðið það sprungið þarna. Það þarf ekki það mikla spennu til að koma kvikunni áfram. Við búumst við því að það verði styttri fyrirvarar og ekki jafn mikil, áköf skjálftavirkni í aðdraganda næsta eldgoss.“ Vísindamenn hafa lýst yfir áhyggjum af því að fólk dvelji í Grindavík yfir nótt vegna þess skamma fyrirvara sem talinn verður fyrir næsta eldgos. „Ég myndi segja að það sé ekki skynsamlegt að gista í Grindavík núna, sérstaklega þegar við færumst nær eldgosi. Við vitum að fyrirvararnir geta verið skammir. Það er ekki skynsamlegt og þarna eru töluverðar hættur á ferð,“ segir Kristín. „Ein sviðsmyndin er auðvitað sú að kvika leiti suður fyrir Hagafell og í átt að Grindavík. Ef hún gerir það aukast líkur á að það verði eldgos í eða við Grindavík. Ef við fáum kvikuinnskot svona sunnarlega þá má gera ráð fyrir að það verði gliðnun á þessu svæði og töluverðar sprunguhreyfingar í Grindavík.“
Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Grindavík Almannavarnir Tengdar fréttir Kvikumagn nærri átta milljón rúmmetrum og líkur á gosi að aukast Veðurstofan hefur uppfært hættumat sitt fyrir umbrotssvæðin við Svartsengi og Grindavík. Kvikumagn nálgast nú sömu mörk og í aðdraganda síðustu gosa. Jarðskjálftavirkni jókst um helgina. 26. febrúar 2024 16:35 Reiknar enn með að gjósi í vikunni með litlum fyrirvara Jarðeðlisfræðingur segir enn allt benda til þess að eldgos hefjist í þessari viku með litlum fyrirvara. Þeir sem dvelji í Grindavík verði að vera viðbúnir að yfirgefa bæinn í snatri. 26. febrúar 2024 12:01 Prófa viðvörunarlúðra í Grindavík Almannavarnir ætla að prófa viðvörunarlúðra í Grindavík og við Bláa lónið í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu. 26. febrúar 2024 10:04 Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Launmorð á götum New York Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Kvikumagn nærri átta milljón rúmmetrum og líkur á gosi að aukast Veðurstofan hefur uppfært hættumat sitt fyrir umbrotssvæðin við Svartsengi og Grindavík. Kvikumagn nálgast nú sömu mörk og í aðdraganda síðustu gosa. Jarðskjálftavirkni jókst um helgina. 26. febrúar 2024 16:35
Reiknar enn með að gjósi í vikunni með litlum fyrirvara Jarðeðlisfræðingur segir enn allt benda til þess að eldgos hefjist í þessari viku með litlum fyrirvara. Þeir sem dvelji í Grindavík verði að vera viðbúnir að yfirgefa bæinn í snatri. 26. febrúar 2024 12:01
Prófa viðvörunarlúðra í Grindavík Almannavarnir ætla að prófa viðvörunarlúðra í Grindavík og við Bláa lónið í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu. 26. febrúar 2024 10:04