Búin að jafna sig á áfallinu Valur Páll Eiríksson skrifar 28. febrúar 2024 13:01 Elín Klara Þorkelsdóttir er klár í slaginn. Vísir/Sigurjón Elín Klara Þorkelsdóttir er klár í slaginn með íslenska landsliðinu fyrir stórleik kvöldsins við Svíþjóð. Hún fagnar því að koma aftur inn í liðið eftir að hafa misst af heimsmeistaramótinu í lok síðasta árs. „Þetta er mjög fínt. Við tókum góðan fund og alvöru andstæðingur, að fá tvo leiki við Svíana. Það er geggjað að vera komnar saman aftur og fá hérna eina viku saman,“ segir Elín Klara, sem var nýkomin af liðsfundi þegar Vísir hitti á hana. Klippa: Búin að jafna sig á áfallinu Það var mikið áfall fyrir Elínu þegar hún meiddist illa á ökkla örskömmu áður en íslenska liðið hélt út á sitt fyrsta stórmót í rúman áratug í nóvember síðastliðnum. Hún segir hafa verið gríðarlega erfitt að sitja heima á sófanum á meðan liðsfélagar hennar léku á stærsta sviðinu. En er hún búin að jafna sig á því? „Ætli það ekki, það er kominn svolítill tími síðan, maður jafnaði sig á því á endanum. Ég er orðin frekar góð núna, alveg búin að ná að jafna mig eftir meiðslin,“ „Þetta var mjög skrýtið og mjög erfitt að horfa á fyrstu leikina. Auðvitað var gaman að horfa á leikina líka, en þetta var skrýtið,“ segir Elín Klara sem er öll að koma til eftir meiðslin og hefur spilað vel með Haukum í Olís-deildinni að undanförnu. „Ég er á mjög góðri leið. Ég var orðin góð í lok janúar en búin að vera svolítið laus í ökklanum. Annars nokkuð heil.“ Margar fjarverandi Áhugavert verður að sjá hversu stórt hlutverk Elínar Klöru verður í leikjunum tveimur sem fram undan eru gegn Svíunum, en skörð eru hoggin í íslenska hópinn þar sem Sandra Erlingsdóttir, Díana Dögg Magnúsdóttir og Andrea Jacobsen eru fjarverandi. Elín er í það minnsta klár í slaginn og hlakkar til að mæta einu besta liði heims. „Það er ótrúlega gaman að fá að meta sig við þessa leikmenn. Við mætum í þetta á fullum krafti og verður mjög gaman að fá að spila á móti þeim.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Frítt er á völlinn er Ísland mætir Svíþjóð klukkan 19:30 að Ásvöllum en fyrir þá sem eiga ekki heimangengt verður leiknum lýst beint á Vísi. Landslið kvenna í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Sjokk að fá þessar fréttir Íslenska landsliðskonan Elín Klara Þorkelsdóttir verður ekki með landsliðinu á HM í handbolta sem hefst í lok mánaðarins. Meiðsli urðu til þess að hún varð að gefa eftir sæti sitt í hópnum daginn áður en íslensku stelpurnar flugu út. 22. nóvember 2023 08:30 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Sjá meira
„Þetta er mjög fínt. Við tókum góðan fund og alvöru andstæðingur, að fá tvo leiki við Svíana. Það er geggjað að vera komnar saman aftur og fá hérna eina viku saman,“ segir Elín Klara, sem var nýkomin af liðsfundi þegar Vísir hitti á hana. Klippa: Búin að jafna sig á áfallinu Það var mikið áfall fyrir Elínu þegar hún meiddist illa á ökkla örskömmu áður en íslenska liðið hélt út á sitt fyrsta stórmót í rúman áratug í nóvember síðastliðnum. Hún segir hafa verið gríðarlega erfitt að sitja heima á sófanum á meðan liðsfélagar hennar léku á stærsta sviðinu. En er hún búin að jafna sig á því? „Ætli það ekki, það er kominn svolítill tími síðan, maður jafnaði sig á því á endanum. Ég er orðin frekar góð núna, alveg búin að ná að jafna mig eftir meiðslin,“ „Þetta var mjög skrýtið og mjög erfitt að horfa á fyrstu leikina. Auðvitað var gaman að horfa á leikina líka, en þetta var skrýtið,“ segir Elín Klara sem er öll að koma til eftir meiðslin og hefur spilað vel með Haukum í Olís-deildinni að undanförnu. „Ég er á mjög góðri leið. Ég var orðin góð í lok janúar en búin að vera svolítið laus í ökklanum. Annars nokkuð heil.“ Margar fjarverandi Áhugavert verður að sjá hversu stórt hlutverk Elínar Klöru verður í leikjunum tveimur sem fram undan eru gegn Svíunum, en skörð eru hoggin í íslenska hópinn þar sem Sandra Erlingsdóttir, Díana Dögg Magnúsdóttir og Andrea Jacobsen eru fjarverandi. Elín er í það minnsta klár í slaginn og hlakkar til að mæta einu besta liði heims. „Það er ótrúlega gaman að fá að meta sig við þessa leikmenn. Við mætum í þetta á fullum krafti og verður mjög gaman að fá að spila á móti þeim.“ Viðtalið má sjá í spilaranum að ofan. Frítt er á völlinn er Ísland mætir Svíþjóð klukkan 19:30 að Ásvöllum en fyrir þá sem eiga ekki heimangengt verður leiknum lýst beint á Vísi.
Landslið kvenna í handbolta EM 2024 í handbolta Tengdar fréttir Sjokk að fá þessar fréttir Íslenska landsliðskonan Elín Klara Þorkelsdóttir verður ekki með landsliðinu á HM í handbolta sem hefst í lok mánaðarins. Meiðsli urðu til þess að hún varð að gefa eftir sæti sitt í hópnum daginn áður en íslensku stelpurnar flugu út. 22. nóvember 2023 08:30 Mest lesið Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Handbolti Leikmaður Man. United neitaði að klæðast regnbogalituðum jakka Enski boltinn Breyta fótboltareglunum vegna Arteta Enski boltinn Luke Shaw algjörlega niðurbrotinn Enski boltinn Rondey rakaði af sér hárið til stuðnings Skúla Körfubolti Amorim varar stuðningsmenn United við: Óveðrið mun koma Enski boltinn Hunsaði varnaðarorðin og skrifaði aftur um ást Jesú á fyrirliðabandið sitt Enski boltinn Reiddist fréttamanni: Veist við hvern þú ert að tala Enski boltinn Van Dijk boðinn nýr samningur Enski boltinn Fékk ekki að fara inn á út af pínlegu klúðri Fótbolti Fleiri fréttir Bjarki Már með sex í hundraðasta leiknum fyrir Veszprém Hrútfirska hornakonan ein sú markahæsta og öruggasta á EM Stelpurnar hans Þóris þéna mun minna samtals en hlaupari Frammistaðan á EM skilaði stelpunum í efri styrkleikaflokk í fyrsta sinn Hrærð yfir viðbrögðum Þóris: „Fæ bara kökk í hálsinn“ Skýrsla Vals: Bölvaður Berlínarmúrinn „Fyrir mig var þetta gríðarlega erfitt“ Tárvot Andrea: „Ógeðslega sár en stolt“ Elín Rósa: Við náðum okkar helsta markmiði „Ákveðinn í að láta þennan leik ekki sitja í mér“ „Langar svolítið að setja punktinn aftan við þetta mót“ Uppgjörið: Ísland - Þýskaland 19-30 | Heim af EM eftir kennslustund Svona eru milliriðlar EM: Þórir byrjar á Dönum Færeyjum skellt af herraþjóðinni og Holland vann með tuttugu Elísa veik og ekki með Tíu sinnum betri handboltaferð en aðrir hafa farið í „Við sjáum möguleika þarna“ „Þær eru búnar að taka nokkra krísufundina“ Ómar með þrjú slitin liðbönd: „Líklegast er HM ekki möguleiki“ Útilokar ekki að Ómar Ingi verði með á HM Þegar stelpurnar okkar unnu Þjóðverja Ómar Ingi ekki með á HM „Þýska liðið er allt önnur skepna“ „Förum léttar inn í þennan leik“ Leikdagur í Innsbruck: Hitum logsuðutækin Oft spurt hvernig sé að vinna með „fúla Íslendingnum“ Óánægður eftir brot á leikmanni Þóris: „Lífshættulegt“ „Þá rennur stressið af manni“ Slóvenía bíður Íslands en ballið búið hjá heimakonum „Gæsahúð allsstaðar“ Sjá meira
Sjokk að fá þessar fréttir Íslenska landsliðskonan Elín Klara Þorkelsdóttir verður ekki með landsliðinu á HM í handbolta sem hefst í lok mánaðarins. Meiðsli urðu til þess að hún varð að gefa eftir sæti sitt í hópnum daginn áður en íslensku stelpurnar flugu út. 22. nóvember 2023 08:30