Leslie Nielsen lést árið 2010 84 ára gamall. Leikarinn fór með aðalhlutverkið í grínmyndunum en sú fyrsta kom út árið 1988. Myndirnar urðu gríðarlega vinsælar en um var að ræða fyrsta grínhlutverk Nielsen.
„Ég hef hægt og bítandi uppgötvað að síðustu 35 ár hef ég alltaf verið ráðinn til að leika sömu týpuna og ég er loksins að fá að gera það sem mig langaði að gera,“ sagði Nielsen eitt sinn um hlutverkið.
Fram kemur í umfjöllun ABC að nýja endurgerðin muni koma út í júlí á næsta ári, 2025. Akiva Schaffer mun fara með leikstjórn myndarinnar en hann leikstýrði meðal annars grínmyndinni Hot Rod.
Hann mun að sama skapi skrifa handrit myndarinnar auk þeirra Dan Gregor og Doug Man. Þeir eru helst þekktir fyrir að hafa skrifað handrit kvikmyndarinnar um Snar og Snögg frá 2022, Chip 'N Dale: Rescue Rangers.