Hvalur hf. fær 400 þúsund króna sekt Bjarki Sigurðsson skrifar 1. mars 2024 14:55 Unnið að því að verka hval hjá Hval hf.. Vísir/Egill Matvælastofnun hefur sektað Hval hf. um 400 þúsund krónur eftir að fyrirtækið braut dýravelferðarlög þegar hálftími leið á milli fyrra skots og síðara skots við veiðar á hval. Dýrið drapst nokkrum mínútum eftir síðara skotið en í kjölfar atviksins voru veiðar stöðvaðar á hvalveiðibátnum sem veiddi hvalinn. Þann 14. september síðastliðinn voru veiðar hvalbátsins Hvalur 8 stöðvaðar tímabundið vegna brota á velferð dýra við veiðar á langreyði. Viku fyrr hafði einn veiðimanna bátsins skotið langreyði með þeim afleiðingum að dýrið drapst ekki strax og var seinna skotið framkvæmd tæpum hálftíma síðar. Samkvæmt reglugerð þarf að skjóta dýrið án tafar aftur. Skipið var í landi í átta daga eftir þetta en fulltrúar Hvals hf. unnu að endurbótum í skipinu til þess að fá leyfi til þess að halda aftur á veiðar. Í tilkynningu á vef Matvælastofnunar (MAST) er fjallað um stjórnvaldssektir sem lagðar hafa verið á einstaklinga og fyrirtæki síðustu misseri vegna brota á reglum um dýravelferð. Ein þeirra sekta var lögð á Hval hf. fyrir umrætt atvik. „Fyrirtæki braut dýravelferðarlög við hvalveiðar með því að hálftími leið á milli fyrra skots og síðara skots við veiðar á hval. Dýrið drapst nokkrum mínútum eftir síðara skotið. Samkvæmt reglugerð um hvalveiðar skal án tafar framkvæma endurskot ef dýr drepst ekki við fyrra skot. Stjórnvaldssekt 400.000 kr,“ segir á vef MAST. Fleiri fengu einnig stjórnvaldssektir, til dæmis 160 þúsund króna sekt á sláturhús á Suðvesturlandi sem lét fótbrotinn grís liggja yfir heila helgi í sláturrétt áður en honum var slátrað, 120 þúsund króna sekt fyrir að fara of seint með sjúkan kött til dýralæknir þar sem hann var aflífaður og svo 418 þúsund króna sekt á fiskeldisfyrirtæki á Austfjörðum fyrir að hafa ekki staðið rétt að aflífun eldisfiska. Dýr Dýraheilbrigði Hvalir Hvalveiðar Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Sjá meira
Þann 14. september síðastliðinn voru veiðar hvalbátsins Hvalur 8 stöðvaðar tímabundið vegna brota á velferð dýra við veiðar á langreyði. Viku fyrr hafði einn veiðimanna bátsins skotið langreyði með þeim afleiðingum að dýrið drapst ekki strax og var seinna skotið framkvæmd tæpum hálftíma síðar. Samkvæmt reglugerð þarf að skjóta dýrið án tafar aftur. Skipið var í landi í átta daga eftir þetta en fulltrúar Hvals hf. unnu að endurbótum í skipinu til þess að fá leyfi til þess að halda aftur á veiðar. Í tilkynningu á vef Matvælastofnunar (MAST) er fjallað um stjórnvaldssektir sem lagðar hafa verið á einstaklinga og fyrirtæki síðustu misseri vegna brota á reglum um dýravelferð. Ein þeirra sekta var lögð á Hval hf. fyrir umrætt atvik. „Fyrirtæki braut dýravelferðarlög við hvalveiðar með því að hálftími leið á milli fyrra skots og síðara skots við veiðar á hval. Dýrið drapst nokkrum mínútum eftir síðara skotið. Samkvæmt reglugerð um hvalveiðar skal án tafar framkvæma endurskot ef dýr drepst ekki við fyrra skot. Stjórnvaldssekt 400.000 kr,“ segir á vef MAST. Fleiri fengu einnig stjórnvaldssektir, til dæmis 160 þúsund króna sekt á sláturhús á Suðvesturlandi sem lét fótbrotinn grís liggja yfir heila helgi í sláturrétt áður en honum var slátrað, 120 þúsund króna sekt fyrir að fara of seint með sjúkan kött til dýralæknir þar sem hann var aflífaður og svo 418 þúsund króna sekt á fiskeldisfyrirtæki á Austfjörðum fyrir að hafa ekki staðið rétt að aflífun eldisfiska.
Dýr Dýraheilbrigði Hvalir Hvalveiðar Mest lesið Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal Innlent Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Innlent Steindór Andersen er látinn Innlent Rekstur hestaleigu stöðvaður Innlent Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Innlent Fleiri fréttir Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Gæsluvarðhald framlengt yfir konunni Sjálfstæðisflokkur fengi tæpan þriðjung Annað veiðifélag rannsakað vegna ólöglegs fiskeldis Breskur dómur grafi undan tilverurétti trans fólks Mál áfengisnetverslana send aftur til lögreglu Rekstur hestaleigu stöðvaður Fjörutíu mínútna röð í einn og hálfan klukkutíma í morgun Örtröð í Leifsstöð og umdeildur hæstaréttardómur í Bretlandi Yngstu börnin sem hefja innritun í haust fjórtán mánaða Röðin í öryggisleitina nær langt inn í brottfararsal „Besta leiðin upp úr fátækt er að hjálpa fólki að eignast“ Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Leikhúsþýðingar Vigdísar gefnar út Mikill meirihluti landsmanna vill ekki íslenskan her Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Brýnt að stækka Samgöngusafnið í Skógum „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Tveir „galdramenn“ í haldi Uggandi yfir innflutningi: Fleira ungt fólk leitar á Vog Ungt fólk sækir meira á Vog og þaulskipulögð þjófagengi Skógar Reykjavíkur séu hundruð milljarða króna virði Nýju hættumatskorti ætlað að ná betur utan um hættu utan Reykjanesskagans Sjá meira