Fékk ekki hreinlætisvörur á spítalanum Vésteinn Örn Pétursson skrifar 3. mars 2024 20:59 Nadía og Stefanía. Vísir/Steingrímur Dúi Íslensk kona sem lögð var inn á spítala í Búlgaríu fyrr í mánuðinum er komin heim. Dóttir hennar og frænka lýsa hræðilegum aðstæðum á spítalanum, og tregðu í íslenska kerfinu. Lára Björk Sigrúnardóttir var lögð þungt haldin inn á gjörgæsludeild í borginni Varna í Búlgaríu 10. febrúar, eftir að hafa fengið sýklasótt sem þróaðist út í þvagfærasýkingu. Það varð til þess að hún fékk blóðsýkingu sem barst í nýru og lifur. Dóttir Láru var um tíma úti í Búlgaríu til að liðka fyrir því að hægt væri að koma Láru með sjúkraflugi til Íslands, en illa gekk að fá afhent sjúkragögn svo samtökin SOS International gætu metið ástand hennar til að fljúga. „Sjúkragögnin voru meginástæða þess að SOS gæti aðstoðað okkur. Áður en Nadía og Arnar fóru út voru þau búin að vera í samskiptum við spítalann og það var alltaf skellt á, og við fengum sendiherrann í Varsjá til að aðstoða okkur, það var einnig skellt á hann. SOS hringdu á spítalann, það var skellt á þá. Það var sama, það voru alltaf bara sömu svör,“ segir Stefanía Björg Jónsdóttir, frænka Láru. Aðstæður Láru á búlgarska spítalanum hafi verið afar slæmar. „Hún var ekki með neyðarbjöllu, þannig að ef hana vantaði aðstoð þá gat hún ekki hringt á hjálp. Ef hún sá lækna eða hjúkrunarfræðinga labba fram hjá sér þá var hún hundsuð. Hún var að fá tvær máltíðir á dag,“ segir Stefanía. Lá undir gardínu Dóttir Láru segir að móðir sín hafi verið nakin í sjúkrarúminu ýmist með teppi eða gardínu yfir sig. „Henni fannst mjög óþægilegt að vera nakin, við vorum búin að koma með föt til hennar og búin að fá leyfi til þess að fara með föt til hennar, en hún fékk aldrei þessi föt. Við komum með hreinlætisvörur sem hún fékk ekki. Það var ennþá maskari undir augunum. Það voru búnar að myndast flækjur í hárinu hennar, hún var ekki böðuð eða þurrkað af henni,“ segir Nadía Rós Sheriff, dóttir Láru. Fyrir tæpum tveimur vikum fengust loks afhentar skýrslur sem voru nauðsynlegar til að koma Láru í sjúkraflug síðastliðinn mánudag. Henni hrakaði hins vegar aftur og því þurfti að fresta fluginu þar til hún fengi blóðgjöf. Lára er að sögn dóttur hennar himinlifandi með að vera komin heim til Íslands. Kerfið þurfi að tala saman Lára kom til Íslands um hálf tíu á fimmtudagskvöld, og er afar ánægð að vera loks komin heim. „Bara þakklát fyrir allan stuðninginn sem hún fékk, hún fann bara ótrúlega mikla umhyggju frá öllum á Íslandi,“ segir Nadía, en móðir hennar er í einangrun á Landspítalanum. Nadía og Stefanía eru sammála um að skerpa þurfi á íslenska kerfinu þegar mál sem þetta kemur upp, meðal annars með tilliti til samskipta milli heilbrigðis- og utanríkisráðuneytis og borgaraþjónustunnar. „Ég hélt að við værum bara að fara að hringja í borgaraþjónustuna og þau myndu bara redda málunum,“ segir Nadía. „Okkar upplifun er sú að það sé ekki verið að tala saman þegar íslenskur ríkisborgari lendir á sjúkrahúsi erlendis,“ segir Stefanía. Búlgaría Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Þungt haldin á gjörgæslu í Búlgaríu meðan heimflutningur strandar á sjúkrahúsinu Íslensk kona liggur þungt haldin á gjörgæsludeild spítala í Búlgaríu með sýklasótt og nýrnabilun. Hún er talin vera í lífshættu en drep er komið í fingur og tær sem gæti þurft að fjarlægja. 18. febrúar 2024 13:35 Skella á þegar Lára er nefnd á nafn: „Okkur vantar alla hjálp sem er hægt að fá“ Íslensk kona liggur þungt haldin á spítala í Búlgaríu en vill komast til Íslands til þess að gangast undir aðgerð. Fjölskyldan hennar kemur að lokuðum dyrum alls staðar og fær hvorki að hitta hana, né pappíra, til þess að flytja hana heim. 18. febrúar 2024 19:08 Óvænt aðstoð Íslendings í Búlgaríu og fengu skýrslurnar afhentar Fjölskylda Láru Bjarkar Sigrúnardóttur hefur fengið réttu pappíranna til þess að hægt sé að fljúga henni heim til Íslands frá Búlgaríu. Læknar hjá samtökunum SOS International, sem sjá um að meta ástand sjúklinga fyrir sjúkraflug, fara nú yfir skýrslurnar. 19. febrúar 2024 17:57 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Sjá meira
Lára Björk Sigrúnardóttir var lögð þungt haldin inn á gjörgæsludeild í borginni Varna í Búlgaríu 10. febrúar, eftir að hafa fengið sýklasótt sem þróaðist út í þvagfærasýkingu. Það varð til þess að hún fékk blóðsýkingu sem barst í nýru og lifur. Dóttir Láru var um tíma úti í Búlgaríu til að liðka fyrir því að hægt væri að koma Láru með sjúkraflugi til Íslands, en illa gekk að fá afhent sjúkragögn svo samtökin SOS International gætu metið ástand hennar til að fljúga. „Sjúkragögnin voru meginástæða þess að SOS gæti aðstoðað okkur. Áður en Nadía og Arnar fóru út voru þau búin að vera í samskiptum við spítalann og það var alltaf skellt á, og við fengum sendiherrann í Varsjá til að aðstoða okkur, það var einnig skellt á hann. SOS hringdu á spítalann, það var skellt á þá. Það var sama, það voru alltaf bara sömu svör,“ segir Stefanía Björg Jónsdóttir, frænka Láru. Aðstæður Láru á búlgarska spítalanum hafi verið afar slæmar. „Hún var ekki með neyðarbjöllu, þannig að ef hana vantaði aðstoð þá gat hún ekki hringt á hjálp. Ef hún sá lækna eða hjúkrunarfræðinga labba fram hjá sér þá var hún hundsuð. Hún var að fá tvær máltíðir á dag,“ segir Stefanía. Lá undir gardínu Dóttir Láru segir að móðir sín hafi verið nakin í sjúkrarúminu ýmist með teppi eða gardínu yfir sig. „Henni fannst mjög óþægilegt að vera nakin, við vorum búin að koma með föt til hennar og búin að fá leyfi til þess að fara með föt til hennar, en hún fékk aldrei þessi föt. Við komum með hreinlætisvörur sem hún fékk ekki. Það var ennþá maskari undir augunum. Það voru búnar að myndast flækjur í hárinu hennar, hún var ekki böðuð eða þurrkað af henni,“ segir Nadía Rós Sheriff, dóttir Láru. Fyrir tæpum tveimur vikum fengust loks afhentar skýrslur sem voru nauðsynlegar til að koma Láru í sjúkraflug síðastliðinn mánudag. Henni hrakaði hins vegar aftur og því þurfti að fresta fluginu þar til hún fengi blóðgjöf. Lára er að sögn dóttur hennar himinlifandi með að vera komin heim til Íslands. Kerfið þurfi að tala saman Lára kom til Íslands um hálf tíu á fimmtudagskvöld, og er afar ánægð að vera loks komin heim. „Bara þakklát fyrir allan stuðninginn sem hún fékk, hún fann bara ótrúlega mikla umhyggju frá öllum á Íslandi,“ segir Nadía, en móðir hennar er í einangrun á Landspítalanum. Nadía og Stefanía eru sammála um að skerpa þurfi á íslenska kerfinu þegar mál sem þetta kemur upp, meðal annars með tilliti til samskipta milli heilbrigðis- og utanríkisráðuneytis og borgaraþjónustunnar. „Ég hélt að við værum bara að fara að hringja í borgaraþjónustuna og þau myndu bara redda málunum,“ segir Nadía. „Okkar upplifun er sú að það sé ekki verið að tala saman þegar íslenskur ríkisborgari lendir á sjúkrahúsi erlendis,“ segir Stefanía.
Búlgaría Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Þungt haldin á gjörgæslu í Búlgaríu meðan heimflutningur strandar á sjúkrahúsinu Íslensk kona liggur þungt haldin á gjörgæsludeild spítala í Búlgaríu með sýklasótt og nýrnabilun. Hún er talin vera í lífshættu en drep er komið í fingur og tær sem gæti þurft að fjarlægja. 18. febrúar 2024 13:35 Skella á þegar Lára er nefnd á nafn: „Okkur vantar alla hjálp sem er hægt að fá“ Íslensk kona liggur þungt haldin á spítala í Búlgaríu en vill komast til Íslands til þess að gangast undir aðgerð. Fjölskyldan hennar kemur að lokuðum dyrum alls staðar og fær hvorki að hitta hana, né pappíra, til þess að flytja hana heim. 18. febrúar 2024 19:08 Óvænt aðstoð Íslendings í Búlgaríu og fengu skýrslurnar afhentar Fjölskylda Láru Bjarkar Sigrúnardóttur hefur fengið réttu pappíranna til þess að hægt sé að fljúga henni heim til Íslands frá Búlgaríu. Læknar hjá samtökunum SOS International, sem sjá um að meta ástand sjúklinga fyrir sjúkraflug, fara nú yfir skýrslurnar. 19. febrúar 2024 17:57 Mest lesið Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Innlent Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Innlent Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Innlent Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Innlent Tveir fréttamenn RÚV söðla um Innlent Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Innlent Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Innlent Síðastliðin tvö ár verið „alveg skelfileg“ Innlent Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Innlent Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Innlent Fleiri fréttir Grautfúl eftir að hafa tapað forsetakosningum Staðfesta dóm manns sem nauðgaði konu þremur dögum eftir afplánun Lögreglumanni ekki gerð refsing átta árum eftir að hann réðst á fanga Lögreglan lýsir eftir Áslaugu Öllum starfsmönnum sagt upp og verkefnum úthýst til einkafyrirtækis Máli Sigurlínar á hendur Ríkisútvarpinu vísað frá Síðasti séns að senda inn tilnefningar til manns ársins Upplifði djúpa sorg þegar Vinstri græn duttu af þingi Leggja til styttri tímafresti og minni flækjur í orkumálum Skammaður af nefndinni og kærður til lögreglu Fá milljarða frá ESB til að tryggja vatnsgæði á Íslandi Vilja að lyfjafræðingar geti ávísað lyfjum og apótek verði fyrsti viðkomustaður Framkoma SVEIT sé „svívirðileg atlaga að réttindum launafólks“ Rekja bilanir á Víkurstreng til efnistöku úr ám Mannleg mistök hafi valdið því að beiðni til borgarinnar týndist Vongóð um að íslenskir læknar erlendis muni snúa heim Seinagangur hjá borginni að mati Umboðsmanns Yfir átján prósent íbúa á Íslandi eru innflytjendur Fækkar í þjóðkirkjunni en Siðmennt bætir mest við sig Réttað yfir manni sem er ákærður fyrir að brjóta gegn fatlaðri konu og syni hennar Þingflokkar funda hver í sínu lagi Upplýst um leyndarmálið á bak við pönnukökurnar Kæru nágranna álversins í Straumsvík vegna starfsleyfis hafnað Bein útsending: Staða orkumála og endurskoðun rammaáætlunar Halla á lista Forbes yfir áhrifamestu konur heims Grunaður um að skera mann á háls á gistiheimili í Kópavogi Umboðsmaður gagnrýnir svörun og þjónustu Reykjavíkurborgar Mannlaus bifreið á miðjum vegi Ekki ákærður fyrir manndráp í Kiðjabergi Viðgerð lokið og rafmagn aftur á í Vík Sjá meira
Þungt haldin á gjörgæslu í Búlgaríu meðan heimflutningur strandar á sjúkrahúsinu Íslensk kona liggur þungt haldin á gjörgæsludeild spítala í Búlgaríu með sýklasótt og nýrnabilun. Hún er talin vera í lífshættu en drep er komið í fingur og tær sem gæti þurft að fjarlægja. 18. febrúar 2024 13:35
Skella á þegar Lára er nefnd á nafn: „Okkur vantar alla hjálp sem er hægt að fá“ Íslensk kona liggur þungt haldin á spítala í Búlgaríu en vill komast til Íslands til þess að gangast undir aðgerð. Fjölskyldan hennar kemur að lokuðum dyrum alls staðar og fær hvorki að hitta hana, né pappíra, til þess að flytja hana heim. 18. febrúar 2024 19:08
Óvænt aðstoð Íslendings í Búlgaríu og fengu skýrslurnar afhentar Fjölskylda Láru Bjarkar Sigrúnardóttur hefur fengið réttu pappíranna til þess að hægt sé að fljúga henni heim til Íslands frá Búlgaríu. Læknar hjá samtökunum SOS International, sem sjá um að meta ástand sjúklinga fyrir sjúkraflug, fara nú yfir skýrslurnar. 19. febrúar 2024 17:57