Ísraelsmenn sniðgengu samningaviðræðurnar í gær Hólmfríður Gísladóttir skrifar 4. mars 2024 06:37 Ísraelsmenn eru ósáttir við að Hamas neiti að afhenda lista yfir þá gísla sem enn eru á lífi og í haldi samtakanna. AP/Leo Correa Ísraelsmenn eru sagðir hafa sniðgengið samningaviðræður um vopnahlé sem fram fóru í Kaíró í gær sökum þess að Hamas-samtökin neita að afhenda lista yfir þá gísla sem enn eru á lífi og í haldi samtakanna. Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, var ómyrk í máli um stöðu mála í ræðu sem hún hélt þegar hún heimsótti Edmund Pettus-brúnna í Selmu í Alabama, þar sem lögreglumenn börðu niður friðsamleg mótmæli fyrir sex áratugum. Harris kallaði eftir tafarlausu vopnahléi og sagði Ísraelsmenn verða að tryggja aukna mannúðaraðstoð á Gasa. „Engar afsakanir,“ sagði hún. Opna þyrfti nýjar leiðir inn á svæðið, aflétta óþarfa takmörkunum á aðflutningi neyðargagna, standa vörð um hjálparstarfsmenn og koma aftur á grunnþjónustu. Þá gagnrýndi hún Ísraela fyrir framgöngu hersins þegar yfir hundrað manns voru drepnir við bifreið með hjálpargögn í síðustu viku. „Við sáum hungrað, örvæntingafullt fólk nálgast flutningabifreiðar með neyðargögn til að reyna að tryggja fjölskyldum sínum mat eftir vikur af engri aðstoð í norðurhluta Gasa og þeim var mætt með bysskuskotum og glundroða,“ sagði Harris. Varaforsetinn sendi hins vegar einnig út skýr skilaboð til Hamas. „Hamas-liðar segjast vilja vopnahlé. Jæja, það er samkomulag á borðinu. Og eins og við höfum sagt; Hamas þarf að ganga að því samkomulagi. Komum á vopnahléi. Komum gíslunum aftur til fjölskyldna sinna. Og komum aðstoð umsvifalaust til íbúa Gasa.“ Fulltrúar Hamas mættu til viðræðnanna í Kaíró í gær en Reuters hafði eftir palestínskum embættismanni að samkomulag væri ekki í höfn. Ísraelsmenn tjáðu sig ekki um viðræðurnar í gær. Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Fleiri fréttir Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Sjá meira
Kamala Harris, varaforseti Bandaríkjanna, var ómyrk í máli um stöðu mála í ræðu sem hún hélt þegar hún heimsótti Edmund Pettus-brúnna í Selmu í Alabama, þar sem lögreglumenn börðu niður friðsamleg mótmæli fyrir sex áratugum. Harris kallaði eftir tafarlausu vopnahléi og sagði Ísraelsmenn verða að tryggja aukna mannúðaraðstoð á Gasa. „Engar afsakanir,“ sagði hún. Opna þyrfti nýjar leiðir inn á svæðið, aflétta óþarfa takmörkunum á aðflutningi neyðargagna, standa vörð um hjálparstarfsmenn og koma aftur á grunnþjónustu. Þá gagnrýndi hún Ísraela fyrir framgöngu hersins þegar yfir hundrað manns voru drepnir við bifreið með hjálpargögn í síðustu viku. „Við sáum hungrað, örvæntingafullt fólk nálgast flutningabifreiðar með neyðargögn til að reyna að tryggja fjölskyldum sínum mat eftir vikur af engri aðstoð í norðurhluta Gasa og þeim var mætt með bysskuskotum og glundroða,“ sagði Harris. Varaforsetinn sendi hins vegar einnig út skýr skilaboð til Hamas. „Hamas-liðar segjast vilja vopnahlé. Jæja, það er samkomulag á borðinu. Og eins og við höfum sagt; Hamas þarf að ganga að því samkomulagi. Komum á vopnahléi. Komum gíslunum aftur til fjölskyldna sinna. Og komum aðstoð umsvifalaust til íbúa Gasa.“ Fulltrúar Hamas mættu til viðræðnanna í Kaíró í gær en Reuters hafði eftir palestínskum embættismanni að samkomulag væri ekki í höfn. Ísraelsmenn tjáðu sig ekki um viðræðurnar í gær.
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Bandaríkin Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Mikilvægur fundur með Íran framundan Erlent Fleiri fréttir Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Sjá meira