„Fólk er algerlega að fella rasistagrímuna“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. mars 2024 12:17 Inga Auðbjörg segir umræðuna ekki hafa verið svona óvægna áður. Stöð 2 Harðar deilur hafa skapast meðal Eurovision-aðdáenda vegna sigurs Heru Bjarkar í söngvakeppni Ríkisútvarpsins og meints klúðurs í framkvæmd símakosninga. Eurovision-aðdáandi segir ógnvekjandi að sjá hversu hatrömm umræða hafi skapast. Hera Björk hafði betur í einvíginu með lagið Scared of Hights, gegn Bashar Murad sem flutti Wild West í Söngvakeppni sjónvarpsins á laugardagskvöld. Eurovision-aðdáandinn Inga Auðbjörg Straumland segir niðurstöðuna hafa komið nokkuð á óvart. „Sér í lagi af því að sigurlagið er ekki endilega það sem ég sá mestan klið um, fyrir utan Bashar. Mér fannst mikið talað um önnur lög sem voru í þessari keppni þannig að það að Heru-lagið hafi unnið ofan á allt þetta kemur á óvart,“ segir Inga. Verði að skoða kosninguna ítarlega Strax um kvöldið komu fram fréttir af því að fólk sem hugðist greiða Bashar atkvæði sitt hafi ekki getað það, atkvæði hafi ekki komist til skila eða meldingar hafi komið upp um að atkvæði hafi verið móttekið en borist Heru en ekki Bashar. Höfundur Wild West hefur farið fram á að sjálfstæð rannsókn verði gerð á framkvæmd kosninga Söngvakeppninnar. Málið er til skoðunar hjá RÚV en ekki hafa verið birtar tölur um það hvernig atkvæðin fóru. „Það koma alltaf upp einhverjar sögur þegar það eru svona tæknilegar kosningar að kosningin hafi ágalla. Ég hef samt aldrei séð jafn mikið af margvíslegum tæknilegum atriðum, sem fólk er að benda á: Það að SMS-in hafi breytt um símanúmer á miðri leið, það að símtöl hafi ekki farið í gegn og slíkt. Auðvitað verður að skoða þetta mjög ítarlega,“ segir Inga. „Ég veit að RÚV er mjög annt um Söngvakeppnina og óháð allri pólitíkinni, ef við ætlum að hafa þetta einhvern þjóðarviðburð þá verður að vera traust á því að þetta sé allt saman rétt. En svo, án þess að setja upp einhvern álpappírshatt, efast ég að það sé mikið mál fyrir stjórnvöld, sem búa yfir fullkomnustu hernaðartækni heims, að hafa áhrif á símakosningu í raunveruleikaþætti lítillar þjóðar. Það er möguleiki að einhver annar hafi haft hönd í þessu.“ Kommentakerfið ógeðfellt og rætið Hún eins og fleiri bíði spennt eftir að sjá hvernig atkvæðin fóru. „Ég vil sjá svart á hvítu hvernig þetta atvikaðist og hvernig umferðirnar stóðu, atkvæðin eftir umferðirnar. Ég held að það muni varpa einhverju ljósi á þetta. En fyrst og fremst þarf að fara í ítarlega tæknilega skoðun á þessu og ég vona að við getum treyst því að það verði gert faglega.“ Grimm umræða hefur verið á samfélagsmiðlum í báðar áttir síðustu daga, sem Inga segir ekki koma á óvart. „Það er bara frekar ógeðfellt að sjá hversu rætið kommentakerfið er orðið. Það er einhvern vegin þannig að þegar fólk valdeflist, þegar því líður eins og það sé í meirihluta - og ég er alls ekki að segja að þau sem kusu Heru séu öll rasistar, alls ekki - en rasistarnir fá einhver merki um að þeirra skoðun sé réttmæt og það megi fara fram á sjónarsviðið með hana,“ segir Inga. „Það finnst mér vera að gerast. Fólk er algerlega að fella rasistagrímuna og finnst í góðu lagi að ausa yfir Bashar, Palestínubúa og múslima almennt einhverjum styggðarorðum á grundvelli þess að nú sé búið að vinna einhverja kosningu. Þetta er eitthvað sem verður að taka mjög alvarlega.“ Keppninn í ár rammpólitísk Neikvæða umræðu um Heru megi rekja til ákvörðunar RÚV að leggja ákvörðun um þátttöku í Eurovision í Svíþjóð í hendur keppenda og geri hana að skotspóni. „Hera á það ekki skilið. Auðvitað hefði ég viljað að Hera tæki þá ákvörðun að draga sig úr keppni þegar svona er. Það þýðir ekki að við getum leyft okkur að gera hana að einhverjum blóraböggli. Það var ekki henni að kenna að hún vann, nema bara af því að hún flutti lagið fumlaust og vel,“ segir Inga. „Það er mjög sláandi að sjá þessa pólaríseringu sem er í gangi. Að því sögðu þarf Hera að taka algjöra ábyrgð á því að hún ætli að fara og þetta verður umræða sem hún sleppur ekki við að taka. Það þýðir ekki að fólk geti leyft sér að smána hana og það er bara óviðeigandi og hjálpar ekki málstaðnum.“ Hún segist ekki muna eftir að umræðan í kringum keppnina hafi verið svona óvægin áður. „Keppnin skiptir fólk mjög miklu máli og við höfum algerlega séð í fortíðinni að þjóðin hefur fest sig í einhverri deilu: Frikki Dór hefði átt að fara og ekki María og svo framvegis. Hún hefur til dæmis talað um það að henni hafi verið mætt af mikilli heift. Í ár erum við að tala um keppni sem er af allt öðrum toga, þetta er hugmyndafræðileg og pólitísk spurning,“ segir Inga. „Keppnin í ár er þannig að hún er hafin yfir allan vafa hvort hún sé pólitísk. Hún er það og getur ekki verið neitt annað. Forseti Ísrael er farinn að skipta sér af því hvaða framlag Ísrael velur og með hvaða hætti það framlag er ritskoðað, svo það geti tekið þátt í keppninni.“ Fyrir úrslitakeppni Söngvakeppninnnar var Íslandi spáð þriðja sæti í Eurovision í veðbönkum. Frá því að úrslitin urðu ljós á laugardagskvöld hefur Ísland hrapað niður í ellefta sæti. Eurovision Ríkisútvarpið Átök í Ísrael og Palestínu Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Spenna vegna talna og dómarar fylgjandi sniðgöngu Spennan er mikil meðal fjölmargra landsmanna að sjá kosningatölurnar úr Söngvakeppni Ríkisútvarpsins frá því á laugardagskvöld. Fullyrt er að galli í kosningakerfinu hafi ekki haft áhrif á niðurstöðu keppninnar. Fulltrúar í dómnefnd RÚV eru meðal þeirra sem vilja sniðganga keppnina. 4. mars 2024 10:45 Bubbi óttast púðurtunnu rasismans Bubbi Morthens er þungt hugsi yfir þeim gífuryrðum sem fallið hafa á samfélagsmiðlum um helgina í tengslum við Söngvakeppni Ríkisútvarpsins. Hera Björk stóð uppi sem sigurvegari eftir baráttu við Bashar Murad. Lokatölur eru óbirtar og sitt sýnist hverjum um niðurstöðuna. 4. mars 2024 09:07 Texta Október-regns breytt að kröfu forseta Ísrael Ísraelar hafa samþykkt að breyta texta lagsins „October Rain“ sem þykir líklegast til að verða framlag landsins í Eurovision í ár. Um er að ræða ballöðu sem sungin er af Eden Golan og virðist fjalla um árás Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn. 4. mars 2024 07:17 Mest lesið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Fleiri fréttir Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Sjá meira
Hera Björk hafði betur í einvíginu með lagið Scared of Hights, gegn Bashar Murad sem flutti Wild West í Söngvakeppni sjónvarpsins á laugardagskvöld. Eurovision-aðdáandinn Inga Auðbjörg Straumland segir niðurstöðuna hafa komið nokkuð á óvart. „Sér í lagi af því að sigurlagið er ekki endilega það sem ég sá mestan klið um, fyrir utan Bashar. Mér fannst mikið talað um önnur lög sem voru í þessari keppni þannig að það að Heru-lagið hafi unnið ofan á allt þetta kemur á óvart,“ segir Inga. Verði að skoða kosninguna ítarlega Strax um kvöldið komu fram fréttir af því að fólk sem hugðist greiða Bashar atkvæði sitt hafi ekki getað það, atkvæði hafi ekki komist til skila eða meldingar hafi komið upp um að atkvæði hafi verið móttekið en borist Heru en ekki Bashar. Höfundur Wild West hefur farið fram á að sjálfstæð rannsókn verði gerð á framkvæmd kosninga Söngvakeppninnar. Málið er til skoðunar hjá RÚV en ekki hafa verið birtar tölur um það hvernig atkvæðin fóru. „Það koma alltaf upp einhverjar sögur þegar það eru svona tæknilegar kosningar að kosningin hafi ágalla. Ég hef samt aldrei séð jafn mikið af margvíslegum tæknilegum atriðum, sem fólk er að benda á: Það að SMS-in hafi breytt um símanúmer á miðri leið, það að símtöl hafi ekki farið í gegn og slíkt. Auðvitað verður að skoða þetta mjög ítarlega,“ segir Inga. „Ég veit að RÚV er mjög annt um Söngvakeppnina og óháð allri pólitíkinni, ef við ætlum að hafa þetta einhvern þjóðarviðburð þá verður að vera traust á því að þetta sé allt saman rétt. En svo, án þess að setja upp einhvern álpappírshatt, efast ég að það sé mikið mál fyrir stjórnvöld, sem búa yfir fullkomnustu hernaðartækni heims, að hafa áhrif á símakosningu í raunveruleikaþætti lítillar þjóðar. Það er möguleiki að einhver annar hafi haft hönd í þessu.“ Kommentakerfið ógeðfellt og rætið Hún eins og fleiri bíði spennt eftir að sjá hvernig atkvæðin fóru. „Ég vil sjá svart á hvítu hvernig þetta atvikaðist og hvernig umferðirnar stóðu, atkvæðin eftir umferðirnar. Ég held að það muni varpa einhverju ljósi á þetta. En fyrst og fremst þarf að fara í ítarlega tæknilega skoðun á þessu og ég vona að við getum treyst því að það verði gert faglega.“ Grimm umræða hefur verið á samfélagsmiðlum í báðar áttir síðustu daga, sem Inga segir ekki koma á óvart. „Það er bara frekar ógeðfellt að sjá hversu rætið kommentakerfið er orðið. Það er einhvern vegin þannig að þegar fólk valdeflist, þegar því líður eins og það sé í meirihluta - og ég er alls ekki að segja að þau sem kusu Heru séu öll rasistar, alls ekki - en rasistarnir fá einhver merki um að þeirra skoðun sé réttmæt og það megi fara fram á sjónarsviðið með hana,“ segir Inga. „Það finnst mér vera að gerast. Fólk er algerlega að fella rasistagrímuna og finnst í góðu lagi að ausa yfir Bashar, Palestínubúa og múslima almennt einhverjum styggðarorðum á grundvelli þess að nú sé búið að vinna einhverja kosningu. Þetta er eitthvað sem verður að taka mjög alvarlega.“ Keppninn í ár rammpólitísk Neikvæða umræðu um Heru megi rekja til ákvörðunar RÚV að leggja ákvörðun um þátttöku í Eurovision í Svíþjóð í hendur keppenda og geri hana að skotspóni. „Hera á það ekki skilið. Auðvitað hefði ég viljað að Hera tæki þá ákvörðun að draga sig úr keppni þegar svona er. Það þýðir ekki að við getum leyft okkur að gera hana að einhverjum blóraböggli. Það var ekki henni að kenna að hún vann, nema bara af því að hún flutti lagið fumlaust og vel,“ segir Inga. „Það er mjög sláandi að sjá þessa pólaríseringu sem er í gangi. Að því sögðu þarf Hera að taka algjöra ábyrgð á því að hún ætli að fara og þetta verður umræða sem hún sleppur ekki við að taka. Það þýðir ekki að fólk geti leyft sér að smána hana og það er bara óviðeigandi og hjálpar ekki málstaðnum.“ Hún segist ekki muna eftir að umræðan í kringum keppnina hafi verið svona óvægin áður. „Keppnin skiptir fólk mjög miklu máli og við höfum algerlega séð í fortíðinni að þjóðin hefur fest sig í einhverri deilu: Frikki Dór hefði átt að fara og ekki María og svo framvegis. Hún hefur til dæmis talað um það að henni hafi verið mætt af mikilli heift. Í ár erum við að tala um keppni sem er af allt öðrum toga, þetta er hugmyndafræðileg og pólitísk spurning,“ segir Inga. „Keppnin í ár er þannig að hún er hafin yfir allan vafa hvort hún sé pólitísk. Hún er það og getur ekki verið neitt annað. Forseti Ísrael er farinn að skipta sér af því hvaða framlag Ísrael velur og með hvaða hætti það framlag er ritskoðað, svo það geti tekið þátt í keppninni.“ Fyrir úrslitakeppni Söngvakeppninnnar var Íslandi spáð þriðja sæti í Eurovision í veðbönkum. Frá því að úrslitin urðu ljós á laugardagskvöld hefur Ísland hrapað niður í ellefta sæti.
Eurovision Ríkisútvarpið Átök í Ísrael og Palestínu Kynþáttafordómar Tengdar fréttir Spenna vegna talna og dómarar fylgjandi sniðgöngu Spennan er mikil meðal fjölmargra landsmanna að sjá kosningatölurnar úr Söngvakeppni Ríkisútvarpsins frá því á laugardagskvöld. Fullyrt er að galli í kosningakerfinu hafi ekki haft áhrif á niðurstöðu keppninnar. Fulltrúar í dómnefnd RÚV eru meðal þeirra sem vilja sniðganga keppnina. 4. mars 2024 10:45 Bubbi óttast púðurtunnu rasismans Bubbi Morthens er þungt hugsi yfir þeim gífuryrðum sem fallið hafa á samfélagsmiðlum um helgina í tengslum við Söngvakeppni Ríkisútvarpsins. Hera Björk stóð uppi sem sigurvegari eftir baráttu við Bashar Murad. Lokatölur eru óbirtar og sitt sýnist hverjum um niðurstöðuna. 4. mars 2024 09:07 Texta Október-regns breytt að kröfu forseta Ísrael Ísraelar hafa samþykkt að breyta texta lagsins „October Rain“ sem þykir líklegast til að verða framlag landsins í Eurovision í ár. Um er að ræða ballöðu sem sungin er af Eden Golan og virðist fjalla um árás Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn. 4. mars 2024 07:17 Mest lesið Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Lífið Bríet olli vonbrigðum Gagnrýni Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney Bíó og sjónvarp Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Lífið Umræða um kólesteról á villigötum Lífið Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Lífið Hittust bara einu sinni eftir Friends Lífið Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Lífið „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Bíó og sjónvarp Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Lífið Fleiri fréttir Ást er: Sigtaði sinn mann út á vellinum Hittust bara einu sinni eftir Friends Heitir Vilhjálmur eins og pabbi Það heitasta fyrir jólin: Heimagerður andlitsmaski og klútar Safna upplýsingum um jólahefðir Íslendinga Lífið leikur við Sveindísi Jane og Rob Holding Bjargar deginum að komast aðeins úr klefanum Allen White verður Rotta, sonur Jabba jöfurs Hvernig á að finna tíma til að elskast um jólin? Heillandi hæð kvikmyndagerðakonu við Ægisíðu Fox á lausu eftir að hafa fundið óviðeigandi efni í síma kærastans Höll sumarlandsins komin á sölu Mætti á dregilinn þrátt fyrir ásakanirnar Yrsa reykspólar fram úr Geir Villi Vill og Halla Vilhjálms á Nínu Umræða um kólesteról á villigötum Vala Eiríks og Óskar orðin foreldrar Einu sinni á ári eiga rithöfundar að umturnast í skemmtikrafta Keypti fyrstu íbúðina 21 árs og reif allt út Tileinkaði sér hæglæti og býr nú skuldlaust í sveitinni Friður og fegurð með silfurrefunum í Sigur Rós „Ég hrundi“ Mari sló met í eggheimtu Halla Vilhjálms á lausu Kittý og Egill byrjuð saman Stjörnulífið: Brúðkaup í Rússlandi og hiti í desember Var Kurt Cobain myrtur? Enginn ætti að lesa skilaboðin sem honum hafi borist Krakkatían: Póstnúmer, prumpulagið og pólitík Bein útsending: Sterkustu skákmenn landsins mætast Sjá meira
Spenna vegna talna og dómarar fylgjandi sniðgöngu Spennan er mikil meðal fjölmargra landsmanna að sjá kosningatölurnar úr Söngvakeppni Ríkisútvarpsins frá því á laugardagskvöld. Fullyrt er að galli í kosningakerfinu hafi ekki haft áhrif á niðurstöðu keppninnar. Fulltrúar í dómnefnd RÚV eru meðal þeirra sem vilja sniðganga keppnina. 4. mars 2024 10:45
Bubbi óttast púðurtunnu rasismans Bubbi Morthens er þungt hugsi yfir þeim gífuryrðum sem fallið hafa á samfélagsmiðlum um helgina í tengslum við Söngvakeppni Ríkisútvarpsins. Hera Björk stóð uppi sem sigurvegari eftir baráttu við Bashar Murad. Lokatölur eru óbirtar og sitt sýnist hverjum um niðurstöðuna. 4. mars 2024 09:07
Texta Október-regns breytt að kröfu forseta Ísrael Ísraelar hafa samþykkt að breyta texta lagsins „October Rain“ sem þykir líklegast til að verða framlag landsins í Eurovision í ár. Um er að ræða ballöðu sem sungin er af Eden Golan og virðist fjalla um árás Hamas á byggðir Ísraelsmanna 7. október síðastliðinn. 4. mars 2024 07:17