Tárvotur Kelce tilkynnti að skórnir væru farnir á hilluna Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 4. mars 2024 22:31 Jason Kelce leyfði tilfinningunum að streyma fram er hann tilkynnti að skórnir væru farnir upp í hillu. Tim Nwachukwu/Getty Images Jason Kelce, sóknarlínumaður Philadelphia Eagles, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna eftir þrettán ára langan feril með Örnunum. Hinn 36 ára gamli Kelce lék allan sinn feril í NFL-deildinni með Philadelphia Eagles. Hann var hluti af liðinu þegar Ernirnir unnu sína fyrstu Ofurskál árið 2018 og fór aftur með liðinu í úrslitaleikinn árið 2023. Hann spilaði sem það sem á ensku heitir „center,“ en það er leikmaðurinn sem réttir leikstjórnandanum boltann í upphafi hvers kerfis. Hann var valinn af Philadelphia Eagles í sjöttu umferð nýliðavalsins árið 2011, en er nú talinn einn af bestu sóknarlínumönnum sögunnar. 🦅13 seasons as an Eagle🦅Super Bowl LII Champion🦅6× First-team All-Pro🦅7× Pro Bowler🦅Most consecutive starts in Franchise History (156)🦅Most regular-season games played by an offensive lineman in Franchise History (193)🦅*Greatest Super Bowl parade speech of all time* pic.twitter.com/SoFsWIJvP3— Philadelphia Eagles (@Eagles) March 4, 2024 Það er óhætt að segja að tilfinningarnar hafi borið Kelce ofurliði þegar hann tilkynnti það að skórnir væru farnir á hilluna. Kelce gat með engu móti haldið aftur að tárunum þegar hann hóf rétt um fjörutíu mínútna langa ræðu þar sem hann þurfti oft og tíðum að stoppa til að leyfa tilfinningunum að streyma fram. An all-time great giving an all-time great retirement speech. @JasonKelce, forever a legend. pic.twitter.com/8jNXEcrizp— NFL (@NFL) March 4, 2024 Á þrettán ára löngum NFL-ferli vann Kelce Ofurskálina einu sinni og sex sinnum var hann valinn í lið tímabilsins. NFL Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sjá meira
Hinn 36 ára gamli Kelce lék allan sinn feril í NFL-deildinni með Philadelphia Eagles. Hann var hluti af liðinu þegar Ernirnir unnu sína fyrstu Ofurskál árið 2018 og fór aftur með liðinu í úrslitaleikinn árið 2023. Hann spilaði sem það sem á ensku heitir „center,“ en það er leikmaðurinn sem réttir leikstjórnandanum boltann í upphafi hvers kerfis. Hann var valinn af Philadelphia Eagles í sjöttu umferð nýliðavalsins árið 2011, en er nú talinn einn af bestu sóknarlínumönnum sögunnar. 🦅13 seasons as an Eagle🦅Super Bowl LII Champion🦅6× First-team All-Pro🦅7× Pro Bowler🦅Most consecutive starts in Franchise History (156)🦅Most regular-season games played by an offensive lineman in Franchise History (193)🦅*Greatest Super Bowl parade speech of all time* pic.twitter.com/SoFsWIJvP3— Philadelphia Eagles (@Eagles) March 4, 2024 Það er óhætt að segja að tilfinningarnar hafi borið Kelce ofurliði þegar hann tilkynnti það að skórnir væru farnir á hilluna. Kelce gat með engu móti haldið aftur að tárunum þegar hann hóf rétt um fjörutíu mínútna langa ræðu þar sem hann þurfti oft og tíðum að stoppa til að leyfa tilfinningunum að streyma fram. An all-time great giving an all-time great retirement speech. @JasonKelce, forever a legend. pic.twitter.com/8jNXEcrizp— NFL (@NFL) March 4, 2024 Á þrettán ára löngum NFL-ferli vann Kelce Ofurskálina einu sinni og sex sinnum var hann valinn í lið tímabilsins.
NFL Mest lesið Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Sport Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Fótbolti Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Sport Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Sport Max svaraði Marko fullum hálsi Formúla 1 „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Sport Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Fleiri fréttir Heldur áfram að spila komin fimm mánuði á leið Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Fjögurra ára strákur gerði allt brjálað í höllinni Heilinn fer að „borða“ sjálfan sig í maraþonhlaupi Gummi Ben fór hamförum yfir endurkomu United Eygló verður síðasti Evrópumeistarinn í sögunni Max svaraði Marko fullum hálsi Hefði fengið 20 ára bann fyrir samskonar mál og Sinner Dagskráin í dag: Umspilið í NBA, 1. deild kvenna í körfubolta og margt fleira Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sjá meira