Hebbi sat inni með sakborningum í Geirfinnsmálinu Jakob Bjarnar skrifar 5. mars 2024 09:00 Herbert hefur troðið upp víða undanfarið ár og var leynigestur á Fiskidagstónleikunum á Dalvík. Herbert Guðmunds Herbert Guðmundsson – Hebbi – er gestur í nýjasta hlaðvarpi Einars Bárðarsonar, Einmitt og ræðir þar meðal annars þá tíma þegar hann sat í fangelsi. Þetta var tími sem breytti öllu. Einar segist hafa verið mikill aðdáandi Hebba eða allt frá því að hann heyrði Can’t Walk Away í fyrsta sinn árið 1985. Þeir ræða vitaskuld tónlistina og trúnna sem hefur haldið Hebba á floti í gegnum alla sína edrúvinnu í 12 spora kerfinu. Og veru Hebba í gæsluvarðhaldi í Síðumúlafangelsinu með sakborningunum í Geirfinnsmálinu. Og auðvitað komu þeir inná afmælistónleikum Hebba sem fara fram um næstu helgi í Háskólabíó. Í fangelsinu Fyrsta verulega áfallið í lífi Herberts var þegar hann er tekinn við innflutning á ólöglegum efnum árið 1978 en þá hafði hann verið að vinna sem kokkur á fraktskipi. Herbert lýsir því hvernig hann nýtti tímann, þrátt fyrir eymd og sektarkennd. „Ég var fyrst í Síðumúlafangelsinu. Þar voru allir Geirfinns-sakborningarnir á sama tíma í einangrun. En ég gerði einn góðan hlut, ég las eina bók á sólarhring og las þannig alveg helling af bókum á þessum tíma.“ Seinna var Hebbi fluttur í fangelsi á Skólavörðustíg en þar hitti hann á kærleiksríkan fangavörð sem sá aumur á honum og leyfði að Herbert fengi gítar inn í klefa.Herbert talar afar fallega um þennan fangavörð enda var hann lykilmaður í því að aðstoða Herbert aftur inn á rétta braut. „Hann var yfirfangavörður, Guðmundur minnir mig að hann hafi heitið, en hann hélt sambandi við mig eftir að ég var kominn út og hann hringdi oft í mig og keypti af mér plötur og diska.“ Can´t walk away samið í fangelsi Í miðju samtali grípur Hebbi óvænt gítarinn á vinnustofu Einars og telur í lagið góða og þeir kryfja hversu mikil örvænting, sjálfskoðun og von er í textanum. Einar rekur augu í að það segi meira að segja „locked in jail“ í textanum. „Já, en það héldu allir að ég væri að segja „happy day“,“, segir Hebbi og hlær. „En svona er lagið samið bara á kassagítar og autt blað. Það fór svo í skúffu í næstum 5 ár.“ Það er svo ekki fyrr en Herbert er búinn að vinna og vinna og fer í að taka upp sína fyrstu sólóplötu að lagið er dregið fram aftur.” Einar er duglegur að draga þjóðþekkta einstaklinga að míkrófóninum í hlaðvarp sitt Einmitt. Og nú er það sjálfur Hebbi, sjötugur maður í líkama fertugs manns. Það gerir trúin. Can’t Walk Away er tekið upp í Stúdíó Stemmu en þar réði ríkjum Diddi Fiðla, gríðarlega flottur tónlistamaður með mikla tónlistarlega breidd. Hann var upptökustjóri á allri plötunni og þar með talið Can’t Walk Away. Með Hebba fóru í stúdíóið tveir félagar hans, bræðurnir Steingrímur Einarsson og Ingvar Einarsson sem á þessum tíma höfðu sankað að sér mikið af trommu heilum og hljóðgervlum sem áttu í raun allan hljóð heiminn í því sem var vinsælast í heiminum á þessum tíma. „Síðan voru einnig einhverjir mestu raddsnillingar landsins þeir Magnús Þór og Jóhann G með. Maggi útsetti allar raddirnar og hefur gert alla tíð. Maggi og Jói sungu svo allar raddirnar. Svo má ekki gleyma Janis „Jönu“ Carol sem Hebbi kallaði í þegar hann sá hana úti á götu við stúdíóið og fékk hana til að setja sinn magnaða svip á lagið.“ Fann Guð inni á Vogi Herbert er maður sem leggur allt undir. Þegar hann var komin með upptökurnar í hendurnar seldi hann íbúð sína, skipti eigninni með fyrrverandi konu sinni og fór með allan peninginn í að hljóðblanda plötuna í London. „Svo kom ég heim og eyddi restinni af íbúðarpeningunum í myndband á filmu. Með Frostfilm, þeim Kalla Óskars og Nonna Tryggva, sem nánast enginn gerði.“ Platan og lagið boðuðu nýja tíma. Í kjölfarið setti Herbert allt á fullt, platan kom út og hann fylgdi henni á eftir um allt land.Þá berst talið að trúnni en Herbert iðkaði Búddisma í 28 ár og iðkunin, eins og annað sem Hebbi tekur sér fyrir hendur, var tekin mjög föstum tökum. Hann heimsótti búddamusteri víða um heim og sótti sér fræðslu enn víðar. „En svo verð ég fyrir svona andlegri reynslu þegar ég fer í sporavinnuna 2007. Þá var ég alveg búinn að missa það í kókaínið. Ég fór inn á Vog í afeitrun og ég verð fyrir andlegri reynslu. Þar fæ ég bara sönnun fyrir því að Guð sé til.” Hebbi hefur unnið að krafti í sinni trú allar götur síðan með edrúmennskunni og 12 spora vinnunni. „Þetta er bara eins og að fara í ræktina, það er leyndardómur í bæninni.“ Fagnar með stórtónleikum um helgina Herbert gerir aldrei neitt hálfa leið, hann er ástríðumaður og gerir allt sem hann gerir vel og tekur það alla leið. Það er sama hvað það er, tónlistin, trúin, 12 sporin eða sölumennskan. Sá er rauði þráðurinn í raun og veru í gegnum allt samtal þeirra Einars. Nýverið náði Hebbi þeim áfanga að verða 70 ára þó það sé varla merkjanlegt á honum hvorki andlega né líkamlega. Hebbi hefur hlaðið í gríðarlega flotta afmælistónleika sem fara fram um helgina komandi í Háskólabíói og þar verður með honum einvala lið tónlistarmanna. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni á bit.ly/3AuejEW Tónlist Fangelsismál Trúmál Ástin og lífið Mest lesið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Fleiri fréttir Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Sjá meira
Einar segist hafa verið mikill aðdáandi Hebba eða allt frá því að hann heyrði Can’t Walk Away í fyrsta sinn árið 1985. Þeir ræða vitaskuld tónlistina og trúnna sem hefur haldið Hebba á floti í gegnum alla sína edrúvinnu í 12 spora kerfinu. Og veru Hebba í gæsluvarðhaldi í Síðumúlafangelsinu með sakborningunum í Geirfinnsmálinu. Og auðvitað komu þeir inná afmælistónleikum Hebba sem fara fram um næstu helgi í Háskólabíó. Í fangelsinu Fyrsta verulega áfallið í lífi Herberts var þegar hann er tekinn við innflutning á ólöglegum efnum árið 1978 en þá hafði hann verið að vinna sem kokkur á fraktskipi. Herbert lýsir því hvernig hann nýtti tímann, þrátt fyrir eymd og sektarkennd. „Ég var fyrst í Síðumúlafangelsinu. Þar voru allir Geirfinns-sakborningarnir á sama tíma í einangrun. En ég gerði einn góðan hlut, ég las eina bók á sólarhring og las þannig alveg helling af bókum á þessum tíma.“ Seinna var Hebbi fluttur í fangelsi á Skólavörðustíg en þar hitti hann á kærleiksríkan fangavörð sem sá aumur á honum og leyfði að Herbert fengi gítar inn í klefa.Herbert talar afar fallega um þennan fangavörð enda var hann lykilmaður í því að aðstoða Herbert aftur inn á rétta braut. „Hann var yfirfangavörður, Guðmundur minnir mig að hann hafi heitið, en hann hélt sambandi við mig eftir að ég var kominn út og hann hringdi oft í mig og keypti af mér plötur og diska.“ Can´t walk away samið í fangelsi Í miðju samtali grípur Hebbi óvænt gítarinn á vinnustofu Einars og telur í lagið góða og þeir kryfja hversu mikil örvænting, sjálfskoðun og von er í textanum. Einar rekur augu í að það segi meira að segja „locked in jail“ í textanum. „Já, en það héldu allir að ég væri að segja „happy day“,“, segir Hebbi og hlær. „En svona er lagið samið bara á kassagítar og autt blað. Það fór svo í skúffu í næstum 5 ár.“ Það er svo ekki fyrr en Herbert er búinn að vinna og vinna og fer í að taka upp sína fyrstu sólóplötu að lagið er dregið fram aftur.” Einar er duglegur að draga þjóðþekkta einstaklinga að míkrófóninum í hlaðvarp sitt Einmitt. Og nú er það sjálfur Hebbi, sjötugur maður í líkama fertugs manns. Það gerir trúin. Can’t Walk Away er tekið upp í Stúdíó Stemmu en þar réði ríkjum Diddi Fiðla, gríðarlega flottur tónlistamaður með mikla tónlistarlega breidd. Hann var upptökustjóri á allri plötunni og þar með talið Can’t Walk Away. Með Hebba fóru í stúdíóið tveir félagar hans, bræðurnir Steingrímur Einarsson og Ingvar Einarsson sem á þessum tíma höfðu sankað að sér mikið af trommu heilum og hljóðgervlum sem áttu í raun allan hljóð heiminn í því sem var vinsælast í heiminum á þessum tíma. „Síðan voru einnig einhverjir mestu raddsnillingar landsins þeir Magnús Þór og Jóhann G með. Maggi útsetti allar raddirnar og hefur gert alla tíð. Maggi og Jói sungu svo allar raddirnar. Svo má ekki gleyma Janis „Jönu“ Carol sem Hebbi kallaði í þegar hann sá hana úti á götu við stúdíóið og fékk hana til að setja sinn magnaða svip á lagið.“ Fann Guð inni á Vogi Herbert er maður sem leggur allt undir. Þegar hann var komin með upptökurnar í hendurnar seldi hann íbúð sína, skipti eigninni með fyrrverandi konu sinni og fór með allan peninginn í að hljóðblanda plötuna í London. „Svo kom ég heim og eyddi restinni af íbúðarpeningunum í myndband á filmu. Með Frostfilm, þeim Kalla Óskars og Nonna Tryggva, sem nánast enginn gerði.“ Platan og lagið boðuðu nýja tíma. Í kjölfarið setti Herbert allt á fullt, platan kom út og hann fylgdi henni á eftir um allt land.Þá berst talið að trúnni en Herbert iðkaði Búddisma í 28 ár og iðkunin, eins og annað sem Hebbi tekur sér fyrir hendur, var tekin mjög föstum tökum. Hann heimsótti búddamusteri víða um heim og sótti sér fræðslu enn víðar. „En svo verð ég fyrir svona andlegri reynslu þegar ég fer í sporavinnuna 2007. Þá var ég alveg búinn að missa það í kókaínið. Ég fór inn á Vog í afeitrun og ég verð fyrir andlegri reynslu. Þar fæ ég bara sönnun fyrir því að Guð sé til.” Hebbi hefur unnið að krafti í sinni trú allar götur síðan með edrúmennskunni og 12 spora vinnunni. „Þetta er bara eins og að fara í ræktina, það er leyndardómur í bæninni.“ Fagnar með stórtónleikum um helgina Herbert gerir aldrei neitt hálfa leið, hann er ástríðumaður og gerir allt sem hann gerir vel og tekur það alla leið. Það er sama hvað það er, tónlistin, trúin, 12 sporin eða sölumennskan. Sá er rauði þráðurinn í raun og veru í gegnum allt samtal þeirra Einars. Nýverið náði Hebbi þeim áfanga að verða 70 ára þó það sé varla merkjanlegt á honum hvorki andlega né líkamlega. Hebbi hefur hlaðið í gríðarlega flotta afmælistónleika sem fara fram um helgina komandi í Háskólabíói og þar verður með honum einvala lið tónlistarmanna. Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni á bit.ly/3AuejEW
Tónlist Fangelsismál Trúmál Ástin og lífið Mest lesið Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Lífið „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Lífið Segir frumburðinn með nefið hans pabba Lífið Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Joey Christ og Alma selja íbúðina Lífið Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Lífið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Fleiri fréttir Var kölluð „kúkur“ og „súkkulaði“ Fréttatía vikunnar: Esjan, Icelandair og enski boltinn „Ég persónulega fílaði þetta ekkert í botn“ Taylor sögð hóta Kanye lögsókn Joey Christ og Alma selja íbúðina Stjörnum prýdd kynning enska boltans Jón Steinar selur sumarparadís með útsýni að Heklu „Það hefur verið reynt að hafa áhrif á ráðningu mína“ Segir frumburðinn með nefið hans pabba VÆB mögulega með sumarhittara ársins? Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Sjá meira